Starfsmaður EHF um vítakastkeppnina: „Svona eru bara reglurnar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. október 2017 12:19 vísir/eyþór FH þarf að ferðast aftur til Rússlands til þess eins að mæta St. Pétursborg í vítakastkeppni en Olís-deildarliðið hafði betur gegn því rússneska í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. Eftir að staðan var jöfn í leikslok í seinni leiknum var gripið til framlengingar. Eftir tvisvar sinnum fimm mínútur þar var FH komið með samanlagðan 65-64 sigur og komið í 3. umferð EHF-bikarsins á 88 ára afmæli félagsins.Sjá einnig:Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Framlengingin átti þó aldrei að eiga sér stað heldur átti að fara beint í vítakeppni. Finnskur eftirlitsmaður leiksins gerði skelfileg mistök en þrátt fyrir að liðin sátu við sama borð, Rússarnir meira að segja á heimavelli, þurfa þau að mætast aftur í vítakeppni. Vísir hafði samband við evrópska handknattleikssambandið, EHF, til að spyrjast fyrir um þennan úrskurð handboltadómstólsins, Court of handball. Blaðamaður bað um að fá að ræða við formann, framkvæmdastjóra eða einhvern sem kom að úrskurðinum en fékk bara að tala við fjölmiðlafulltrúann JJ Rowland. „Þetta voru mistök og þess vegna þurfa liðin að framkvæmda vítakastkeppnina. Svona eru bara reglurnar og þess vegna kærðu Rússarnir,“ segir Rowland.OFFICIAL STATEMENT: Penalty throws to define the winner between St. Petersburg & @FH_Handbolti , CoH decided https://t.co/8P1EH4Owoqpic.twitter.com/7kO60vDFM5 — EHF (@EHF) October 18, 2017 „Þetta er sjálfstæður dómstóll sem tekur á svona málum. Rússneska liðið kærði og þá fór þetta í eðlilegan farveg. Þetta er úrskurður dómstólsins og því verður að fara eftir reglunum. Þetta er það sem hann ákvað en FH getur enn áfrýjað,“ segir JJ Rowland.Sjá einnig:Íslendingar á Twitter: Þetta eru hálfvitar að störfum Rowland sagðist ekki vita um fordæmi í svona máli og endurtók í sífellu að það þyrfti að fara eftir því sem handboltadómstólinn úrskurðaði. Aðspurður hverjir fóru yfir málið hjá dómstólnum svaraði Rowland að þrír nefndarmenn tóku þetta fyrir. Beðinn um nöfn og þjóðerni þeirra sagði hann: „Ég veit ekki hvaða máli það skiptir en sá sem var yfir þessu máli er frá Kýpur.“ EHF mun greiða allan kostnað beggja liða þar sem mistökin liggja hjá sambandinu. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, á ekki orð yfir úrskurð EHF í stóra vítakastmálinu. 18. október 2017 10:44 Er ekki að kasta inn handklæðinu Landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason færir sig um set til danska félagsins Ribe-Esbjerg eftir tímabilið. Hann hefur fengið fá tækifæri með Hannover-Burgdorf en segir að það sé ekki eina ástæðan fyrir vistaskiptunum. 18. október 2017 06:00 Íslendingar á Twitter undra sig á ákvörðun EHF: Þetta eru hálfvitar að störfum Margir furða sig á afar sérstakri ákvörðun EHF, evrópska handknattleikssambandsins, um að knýja þurfi fram úrslit í viðureign FH og St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins með vítakastkeppni. 18. október 2017 10:58 FH þarf að ferðast til Rússlands til að fara í vítakeppni FH þarf að fara í vítakastkeppni við St. Petursburg til að knýja fram úrslit í viðureign liðanna í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. FH-ingar þurfa því að ferðast til St. Pétursborgar til þess eins að fara í vítakeppni. 18. október 2017 10:38 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
FH þarf að ferðast aftur til Rússlands til þess eins að mæta St. Pétursborg í vítakastkeppni en Olís-deildarliðið hafði betur gegn því rússneska í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. Eftir að staðan var jöfn í leikslok í seinni leiknum var gripið til framlengingar. Eftir tvisvar sinnum fimm mínútur þar var FH komið með samanlagðan 65-64 sigur og komið í 3. umferð EHF-bikarsins á 88 ára afmæli félagsins.Sjá einnig:Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Framlengingin átti þó aldrei að eiga sér stað heldur átti að fara beint í vítakeppni. Finnskur eftirlitsmaður leiksins gerði skelfileg mistök en þrátt fyrir að liðin sátu við sama borð, Rússarnir meira að segja á heimavelli, þurfa þau að mætast aftur í vítakeppni. Vísir hafði samband við evrópska handknattleikssambandið, EHF, til að spyrjast fyrir um þennan úrskurð handboltadómstólsins, Court of handball. Blaðamaður bað um að fá að ræða við formann, framkvæmdastjóra eða einhvern sem kom að úrskurðinum en fékk bara að tala við fjölmiðlafulltrúann JJ Rowland. „Þetta voru mistök og þess vegna þurfa liðin að framkvæmda vítakastkeppnina. Svona eru bara reglurnar og þess vegna kærðu Rússarnir,“ segir Rowland.OFFICIAL STATEMENT: Penalty throws to define the winner between St. Petersburg & @FH_Handbolti , CoH decided https://t.co/8P1EH4Owoqpic.twitter.com/7kO60vDFM5 — EHF (@EHF) October 18, 2017 „Þetta er sjálfstæður dómstóll sem tekur á svona málum. Rússneska liðið kærði og þá fór þetta í eðlilegan farveg. Þetta er úrskurður dómstólsins og því verður að fara eftir reglunum. Þetta er það sem hann ákvað en FH getur enn áfrýjað,“ segir JJ Rowland.Sjá einnig:Íslendingar á Twitter: Þetta eru hálfvitar að störfum Rowland sagðist ekki vita um fordæmi í svona máli og endurtók í sífellu að það þyrfti að fara eftir því sem handboltadómstólinn úrskurðaði. Aðspurður hverjir fóru yfir málið hjá dómstólnum svaraði Rowland að þrír nefndarmenn tóku þetta fyrir. Beðinn um nöfn og þjóðerni þeirra sagði hann: „Ég veit ekki hvaða máli það skiptir en sá sem var yfir þessu máli er frá Kýpur.“ EHF mun greiða allan kostnað beggja liða þar sem mistökin liggja hjá sambandinu.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, á ekki orð yfir úrskurð EHF í stóra vítakastmálinu. 18. október 2017 10:44 Er ekki að kasta inn handklæðinu Landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason færir sig um set til danska félagsins Ribe-Esbjerg eftir tímabilið. Hann hefur fengið fá tækifæri með Hannover-Burgdorf en segir að það sé ekki eina ástæðan fyrir vistaskiptunum. 18. október 2017 06:00 Íslendingar á Twitter undra sig á ákvörðun EHF: Þetta eru hálfvitar að störfum Margir furða sig á afar sérstakri ákvörðun EHF, evrópska handknattleikssambandsins, um að knýja þurfi fram úrslit í viðureign FH og St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins með vítakastkeppni. 18. október 2017 10:58 FH þarf að ferðast til Rússlands til að fara í vítakeppni FH þarf að fara í vítakastkeppni við St. Petursburg til að knýja fram úrslit í viðureign liðanna í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. FH-ingar þurfa því að ferðast til St. Pétursborgar til þess eins að fara í vítakeppni. 18. október 2017 10:38 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, á ekki orð yfir úrskurð EHF í stóra vítakastmálinu. 18. október 2017 10:44
Er ekki að kasta inn handklæðinu Landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason færir sig um set til danska félagsins Ribe-Esbjerg eftir tímabilið. Hann hefur fengið fá tækifæri með Hannover-Burgdorf en segir að það sé ekki eina ástæðan fyrir vistaskiptunum. 18. október 2017 06:00
Íslendingar á Twitter undra sig á ákvörðun EHF: Þetta eru hálfvitar að störfum Margir furða sig á afar sérstakri ákvörðun EHF, evrópska handknattleikssambandsins, um að knýja þurfi fram úrslit í viðureign FH og St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins með vítakastkeppni. 18. október 2017 10:58
FH þarf að ferðast til Rússlands til að fara í vítakeppni FH þarf að fara í vítakastkeppni við St. Petursburg til að knýja fram úrslit í viðureign liðanna í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. FH-ingar þurfa því að ferðast til St. Pétursborgar til þess eins að fara í vítakeppni. 18. október 2017 10:38
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða