Meryl Streep, Amanda Seyfried, Colin Firth, Pierce Brosnan, Stellan Skarsgård, Julie Walters, Dominic Cooper og Christine Baranski munu öll snúa aftur í sínum hlutverkum. Lily James mun leika Donnu á yngri árum í Mamma Mia: Here We Go Again! og Andi Garcia hefur einnig bæst í leikarahópinn en ekki er vitað hvaða hlutverk hann hefur í myndinni.
Benny Andersson og Björn Ulvaeus eru aðalframleiðendur myndarinnar og eiga tónlistina og alla lagatexta. Ol Parker skrifaði handritið og leikstýrir myndinni en tökur eru nú þegar hafnar. Samkvæmt IMDB er myndin væntanleg næsta sumar og verður frumsýnd 20. júlí 2018.
— Cher (@cher) October 15, 2017