Maria Sharapova, fyrrum efsta kona heimslistans í tennis, komst í úrslit á tennismóti í fyrsta skipti í tvö ár.
Sharapova sigraði Peng Shuai í undanúrslitum Opna Tianjin mótsins sem fram fer í Kína.
Hún hefur ekki tapað einu setti í vikunni og mætir hinni 19 ára Aryna Sabalenka frá Hvíta-Rússlandi í úrslitunum.
Sharapova snéri aftur til keppni í tennis á árinu, en árið 2015 var hún dæmd í keppnisbann vegna neyslu ólöglegra lyfja.
Hún komst í 16-manna úrslit á Opna bandaríska risamótinu í september, en Sharapova hefur ekki komist í úrslit síðan í maí 2015 þegar hún vann Opna ítalska mótið.
Sharapova í úrslit í fyrsta skipti síðan 2015

Tengdar fréttir

Kallaði hana svindlara og sá síðan sjálf um að senda hana heim
Kanadíska tenniskonan Eugenie Bouchard var mjög ósátt við að Maria Sharapova fengi að keppa á opna Madrid-tennismótinu sem stendur nú yfir en Sharapova féll á lyfjaprófi á síðasta ári.

Of einföld endurkoma Sharapovu fer illa í aðra keppendur: „Hún á ekki að fá boðskort“
Maria Sharapova snýr aftur eftir lyfjabann á morgun en þarf ekki að vinna sig upp frá botninum.

Sharapova úr leik á Opna bandaríska
Maria Sharapova er úr leik á Opna bandaríska risamótinu í tennis. Sharapova tapaði fyrir hinni lettnesku Anastasija Sevastova í fjórðu umferð mótsins.

Óheppnin eltir Mariu Sharapovu
Maria Sharapova þarf að draga sig úr keppni fyrir undankeppni Wimbledon.