Dísa hrekur mýtuna um veikburða grænmetisætu: Þurfum ekki kjöt og fisk fyrir vöðvamassa Birgir Olgeirsson skrifar 16. október 2017 15:39 Dísa Dungal hefur vakið mikla athygli fyrir fræðslu um grænmetisætur og hreyfingu á Snapchat-reikningi sínum disadungal. Aðsend Þórdís Ása Dungal, einkaþjálfari hjá líkamsræktarstöðinni Hreyfingu í Reykjavík, hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir málflutning sinn um grænmetisætur og hvernig þær ná að næra sig með fram lyftingum. Þórdís, sem er betur þekkt sem Dísa Dungal, mætti í viðtal í útvarpsþáttinn Harmageddon í morgun þar sem hún fór yfir þá mýtu að fólk sem stundar lyftingar verði að fá prótín úr kjöt og fiski til að byggja upp vöðvamassa. Hún segir grænmetisætur einfaldlega þurfa að blanda saman hentum og baunum eða fræjum og korni til að fá þau prótín sem eru nauðsynleg fyrir vöðvauppbyggingu.Í samtali við Vísi segist hún hafa byrjað að fræða fólk um þetta vegna þess að hún hafi margoft fengið spurningar frá fólki hvernig það sé mögulegt fyrir manneskju í mikilli hreyfingu að viðhalda vöðvamassa ef hún er grænmetisæta. „Mig langar til að koma þessu á framfæri og sýna fólki að það er allt hægt hægt og brjóta niður þessa staðalímynd sem er komin því fólk virðist halda að grænmetisætur séu veikburða,“ segir Dísa í samtali við Vísi. Hún segir prótín byggð á amínósýrum, eða byggingareiningum, en fjöldi þeirra sem koma fyrir í prótínum vera 20 talsins. Níu af þessum tuttugu amínósýrum eru lífsnauðsynlegar, en það eru amínósýrurnar sem líkaminn getur ekki framleitt sjálfur og þarf því að fá þær úr fæðu. Kjöt, mjólkurvörur og egg innihalda allar þessar amínósýrur en grænmetisætur geta fengið þessi heilprótín úr fæðu með því að blanda saman hnetum og baunum eða fræjum og korni.Hægt er að fá ítarlegri skýringar á málefninu á Vísindavef Háskóla Íslands með því að smella hér.Vildi kynna sér málið Dísa, sem er með meistaragráðu í íþrótta- og heilsufræði, segist hafa byrjað á þessu mataræði í ágúst í fyrrasumar því hún vildi sjálf mynda sér skoðun á málefninu. „Ég gerði þetta aðallega út af því að sem einkaþjálfari finnst mér mikilvægt að þekkja og kynna mér lífshætti fólks,“ segir Dísa.Dísa segist ekki hafa ætlað sér að vera grænmetisæta að eilífu. Þegar hún hafi prófað kjöt aftur þá var líkaminn einfaldlega ekki hrifinn af því, og því sneiðir hún hjá kjöti og fisk í dag.AðsendÍ fyrstu var hún vegan, manneskja sem sneiðir hjá öllum dýraafurðum, en ákvað síðar meir að verða grænmetisæta og borðar því egg og mysuprótín. „En þú þarft ekkert að gera það,“ segir Dísa og á þar við að ekki sé nauðsynlegt að borða egg og mysuprótín til að byggja upp vöðva. „Ég ætlaði ekki að vera grænmetisæta það sem eftir er. Svo þegar ég ætlaði að borða kjöt aftur, þá vildi líkaminn ekkert með þetta hafa og tók því illa,“ segir Dísa. „Mér leið bara ekki vel þegar ég borðaði kjöt. Ég hlustaði því á líkama minn og hann segir mér hvernig þetta á að vera.“ Dísa hreyfir sig mikið en hún segist ekki hafa óttast máttleysi þegar hún ákvað að sneiða hjá kjöt og fiski. „Ef það hefði gerst þá hefði ég einfaldlega snúið blaðinu við. Það að vera hræddur er líka heilbrigt fyrir mann. Maður á að prófa að fara út fyrir þægindaramma sinn og prófa nýja hluti. Annars veit maður ekki hvaða áhrif það mun hafa á mann. Ég myndi aldrei vita svarið sjálf nema að hafa prófað það.“ Hún segir marga hrædda við mataræði sem byggist aðallega á fæðu úr jurtaríkinu því það geti lent í blóðleysi, sem sé hættulegt ástand. „Þess vegna þurfa grænmetisætur og veganar að taka B-12 vítamín ef þau eru á þessu mataræði. Fá það út töfluformi en samt sem áður þarf fólk að vera meðvitað um það að uppbygging B-12 vítamínsins í töfluformi er öðruvísi en úr fæðu. Þetta erfiðar upptökuna í líkamanum. Þess vegna þarf að passa að gæðin úr B-12 vítamíninu komi frá viðurkenndum framleiðanda.“Dísa starfar sem einkaþjálfari í Hreyfingu en hún er með meistarapróf í íþrótta- og heilsufræði.AðsendEkki orðið veik í tvö ár Í Harmageddon sagðist Dísa vera í toppmálum heilsufarslega og ekki hafa orðið lasin í tvö ár. „Ég hef kannski fundið fyrir særindum í hálsi í tvo daga en aldrei orðið veik. Heilsufarslega séð er ég í toppmálum,“ segir Dísa. Hún segir fjóra þætti spila lykilhlutverk þegar kemur að því. Þeir eru svefn, næring, andlegt ástand og hreyfing. „Ef þeir eru í lagi og þú hugsar um þá, þá verður þú heilsufarslega í góðum málum.“ Þeir sem hafa íhugað að sneiða hjá kjöti og fiski, og jafnvel öllum dýraafurðum, ættu ekki að breyta öllu á einum degi að mati Dísu. „Ég tók mér minn tíma í að finna mér matvæli í staðinn fyrir kjöt og fisk. Maður getur lent í því að líkaminn fari í sjokk ef maður gerir þetta einn, tveir og bingó! Þá verður maður þreyttur og í slæmu standi.“ Fjöldi þekktra íþróttamanna hafa sýnt fram á að það er vel hægt að ná árangri án þess að fá prótín úr dýraafurðum. Þar á meðal bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Damien Lillard sem spilar fyrir Portland Trail Blazers og kraftlyftingakonan Hulda B. Waage, sem setti Íslandsmet í fyrra með því að taka 205 kíló í hnébeygju í búnaði. Labor! Ready for the season ! #RipCity A post shared by Damian Lillard (@damianlillard) on Sep 4, 2017 at 6:23pm PDT 205kg squat. Icelandic record. #veganpower #plantfueled #vegan #powerlifting #ipf #icelandicrecord #recordholder A post shared by Hulda B Waage VeganPowerlifter (@huldabwaage) on Nov 11, 2016 at 1:16pm PST Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
Þórdís Ása Dungal, einkaþjálfari hjá líkamsræktarstöðinni Hreyfingu í Reykjavík, hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir málflutning sinn um grænmetisætur og hvernig þær ná að næra sig með fram lyftingum. Þórdís, sem er betur þekkt sem Dísa Dungal, mætti í viðtal í útvarpsþáttinn Harmageddon í morgun þar sem hún fór yfir þá mýtu að fólk sem stundar lyftingar verði að fá prótín úr kjöt og fiski til að byggja upp vöðvamassa. Hún segir grænmetisætur einfaldlega þurfa að blanda saman hentum og baunum eða fræjum og korni til að fá þau prótín sem eru nauðsynleg fyrir vöðvauppbyggingu.Í samtali við Vísi segist hún hafa byrjað að fræða fólk um þetta vegna þess að hún hafi margoft fengið spurningar frá fólki hvernig það sé mögulegt fyrir manneskju í mikilli hreyfingu að viðhalda vöðvamassa ef hún er grænmetisæta. „Mig langar til að koma þessu á framfæri og sýna fólki að það er allt hægt hægt og brjóta niður þessa staðalímynd sem er komin því fólk virðist halda að grænmetisætur séu veikburða,“ segir Dísa í samtali við Vísi. Hún segir prótín byggð á amínósýrum, eða byggingareiningum, en fjöldi þeirra sem koma fyrir í prótínum vera 20 talsins. Níu af þessum tuttugu amínósýrum eru lífsnauðsynlegar, en það eru amínósýrurnar sem líkaminn getur ekki framleitt sjálfur og þarf því að fá þær úr fæðu. Kjöt, mjólkurvörur og egg innihalda allar þessar amínósýrur en grænmetisætur geta fengið þessi heilprótín úr fæðu með því að blanda saman hnetum og baunum eða fræjum og korni.Hægt er að fá ítarlegri skýringar á málefninu á Vísindavef Háskóla Íslands með því að smella hér.Vildi kynna sér málið Dísa, sem er með meistaragráðu í íþrótta- og heilsufræði, segist hafa byrjað á þessu mataræði í ágúst í fyrrasumar því hún vildi sjálf mynda sér skoðun á málefninu. „Ég gerði þetta aðallega út af því að sem einkaþjálfari finnst mér mikilvægt að þekkja og kynna mér lífshætti fólks,“ segir Dísa.Dísa segist ekki hafa ætlað sér að vera grænmetisæta að eilífu. Þegar hún hafi prófað kjöt aftur þá var líkaminn einfaldlega ekki hrifinn af því, og því sneiðir hún hjá kjöti og fisk í dag.AðsendÍ fyrstu var hún vegan, manneskja sem sneiðir hjá öllum dýraafurðum, en ákvað síðar meir að verða grænmetisæta og borðar því egg og mysuprótín. „En þú þarft ekkert að gera það,“ segir Dísa og á þar við að ekki sé nauðsynlegt að borða egg og mysuprótín til að byggja upp vöðva. „Ég ætlaði ekki að vera grænmetisæta það sem eftir er. Svo þegar ég ætlaði að borða kjöt aftur, þá vildi líkaminn ekkert með þetta hafa og tók því illa,“ segir Dísa. „Mér leið bara ekki vel þegar ég borðaði kjöt. Ég hlustaði því á líkama minn og hann segir mér hvernig þetta á að vera.“ Dísa hreyfir sig mikið en hún segist ekki hafa óttast máttleysi þegar hún ákvað að sneiða hjá kjöt og fiski. „Ef það hefði gerst þá hefði ég einfaldlega snúið blaðinu við. Það að vera hræddur er líka heilbrigt fyrir mann. Maður á að prófa að fara út fyrir þægindaramma sinn og prófa nýja hluti. Annars veit maður ekki hvaða áhrif það mun hafa á mann. Ég myndi aldrei vita svarið sjálf nema að hafa prófað það.“ Hún segir marga hrædda við mataræði sem byggist aðallega á fæðu úr jurtaríkinu því það geti lent í blóðleysi, sem sé hættulegt ástand. „Þess vegna þurfa grænmetisætur og veganar að taka B-12 vítamín ef þau eru á þessu mataræði. Fá það út töfluformi en samt sem áður þarf fólk að vera meðvitað um það að uppbygging B-12 vítamínsins í töfluformi er öðruvísi en úr fæðu. Þetta erfiðar upptökuna í líkamanum. Þess vegna þarf að passa að gæðin úr B-12 vítamíninu komi frá viðurkenndum framleiðanda.“Dísa starfar sem einkaþjálfari í Hreyfingu en hún er með meistarapróf í íþrótta- og heilsufræði.AðsendEkki orðið veik í tvö ár Í Harmageddon sagðist Dísa vera í toppmálum heilsufarslega og ekki hafa orðið lasin í tvö ár. „Ég hef kannski fundið fyrir særindum í hálsi í tvo daga en aldrei orðið veik. Heilsufarslega séð er ég í toppmálum,“ segir Dísa. Hún segir fjóra þætti spila lykilhlutverk þegar kemur að því. Þeir eru svefn, næring, andlegt ástand og hreyfing. „Ef þeir eru í lagi og þú hugsar um þá, þá verður þú heilsufarslega í góðum málum.“ Þeir sem hafa íhugað að sneiða hjá kjöti og fiski, og jafnvel öllum dýraafurðum, ættu ekki að breyta öllu á einum degi að mati Dísu. „Ég tók mér minn tíma í að finna mér matvæli í staðinn fyrir kjöt og fisk. Maður getur lent í því að líkaminn fari í sjokk ef maður gerir þetta einn, tveir og bingó! Þá verður maður þreyttur og í slæmu standi.“ Fjöldi þekktra íþróttamanna hafa sýnt fram á að það er vel hægt að ná árangri án þess að fá prótín úr dýraafurðum. Þar á meðal bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Damien Lillard sem spilar fyrir Portland Trail Blazers og kraftlyftingakonan Hulda B. Waage, sem setti Íslandsmet í fyrra með því að taka 205 kíló í hnébeygju í búnaði. Labor! Ready for the season ! #RipCity A post shared by Damian Lillard (@damianlillard) on Sep 4, 2017 at 6:23pm PDT 205kg squat. Icelandic record. #veganpower #plantfueled #vegan #powerlifting #ipf #icelandicrecord #recordholder A post shared by Hulda B Waage VeganPowerlifter (@huldabwaage) on Nov 11, 2016 at 1:16pm PST
Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira