Toyota sér brátt endalok dísilfólksbíla í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2017 10:38 Toyota Avensis. Líklega mun Toyota ekki kynna fleiri nýja bíla knúna dísilvélum í Evrópu þó svo ennþá fáist Toyota bílar í álfunni með dísilvélar. Toyota leitaði í smiðju BMW vegna dísilvéla í Avensis og Auris bílanna fyrir Evrópumarkað. Er það lýsandi fyrir afstöðu Toyota varðandi dísilvélar, en þar á bæ virðist ekki vilji til að þróa nýjar dísilvélar. Þeir nýju bílar sem Toyota mun kynna í Evrópu á næstu árum verða ekki boðnir með dísilvélum og mun því það takmarkaða úrval dísilknúinna Toyota bíla sem fá má nú í álfunni fjara út þegar núverandi kynslóðir Avensis og Auris renna sitt skeið. Ný kynslóð Yaris er ekki í boði með dísilvél í Evrópu, né heldur sportjepplingurinn C-HR og á því má ljóst vera að ekki stendur til að setja á markað nýja bíla sem knúnir eru dísilvélum. Toyota hefur um árabil lagt áherslu á Hybrid bíla með bensínvélum og mun svo áfram verða. Öndvert við marga þýska og franska bílaframleiðendur hefur lítil áhersla verið á dísilknúna bíla hjá Toyota á undanförnum árum. Svo virðist sem Toyota hafi veðjað á réttan hest með því nú þegar andstaða við dísilknúna bíla er orðin mikil í kjölfar dísilvélasvindls Volkswagen. Það eru þó enn nokkrir bílar frá Toyota sem seljast vel með dísilvélum, þ.e. Land Cruiser, Hilux og Proace sendibíllinn og verða þeir allir áfram í boði með dísilvélar. Öðru máli mun þó gegna um fólksbíla Toytoa. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent
Líklega mun Toyota ekki kynna fleiri nýja bíla knúna dísilvélum í Evrópu þó svo ennþá fáist Toyota bílar í álfunni með dísilvélar. Toyota leitaði í smiðju BMW vegna dísilvéla í Avensis og Auris bílanna fyrir Evrópumarkað. Er það lýsandi fyrir afstöðu Toyota varðandi dísilvélar, en þar á bæ virðist ekki vilji til að þróa nýjar dísilvélar. Þeir nýju bílar sem Toyota mun kynna í Evrópu á næstu árum verða ekki boðnir með dísilvélum og mun því það takmarkaða úrval dísilknúinna Toyota bíla sem fá má nú í álfunni fjara út þegar núverandi kynslóðir Avensis og Auris renna sitt skeið. Ný kynslóð Yaris er ekki í boði með dísilvél í Evrópu, né heldur sportjepplingurinn C-HR og á því má ljóst vera að ekki stendur til að setja á markað nýja bíla sem knúnir eru dísilvélum. Toyota hefur um árabil lagt áherslu á Hybrid bíla með bensínvélum og mun svo áfram verða. Öndvert við marga þýska og franska bílaframleiðendur hefur lítil áhersla verið á dísilknúna bíla hjá Toyota á undanförnum árum. Svo virðist sem Toyota hafi veðjað á réttan hest með því nú þegar andstaða við dísilknúna bíla er orðin mikil í kjölfar dísilvélasvindls Volkswagen. Það eru þó enn nokkrir bílar frá Toyota sem seljast vel með dísilvélum, þ.e. Land Cruiser, Hilux og Proace sendibíllinn og verða þeir allir áfram í boði með dísilvélar. Öðru máli mun þó gegna um fólksbíla Toytoa.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent