Lífið

Velur ástina fram yfir Suits þættina

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Meghan og Harry mættu saman á Invictus-leikana í Toronto í síðasta mánuði.
Meghan og Harry mættu saman á Invictus-leikana í Toronto í síðasta mánuði. Vísir/Getty
Leikkonan Meghan Markle mun ekki leika í áttundu þáttaröðinni af Suits. Samkvæmt breskum slúðurmiðlum eins og Daily Star, Express, Metro og Mirror hefur hún tilkynnt framleiðendum þáttanna að hún vilji hætta. Er talið að hún vilji ekki vera svona langt frá kærastanum sínum, Harry prins.

Samkvæmt Daily Star er ekki langt í að tilkynnt verði um trúlofun þeirra og samkvæmt heimildarmanni þeirra finnst henni ekki passa saman að vera prinsessa og leikkona. Harry á að hafa skoðað hús í Oxfordshire í Bretlandi í gær. Ef parið kaupir hús þar gætu þau orðið nágrannar David og Viktoríu Beckham, Kate Moss og Stellu McCartney.

Í apríl lokaði Meghan vefsíðu sinni The Tig og var allt efni fjarlægt af síðunni nema kveðja hennar til lesenda. Samfélagsmiðlar síðunnar eru ennþá opnir en hafa verið óvirkir síðan í vor.  Samkvæmt heimildarmanni Daily Star ætlar Meghan að einbeita sér að góðgerðarstörfum eftir að hún flytur til Bretlands.

Skjáskot af vefsíðu Meghan, The Tig
Fulltrúi leikkonunnar hefur ekki tjáð sig um þetta og framleiðendur Suits hafa ekki sent frá sér tilkynningu. Áhorfendur þáttanna hafa þó tekið eftir því að Rachel Zane sem hún leikur í Suits hefur ekki sést eins mikið á skjánum í sjöundu þáttaröðinni. Meghan hefur leikið Rachel síðan árið 2011.

Í nýlegu viðtali við Vanity Fair sagði Meghan: „Mér finnst þetta vera mjög einfalt. Við erum tveir einstaklingar sem eru mjög hamingjusamir og ástfangnir.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.