Fullkominn stormur af rusli í Bíó Paradís Stefán Þór Hjartarson skrifar 12. október 2017 10:30 Hugleikur Dagsson er sérlegur aðdáandi slæmra kvikmynda. Vísir/Ernir „Prump í Paradís er í rauninni bara ég að auglýsa ást mína á slæmum kvikmyndum. Ég hef verið að halda Svarta sunnudaga ásamt Sigurjóni Kjartanssyni og Sjón þar sem við sýnum klassískar költmyndir. Mig hefur alltaf langað til að hafa þemamánuð einhvern tímann sem væri Ömurlegur október eða eitthvað svoleiðis, en Sigurjónarnir standa menningarlegan vörð um Svarta sunnudaga, skiljanlega, og vilja ekki sverta orð þeirra með einhverju rusli. Þannig varð Prump í Paradís eiginlega til – þetta er svona bastarður Svartra sunnudaga,“ segir Hugleikur Dagsson en ást hans á slæmum kvikmyndum fékk hann til að semja við Bíó Paradís um að fá eitt kvöld í mánuði til að sýna slíkar myndir – úr varð Prump í Paradís en fyrsta kvöldið er einmitt í kvöld.Hvað er svona skemmtilegt við slæmar myndir? „Að mínu mati er það að horfa á slæma mynd jafnvel skemmtilegra en að horfa á góða mynd. Það er félagslegra sport og það er líka eitthvað geggjað við það að hlæja að einhverju í kvikmynd sem maður átti aldrei að hlæja að. Kvikmyndir eru í langflestum tilfellum samvinnuverkefni og það að fólki hafi mistekist á öllum vígstöðvum verður fullkominn stormur af rusli.“Hver er þín uppáhalds slæma mynd? „Það er erfitt að velja. Batman & Robin er í miklu uppáhaldi hjá mér, The Postman eftir Kevin Costner er líka frábær, Troll 2 og The Room eru svona þekktastar – þær eru líka þannig að maður trúir eiginlega ekki að þetta sé ekki viljandi gert. Þegar ég horfði á Troll 2 þá hugsaði ég á tímabili: „Neee, þetta er einhver snillingur að gera grín að okkur.“ En ég held að mín uppáhalds sé Showgirls eftir Paul Verhoeven vegna þess að ég hugsa eiginlega alltaf þegar ég horfi á hana að hún sé kannski meistaraverk.“Það er þunn lína á milli slæmrar myndar sem er skemmtileg og slæmrar myndar sem er bara leiðinleg, ekki satt? „Jú, það er sú krafa sem þarf að standast til að vera sýnd á þessum tilteknu kvöldum – ef slæm bíómynd er leiðinleg þá er hún miklu verri en slæm. Númer eitt, tvö og þrjú er að manni leiðist ekki. Þegar maður finnur svona týnda demanta eins og Miami Connection og Lost Ticket to Hawaii þá er það mikill fundur fyrir kvikmyndaáhugamann eins og mig því að þær eru svo skemmtilegar – en af allt öðrum ástæðum en það átti að vera.“Sérstök skilaboð frá Vanilla Ice „Ég ætla að taka podcast í kringum þetta. Hugmyndin kom frá slæmu-mynda-podcasti sem ég hlusta á og heitir How did this get made og ég stal bara hugmyndinni – þetta er íslenska útgáfan af því. Kvöldið verður þannig að ég sýni bíómynd og eftir það breytist salurinn í spjallþáttasett og ég ræði myndina við góða gesti í svona klukkutíma. Áhorfendur deila þá auðvitað reynslunni og verða á sömu síðunni.“ Fyrsti gesturinn í Prumpið verður Emmsjé Gauti og kvikmyndin verður Cool as Ice með rapparanum og leikaranum Vanilla Ice í aðalhlutverki. „Ég valdi Gauta vegna þess að hann sagði mér einhvern tímann að Cool as Ice og Blossi hafi verið einu myndirnar sem hann átti þegar hann var lítill. Síðan verða aukagestir eins og ungur maður sem heitir Bjarni Tómas og er eini Vanilla Ice sérfræðingur Íslands – hann gerði einu sinni þriggja tíma heimildarmynd um Vanilla Ice og hitti hann á dögunum – þannig að þarna verða spiluð sérstök skilaboð frá Vanilla Ice til okkar Íslendinga.“ Páll Óskar Hjálmtýsson verður svo gestur Prumpsins í nóvember en Hugleikur segist hafa fyrst haft samband við hann, enda er Palli annálaður költmyndasafnari og sérfræðingur. „Ég hef samband við hann og segi honum hvaða myndir ég ætla að sýna og hann segir: „Ætlarðu ekki að sýna Double Agent 73!?“ Þess vegna ætlum við að sýna hana svo hann mæti. Það er mynd um konu, leikna af Russ Meyer leikkonunni Chesty Morgan, sem er með tja, hugsanlega stærstu brjóst sem hafa verið kvikmynduð. Hún leikur sem sagt njósnara sem geymir myndavél í öðru brjóstinu og sprengju í hinu. Og ég sagði bara „say no more Palli“.“ Fyrsta Prumpið fer fram í kvöld klukkan átta í Bíó Paradís. Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Prump í Paradís er í rauninni bara ég að auglýsa ást mína á slæmum kvikmyndum. Ég hef verið að halda Svarta sunnudaga ásamt Sigurjóni Kjartanssyni og Sjón þar sem við sýnum klassískar költmyndir. Mig hefur alltaf langað til að hafa þemamánuð einhvern tímann sem væri Ömurlegur október eða eitthvað svoleiðis, en Sigurjónarnir standa menningarlegan vörð um Svarta sunnudaga, skiljanlega, og vilja ekki sverta orð þeirra með einhverju rusli. Þannig varð Prump í Paradís eiginlega til – þetta er svona bastarður Svartra sunnudaga,“ segir Hugleikur Dagsson en ást hans á slæmum kvikmyndum fékk hann til að semja við Bíó Paradís um að fá eitt kvöld í mánuði til að sýna slíkar myndir – úr varð Prump í Paradís en fyrsta kvöldið er einmitt í kvöld.Hvað er svona skemmtilegt við slæmar myndir? „Að mínu mati er það að horfa á slæma mynd jafnvel skemmtilegra en að horfa á góða mynd. Það er félagslegra sport og það er líka eitthvað geggjað við það að hlæja að einhverju í kvikmynd sem maður átti aldrei að hlæja að. Kvikmyndir eru í langflestum tilfellum samvinnuverkefni og það að fólki hafi mistekist á öllum vígstöðvum verður fullkominn stormur af rusli.“Hver er þín uppáhalds slæma mynd? „Það er erfitt að velja. Batman & Robin er í miklu uppáhaldi hjá mér, The Postman eftir Kevin Costner er líka frábær, Troll 2 og The Room eru svona þekktastar – þær eru líka þannig að maður trúir eiginlega ekki að þetta sé ekki viljandi gert. Þegar ég horfði á Troll 2 þá hugsaði ég á tímabili: „Neee, þetta er einhver snillingur að gera grín að okkur.“ En ég held að mín uppáhalds sé Showgirls eftir Paul Verhoeven vegna þess að ég hugsa eiginlega alltaf þegar ég horfi á hana að hún sé kannski meistaraverk.“Það er þunn lína á milli slæmrar myndar sem er skemmtileg og slæmrar myndar sem er bara leiðinleg, ekki satt? „Jú, það er sú krafa sem þarf að standast til að vera sýnd á þessum tilteknu kvöldum – ef slæm bíómynd er leiðinleg þá er hún miklu verri en slæm. Númer eitt, tvö og þrjú er að manni leiðist ekki. Þegar maður finnur svona týnda demanta eins og Miami Connection og Lost Ticket to Hawaii þá er það mikill fundur fyrir kvikmyndaáhugamann eins og mig því að þær eru svo skemmtilegar – en af allt öðrum ástæðum en það átti að vera.“Sérstök skilaboð frá Vanilla Ice „Ég ætla að taka podcast í kringum þetta. Hugmyndin kom frá slæmu-mynda-podcasti sem ég hlusta á og heitir How did this get made og ég stal bara hugmyndinni – þetta er íslenska útgáfan af því. Kvöldið verður þannig að ég sýni bíómynd og eftir það breytist salurinn í spjallþáttasett og ég ræði myndina við góða gesti í svona klukkutíma. Áhorfendur deila þá auðvitað reynslunni og verða á sömu síðunni.“ Fyrsti gesturinn í Prumpið verður Emmsjé Gauti og kvikmyndin verður Cool as Ice með rapparanum og leikaranum Vanilla Ice í aðalhlutverki. „Ég valdi Gauta vegna þess að hann sagði mér einhvern tímann að Cool as Ice og Blossi hafi verið einu myndirnar sem hann átti þegar hann var lítill. Síðan verða aukagestir eins og ungur maður sem heitir Bjarni Tómas og er eini Vanilla Ice sérfræðingur Íslands – hann gerði einu sinni þriggja tíma heimildarmynd um Vanilla Ice og hitti hann á dögunum – þannig að þarna verða spiluð sérstök skilaboð frá Vanilla Ice til okkar Íslendinga.“ Páll Óskar Hjálmtýsson verður svo gestur Prumpsins í nóvember en Hugleikur segist hafa fyrst haft samband við hann, enda er Palli annálaður költmyndasafnari og sérfræðingur. „Ég hef samband við hann og segi honum hvaða myndir ég ætla að sýna og hann segir: „Ætlarðu ekki að sýna Double Agent 73!?“ Þess vegna ætlum við að sýna hana svo hann mæti. Það er mynd um konu, leikna af Russ Meyer leikkonunni Chesty Morgan, sem er með tja, hugsanlega stærstu brjóst sem hafa verið kvikmynduð. Hún leikur sem sagt njósnara sem geymir myndavél í öðru brjóstinu og sprengju í hinu. Og ég sagði bara „say no more Palli“.“ Fyrsta Prumpið fer fram í kvöld klukkan átta í Bíó Paradís.
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira