Handbolti

Haukar lögðu Fram

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðrún Erla Bjarnadóttir
Guðrún Erla Bjarnadóttir vísir/ernir
Haukar höfðu betur gegn Fram í lokaleik 6. umferðar Olís deildar kvenna í handbolta sem fram fór í Safamýrinni í kvöld.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og leiddu gestirnir með einu marki ,11-12, í leikhléi. Lokatölur urðu 22-28 fyrir Hauka, sem jafna með því Framara að stigum.

Fresta þurfti leiknum um hálftíma eftir að leikmaður skaut í ljóskastara í lofti Framheimilisins í upphitun sem olli rafmagnsleysi í húsinu.

María Ines skoraði 9 mörk fyrir Hauka og Guðrún Erla Bjarnadóttir gerði 8.

Hjá Fram var Ragnheiður Júlíusdóttir markahæst með 10 mörk, Sigurbjörg Jóhannsdóttir skoraði 5.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×