Kattasmölun Magnús Guðmundsson skrifar 11. október 2017 07:00 Vinstri græn hafa lýst sig reiðubúin til þess að leiða næstu ríkisstjórn enda flokkurinn að mælast sá stærsti nú þegar stutt er til kosninga. Þessa góðu útkomu VG má túlka sem ákveðið ákall um aukna félagshyggju, jöfnuð og kvenfrelsi í samfélaginu, auk þess sem það endurspeglar það traust sem þjóðin ber til Katrínar Jakobsdóttur. Þessi breytta staða er auðvitað ánægjuleg fyrir Vinstri græn en það er mikilvægt að forysta flokksins sé meðvituð um að auknu fylgi fylgir aukin ábyrgð, auknar kröfur og aukið aðhald. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengstum verið í hlutverki stóra flokksins í íslenskum stjórnmálum en bæði stjórnmálaskýrendur og vinstrimenn hafa lengi talið ástæðuna verið hversu samstíga flokkurinn er í stórum málum. Hið sama hefur ekki verið uppi á teningnum vinstra megin, heldur meira í ætt við að smala köttum eins og haft var eftir Jóhönnu Sigurðardóttur. Katrínu kattasmala Jakobsdóttur virðist þó hafa tekist verkefnið og Vinstri græn ganga fylktu liði í kosningabaráttunni þótt enn sé góður spölur til byggða. Vandinn er hins vegar að flokkurinn virðist enn eiga eftir að gera kjósendum grein fyrir afstöðu í ákveðnum málum er varða einmitt hagsmuni hinna dreifðari byggða. Hagsmunamál sem fela í sér ákveðna mótsögn við yfirlýsta umhverfisstefnu flokksins og fjölmargir kjósendur horfa eflaust til áður en gengið er að kjörborðinu. Kjósendur sem vilja láta náttúruna njóta vafans. Eitt þekktasta dæmið er eflaust sú ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar, þáverandi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, að heimila uppbyggingu kísilversins á Bakka. Áætlað er að viðkomandi verksmiðja muni brenna 66 þúsund tonnum af kolum árlega til þess að framleiða kísilmálm. Steingrímur sagði reyndar á sínum tíma að verksmiðjan væri betri kostur en álverið sem áður var fyrirhugað á Bakka en grænn verður þessi iðnaður nú seint talinn. Annað mál og líka viðkvæmt byggðastefnumál lýtur að stórfelldum áætlunum um laxeldi á Vestfjörðum. Andstæðingar laxeldis hafa ítrekað bent á að þetta sé mengandi og óumhverfisvæn matvælaframleiðsla en sveitarfélögin á Vestfjörðum að eldið teljist umhverfisvænt í samanburði við annað eldi. Sveitarfélögin hafa eðlilega atvinnumöguleikana að leiðarljósi en það breytir ekki þeirri staðreynd að laxeldi er tæpast grænt, hvorki með né án samanburðar. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG í Norðvesturkjördæmi, virtist þó fara aðeins á undan flokknum þegar hún lýsti yfir stuðningi sínum við áætlanirnar. Lítið hefur hins vegar farið fyrir viðbrögðum flokksforystunnar í þessu máli en ljóst að kjósendur þurfa að vita hvaða úrlausna verði leitað fari svo að Vinstri græn leiði næstu ríkisstjórn. Nú þegar styttist til kosninga er mikilvægt að Vinstri græn geri grein fyrir afstöðu sinni í málum sem þessum þar sem atvinnuhagsmunir landsbyggðarinnar eru í mögulegri andstöðu við umhverfisvernd. Það er nefnilega ekki alltaf hægt að bæði halda og sleppa því þá er hætt við kettirnir rjúki hver í sína áttina.Leiðarinn birtist fyrst 11. október. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Vinstri græn hafa lýst sig reiðubúin til þess að leiða næstu ríkisstjórn enda flokkurinn að mælast sá stærsti nú þegar stutt er til kosninga. Þessa góðu útkomu VG má túlka sem ákveðið ákall um aukna félagshyggju, jöfnuð og kvenfrelsi í samfélaginu, auk þess sem það endurspeglar það traust sem þjóðin ber til Katrínar Jakobsdóttur. Þessi breytta staða er auðvitað ánægjuleg fyrir Vinstri græn en það er mikilvægt að forysta flokksins sé meðvituð um að auknu fylgi fylgir aukin ábyrgð, auknar kröfur og aukið aðhald. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengstum verið í hlutverki stóra flokksins í íslenskum stjórnmálum en bæði stjórnmálaskýrendur og vinstrimenn hafa lengi talið ástæðuna verið hversu samstíga flokkurinn er í stórum málum. Hið sama hefur ekki verið uppi á teningnum vinstra megin, heldur meira í ætt við að smala köttum eins og haft var eftir Jóhönnu Sigurðardóttur. Katrínu kattasmala Jakobsdóttur virðist þó hafa tekist verkefnið og Vinstri græn ganga fylktu liði í kosningabaráttunni þótt enn sé góður spölur til byggða. Vandinn er hins vegar að flokkurinn virðist enn eiga eftir að gera kjósendum grein fyrir afstöðu í ákveðnum málum er varða einmitt hagsmuni hinna dreifðari byggða. Hagsmunamál sem fela í sér ákveðna mótsögn við yfirlýsta umhverfisstefnu flokksins og fjölmargir kjósendur horfa eflaust til áður en gengið er að kjörborðinu. Kjósendur sem vilja láta náttúruna njóta vafans. Eitt þekktasta dæmið er eflaust sú ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar, þáverandi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, að heimila uppbyggingu kísilversins á Bakka. Áætlað er að viðkomandi verksmiðja muni brenna 66 þúsund tonnum af kolum árlega til þess að framleiða kísilmálm. Steingrímur sagði reyndar á sínum tíma að verksmiðjan væri betri kostur en álverið sem áður var fyrirhugað á Bakka en grænn verður þessi iðnaður nú seint talinn. Annað mál og líka viðkvæmt byggðastefnumál lýtur að stórfelldum áætlunum um laxeldi á Vestfjörðum. Andstæðingar laxeldis hafa ítrekað bent á að þetta sé mengandi og óumhverfisvæn matvælaframleiðsla en sveitarfélögin á Vestfjörðum að eldið teljist umhverfisvænt í samanburði við annað eldi. Sveitarfélögin hafa eðlilega atvinnumöguleikana að leiðarljósi en það breytir ekki þeirri staðreynd að laxeldi er tæpast grænt, hvorki með né án samanburðar. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG í Norðvesturkjördæmi, virtist þó fara aðeins á undan flokknum þegar hún lýsti yfir stuðningi sínum við áætlanirnar. Lítið hefur hins vegar farið fyrir viðbrögðum flokksforystunnar í þessu máli en ljóst að kjósendur þurfa að vita hvaða úrlausna verði leitað fari svo að Vinstri græn leiði næstu ríkisstjórn. Nú þegar styttist til kosninga er mikilvægt að Vinstri græn geri grein fyrir afstöðu sinni í málum sem þessum þar sem atvinnuhagsmunir landsbyggðarinnar eru í mögulegri andstöðu við umhverfisvernd. Það er nefnilega ekki alltaf hægt að bæði halda og sleppa því þá er hætt við kettirnir rjúki hver í sína áttina.Leiðarinn birtist fyrst 11. október.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun