Síðasta púslið í vörn Íslandsmeistaranna var sá besti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2017 06:00 Valsmaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson var besti leikmaður Pepsi-deildarinnar 2017 að mati Vísis og Fréttablaðsins. Vísir/Anton Sumarið 2017 var sumar Valsmanna í Pepsi-deildinni og það þarf því ekki að koma neinum á óvart að margir leikmenn Íslandsmeistaranna séu meðal efstu manna í einkunnagjöf Fréttablaðsins og Vísis. Valsliðið á ekki bara tvo efstu mennina, því liðið á fjóra leikmenn á topp tíu, sjö leikmenn á topp tuttugu og 45 prósent af liði ársins hjá Fréttablaðinu og Vísi. Valsvörnin var öðrum fremur það sem lagði grunninn að fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins í tíu ár og tveir bestu leikmenn tímabilsins eru báðir í lykilhlutverkum í henni. Miðvörðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson er leikmaður ársins en hann var með langhæstu meðaleinkunnina eða 6,93. Eiður Aron fékk sjö eða hærra í ellefu af fimmtán leikjum sínum og sýndi mikinn stöðugleika í sínum leik í allt sumar. Eiður Aron er 27 ára gamall Eyjamaður sem spilaði síðast í Pepsi-deildinni sumarið 2014 með ÍBV-liðinu en hefur reynt fyrir sér í Svíþjóð (Örebro SK), Noregi (Sandnes Ulf) og Þýskalandi (Holstein Kiel) sem atvinnumaður. Eiður Aron byrjaði ekki tímabilið með Val en hann fékk félagsskipti frá þýska C-deildarliðinu Holstein Kiel 17. maí.Eiður Aroon í fyrsta leik sínum með Val.Vísir/AntonLét hann sitja á bekknum í fyrstu leikjunumEiður Aron lék sinn fyrsta leik með Val í Pepsi-deildinni á móti KA 18. júní en liðið hélt þá hreinu í 1-0 sigri. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var þá búinn að bíða með hann á varamannabekknum í þremur leikjum í röð án þess að setja hann inn á völlinn. Héldu miklu oftar hreinu Eiður Aron leit hins vegar ekki til baka eftir að honum var afhent byrjunarliðssætið og spilaði síðustu fimmtán leikina. Það má segja að besti leikmaður ársins sé síðasta púslið í meistaravörnina hans Ólafs. Valsliðið hélt einu sinni hreinu í fyrstu sjö leikjum án hans (14 prósent leikja) en sex sinnum hreinu í fimmtán leikjum með hann innanborðs (40 prósent). Vinstri bakvörðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson varð annar í einkunnagjöfinni í sumar en reynsluboltinn var aðeins 0,01 á undan markakónginum Andra Rúnari Bjarnasyni úr Grindavík. Þriðji meðlimur Valsvarnarinnar inn á topp tíu var miðvörðurinn Orri Sigurður Ómarsson sem var í áttunda sætinu en brimbrjóturinn á miðjunni og helsti hjálparkokkur Valsvarnarinnar, Haukur Páll Sigurðsson, varð aftur á móti fimmti.Sjö Valsmenn á topp 20Það eru fleiri Valsmenn meðal efstu manna. Anton Ari Einarsson er efstur markvarða og miðjumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson er næsti maður inn á topp tíu. Miðjumaðurinn Einar Karl Ingvarsson, einn af óvæntu uppgötvunum sumarsins, er síðan sjöundi Valsmaðurinn inn á topp tuttugu. Það eru fleiri minni titlar sem menn tryggja sér. Eiður Aron er besti varnarmaðurinn, Grindvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason besti sóknarmaðurinn, Blikinn Gísli Eyjólfsson besti miðjumaðurinn og Valsmaðurinn Anton Ari Einarsson besti markvörðurinn. Valsmaðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson var besti gamli maðurinn (34 ára og eldri) en Fjölnismaðurinn Birnir Snær Ingason besti ungi leikmaðurinn (21 árs eða yngri). FH-ingurinn Steven Lennon var síðan besti erlendi leikmaður Pepsi-deildarinnar.Hér má sjá fimm Valsmenn umkringja KA-manninn Almar Ormarsson. Allir fimm voru meðal 23ja efstu í einkunnagjöf Fréttablaðsins. Þeir eru Haukur Páll, Eiður Aron, Sigurður Egill, Bjarni Ólafur og Anton Ari. Vísir/AntonBesti leikmaður ársins:(Lágmark að fá einkunn í 14 leikjum) 1. Eiður Aron Sigurbjörnsso, Valur 6,93 2. Bjarni Ólafur Eiríksson, Valur 6,65 3. Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík 6,64 4. Gísli Eyjólfsson, Breiðablik 6,62 5. Haukur Páll Sigurðsson, Valur 6,58 5. Guðjón Baldvinsson, Stjarnan 6,58 7. Steven Lennon, FH 6,55 8. Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV 6,50 8. Orri Sigurður Ómarsson, Valur 6,50 8. Hilmar Árni Halldórsson, Stjarnan 6,50 11. Guðjón Pétur Lýðsson, Valur 6,43 12. Birnir Snær Ingason, Fjölnir 6,41 13. Sindri Snær Magnússon, ÍBV 6,40 13. Kwame Quee, Víkingur Ó. 6,40 15. Anton Ari Einarsson, Valur 6,36 16. Pablo Punyed, ÍBV 6,33 16. Christian Martinez, Víkingur Ó. 6,33 16. Atli Arnarsson, ÍBV 6,33 19. Einar Karl Ingvarsson, Valur 6,29 19. Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 6,29 19. Þórður Þorsteinn Þórðarson, ÍA 6,29 22. Baldur Sigurðsson, Stjarnan 6,27 23. Sigurður Egill Lárusson, Valur 6,24 24. Haraldur Björnsson, Stjarnan 6,22 25. Dion Acoff, Valur 6,20 26. Damir Muminovic, Breiðablik 6,18 27. Daníel Laxdal, Stjarnan 6,17 28. Alex Freyr Hilmarsson, Víkingur R. 6,14 29. Jósef Kristinn Jósefsson, Stjarnan 6,14 29. Kristijan Jajalo, Grindavík 6,14 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Sjá meira
Sumarið 2017 var sumar Valsmanna í Pepsi-deildinni og það þarf því ekki að koma neinum á óvart að margir leikmenn Íslandsmeistaranna séu meðal efstu manna í einkunnagjöf Fréttablaðsins og Vísis. Valsliðið á ekki bara tvo efstu mennina, því liðið á fjóra leikmenn á topp tíu, sjö leikmenn á topp tuttugu og 45 prósent af liði ársins hjá Fréttablaðinu og Vísi. Valsvörnin var öðrum fremur það sem lagði grunninn að fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins í tíu ár og tveir bestu leikmenn tímabilsins eru báðir í lykilhlutverkum í henni. Miðvörðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson er leikmaður ársins en hann var með langhæstu meðaleinkunnina eða 6,93. Eiður Aron fékk sjö eða hærra í ellefu af fimmtán leikjum sínum og sýndi mikinn stöðugleika í sínum leik í allt sumar. Eiður Aron er 27 ára gamall Eyjamaður sem spilaði síðast í Pepsi-deildinni sumarið 2014 með ÍBV-liðinu en hefur reynt fyrir sér í Svíþjóð (Örebro SK), Noregi (Sandnes Ulf) og Þýskalandi (Holstein Kiel) sem atvinnumaður. Eiður Aron byrjaði ekki tímabilið með Val en hann fékk félagsskipti frá þýska C-deildarliðinu Holstein Kiel 17. maí.Eiður Aroon í fyrsta leik sínum með Val.Vísir/AntonLét hann sitja á bekknum í fyrstu leikjunumEiður Aron lék sinn fyrsta leik með Val í Pepsi-deildinni á móti KA 18. júní en liðið hélt þá hreinu í 1-0 sigri. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var þá búinn að bíða með hann á varamannabekknum í þremur leikjum í röð án þess að setja hann inn á völlinn. Héldu miklu oftar hreinu Eiður Aron leit hins vegar ekki til baka eftir að honum var afhent byrjunarliðssætið og spilaði síðustu fimmtán leikina. Það má segja að besti leikmaður ársins sé síðasta púslið í meistaravörnina hans Ólafs. Valsliðið hélt einu sinni hreinu í fyrstu sjö leikjum án hans (14 prósent leikja) en sex sinnum hreinu í fimmtán leikjum með hann innanborðs (40 prósent). Vinstri bakvörðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson varð annar í einkunnagjöfinni í sumar en reynsluboltinn var aðeins 0,01 á undan markakónginum Andra Rúnari Bjarnasyni úr Grindavík. Þriðji meðlimur Valsvarnarinnar inn á topp tíu var miðvörðurinn Orri Sigurður Ómarsson sem var í áttunda sætinu en brimbrjóturinn á miðjunni og helsti hjálparkokkur Valsvarnarinnar, Haukur Páll Sigurðsson, varð aftur á móti fimmti.Sjö Valsmenn á topp 20Það eru fleiri Valsmenn meðal efstu manna. Anton Ari Einarsson er efstur markvarða og miðjumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson er næsti maður inn á topp tíu. Miðjumaðurinn Einar Karl Ingvarsson, einn af óvæntu uppgötvunum sumarsins, er síðan sjöundi Valsmaðurinn inn á topp tuttugu. Það eru fleiri minni titlar sem menn tryggja sér. Eiður Aron er besti varnarmaðurinn, Grindvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason besti sóknarmaðurinn, Blikinn Gísli Eyjólfsson besti miðjumaðurinn og Valsmaðurinn Anton Ari Einarsson besti markvörðurinn. Valsmaðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson var besti gamli maðurinn (34 ára og eldri) en Fjölnismaðurinn Birnir Snær Ingason besti ungi leikmaðurinn (21 árs eða yngri). FH-ingurinn Steven Lennon var síðan besti erlendi leikmaður Pepsi-deildarinnar.Hér má sjá fimm Valsmenn umkringja KA-manninn Almar Ormarsson. Allir fimm voru meðal 23ja efstu í einkunnagjöf Fréttablaðsins. Þeir eru Haukur Páll, Eiður Aron, Sigurður Egill, Bjarni Ólafur og Anton Ari. Vísir/AntonBesti leikmaður ársins:(Lágmark að fá einkunn í 14 leikjum) 1. Eiður Aron Sigurbjörnsso, Valur 6,93 2. Bjarni Ólafur Eiríksson, Valur 6,65 3. Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík 6,64 4. Gísli Eyjólfsson, Breiðablik 6,62 5. Haukur Páll Sigurðsson, Valur 6,58 5. Guðjón Baldvinsson, Stjarnan 6,58 7. Steven Lennon, FH 6,55 8. Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV 6,50 8. Orri Sigurður Ómarsson, Valur 6,50 8. Hilmar Árni Halldórsson, Stjarnan 6,50 11. Guðjón Pétur Lýðsson, Valur 6,43 12. Birnir Snær Ingason, Fjölnir 6,41 13. Sindri Snær Magnússon, ÍBV 6,40 13. Kwame Quee, Víkingur Ó. 6,40 15. Anton Ari Einarsson, Valur 6,36 16. Pablo Punyed, ÍBV 6,33 16. Christian Martinez, Víkingur Ó. 6,33 16. Atli Arnarsson, ÍBV 6,33 19. Einar Karl Ingvarsson, Valur 6,29 19. Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 6,29 19. Þórður Þorsteinn Þórðarson, ÍA 6,29 22. Baldur Sigurðsson, Stjarnan 6,27 23. Sigurður Egill Lárusson, Valur 6,24 24. Haraldur Björnsson, Stjarnan 6,22 25. Dion Acoff, Valur 6,20 26. Damir Muminovic, Breiðablik 6,18 27. Daníel Laxdal, Stjarnan 6,17 28. Alex Freyr Hilmarsson, Víkingur R. 6,14 29. Jósef Kristinn Jósefsson, Stjarnan 6,14 29. Kristijan Jajalo, Grindavík 6,14
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Sjá meira