Uppsagnir og minni sala fylgja Costco Haraldur Guðmundsson skrifar 27. október 2017 06:00 Koma Costco hefur gjörbreytt stöðu margra íslenskra framleiðslufyrirtækja og heildsala. Vísir/eyþór „Þetta hefur haft mikil áhrif á okkar rekstur og það virðist vera samdráttur alls staðar og áhrifin meiri en maður áætlaði,“ segir Pétur Thor Gunnarsson, markaðsstjóri Freyju, um áhrif komu Costco hingað til lands en sælgætisgerðin hefur að hans sögn þurft að segja upp sex manns eða um tíu prósent af starfsliði sínu síðan verslunin var opnuð fyrir rúmum fimm mánuðum. „Samdrátturinn lýsir sér í minni sölu en enginn af okkar núverandi viðskiptavinum er að sýna meiri samdrátt en aðrir heldur er þetta heilt yfir. Hins vegar sjáum við sem betur fer að salan er að batna. Þó við værum með gott vöruúrval í Costco þá myndi það ekki endilega bæta upp fyrir það sem við höfum tapað heldur hefur orðið aukning í sölu á innfluttu sælgæti,“ segir Pétur Thor.Steinþór Skúlason, forstjóri SSVerslunarfyrirtækið Hagar, sem rekur meðal annars Bónus og Hagkaup, greindi á þriðjudag frá því að vörusala þess frá júníbyrjun til ágústloka hefði dregist saman um 2,6 milljarða eða 12,6 prósent milli ára. Þá hefði rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBIDTA) lækkað úr 1,8 milljörðum í 1,1. Breytingar á smásölumarkaði hefðu gjörbreytt samkeppnisumhverfi en verslun Costco í Kauptúni var opnuð í síðustu viku maímánaðar. „Þetta hefur auðvitað áhrif á okkar rekstur þegar stærsti viðskiptavinurinn verður fyrir þeim áhrifum sem lýst er. En eins og kom fram í máli Finns [Árnasonar, forstjóra Haga] eru áhrifin meiri en menn bjuggust við og varanleg en þau eru ekki endilega alveg komin fram,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri heildsölunnar Ísam.Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Ísam„Ég get ekki sagt þér hvað salan hefur minnkað í prósentum en við erum með gríðarlega breitt vöruúrval og samdráttur í sölu er mismunandi eftir því. En það er klárt mál að þetta hefur haft gríðarleg áhrif og sérstaklega í sumar og það kemur illa við okkur því sumarið er okkur mjög mikilvægt,“ segir Bergþóra en Ísam á meðal annars framleiðslufyrirtækin Mylluna, Ora og Frón. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands (SS), sem framleiðir matvæli en er einnig stór heildsali, segir áhrif Costco á íslenskan smásölumarkað meiri en flestir hafi búist við. Ekki hafi verið ástæða til uppsagna hjá SS vegna þessa enn sem komið sé. „Í ákveðnum vöruflokkum merkjum við allt að tíu prósentum minni sölu miðað við það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Við sjáum líka að það eru ákveðin hughrif í gangi. Fólk skiptir svolítið um persónuleika þegar það fer þarna inn og það kannski kaupir fullt af hlutum sem eru ekki ódýrari í öllum tilfellum. Okkur sýnist að þeir hafi náð allt að 20 prósenta markaðshlutdeild í þeim vöruflokkum sem þeir leggja áherslu á,“ segir Steinþór. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
„Þetta hefur haft mikil áhrif á okkar rekstur og það virðist vera samdráttur alls staðar og áhrifin meiri en maður áætlaði,“ segir Pétur Thor Gunnarsson, markaðsstjóri Freyju, um áhrif komu Costco hingað til lands en sælgætisgerðin hefur að hans sögn þurft að segja upp sex manns eða um tíu prósent af starfsliði sínu síðan verslunin var opnuð fyrir rúmum fimm mánuðum. „Samdrátturinn lýsir sér í minni sölu en enginn af okkar núverandi viðskiptavinum er að sýna meiri samdrátt en aðrir heldur er þetta heilt yfir. Hins vegar sjáum við sem betur fer að salan er að batna. Þó við værum með gott vöruúrval í Costco þá myndi það ekki endilega bæta upp fyrir það sem við höfum tapað heldur hefur orðið aukning í sölu á innfluttu sælgæti,“ segir Pétur Thor.Steinþór Skúlason, forstjóri SSVerslunarfyrirtækið Hagar, sem rekur meðal annars Bónus og Hagkaup, greindi á þriðjudag frá því að vörusala þess frá júníbyrjun til ágústloka hefði dregist saman um 2,6 milljarða eða 12,6 prósent milli ára. Þá hefði rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBIDTA) lækkað úr 1,8 milljörðum í 1,1. Breytingar á smásölumarkaði hefðu gjörbreytt samkeppnisumhverfi en verslun Costco í Kauptúni var opnuð í síðustu viku maímánaðar. „Þetta hefur auðvitað áhrif á okkar rekstur þegar stærsti viðskiptavinurinn verður fyrir þeim áhrifum sem lýst er. En eins og kom fram í máli Finns [Árnasonar, forstjóra Haga] eru áhrifin meiri en menn bjuggust við og varanleg en þau eru ekki endilega alveg komin fram,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri heildsölunnar Ísam.Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Ísam„Ég get ekki sagt þér hvað salan hefur minnkað í prósentum en við erum með gríðarlega breitt vöruúrval og samdráttur í sölu er mismunandi eftir því. En það er klárt mál að þetta hefur haft gríðarleg áhrif og sérstaklega í sumar og það kemur illa við okkur því sumarið er okkur mjög mikilvægt,“ segir Bergþóra en Ísam á meðal annars framleiðslufyrirtækin Mylluna, Ora og Frón. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands (SS), sem framleiðir matvæli en er einnig stór heildsali, segir áhrif Costco á íslenskan smásölumarkað meiri en flestir hafi búist við. Ekki hafi verið ástæða til uppsagna hjá SS vegna þessa enn sem komið sé. „Í ákveðnum vöruflokkum merkjum við allt að tíu prósentum minni sölu miðað við það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Við sjáum líka að það eru ákveðin hughrif í gangi. Fólk skiptir svolítið um persónuleika þegar það fer þarna inn og það kannski kaupir fullt af hlutum sem eru ekki ódýrari í öllum tilfellum. Okkur sýnist að þeir hafi náð allt að 20 prósenta markaðshlutdeild í þeim vöruflokkum sem þeir leggja áherslu á,“ segir Steinþór.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira