Þarf að fara til útlanda til að læra tæknina Guðný Hrönn skrifar 23. október 2017 10:15 Ýr hannar undir merkinu Ýrúrarí og verk eftir hana má sjá á vefnum www.yrurari.com. vísir/ernir „Það er ein frumgerð af vélinni til í London. Það er verið að lagfæra hana töluvert fyrir fyrsta upplagið sem á að vera tilbúið snemma á næsta ári. Ég fæ einu vélina úr þessu upplagi sem fer til Íslands,“ segir textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir sem var að panta sér stafræna prjónavél frá Kniterate. Ýr ætlar því að skella sér til London á næstunni til að læra á vélina og koma með þekkinguna til Íslands. „Ég fékk styrk úr Hönnunarsjóði til að fara til London og hitta einu vélina sem er til. En stofnendur Kniterate, Gerard og Triam, báðu mig um að koma í smá samstarf þar sem ég prófa mína hönnun á vélina,“ segir Ýr sem fékk áhuga á textílhönnun og prjóni þegar hún var níu ára.„Ég hef haft áhuga á að prjóna frá því ég lærði fyrst að prjóna þegar ég var níu ára. Svo hefur sá áhugi bara magnast. Mér finnst tækni líka mjög spennandi og því sérlega gaman að blanda þeim áhugamálum saman.“ „Sérstaða Kniterate-vélarinnar er að hún er ódýr, létt og notendavæn. Þrátt fyrir það ræður hún við að prjóna jafn flóknar aðferðir og stórar, flóknar verksmiðjuvélar,“ segir Ýr þegar hún er spurð út í vélina sem hún var að festa kaup á. „Kniterate er fullkomin vél til að framleiða í litlu magni eða til að gefa hönnuðinum tækifæri á að prufa sig áfram í hönnunarferlinu áður en vara er sett í framleiðslu. Mesta snilldin við hana er svo að maður getur teiknað sniðin og myndirnar upp í Photoshop, Illustrator eða öðrum sambærilegum forritum.“ Á eftir að borga heimsendinguKniterate-vél mun kosta rúma milljón króna og svo bætist við kostnaður við að koma vélinni heim til Íslands. En þar sem Ýr er að forpanta vélina úr fyrsta upplagi fékk hún afslátt, um helmingsafslátt nánar tiltekið „Ég náði að kaupa vél úr fyrsta upplagi. Hún var á töluverðum afslætti þar sem þau hjá Kniterate voru að safna fyrir því að komast til Kína og starta þessu verkefni. Þetta er alls ekki svo dýrt miðað við hvað þessi vél ræður við. Ég á eftir að borga heimsendinguna frá Kína, það verður örugglega einhver dágóð upphæð en það kemur bara í ljós þegar að því kemur,“ segir Ýr sem er að undirbúa Karolinafund-söfnun til að fjármagna vélina. „Þá verð ég með trefla, húfur og aðra hönnun eftir mig sem ég mun gera á vélina.“ En hvað hyggst Ýr gera þegar vélin er komin til landsins? „Ég á eftir að finna mér stað fyrir vélina, ég vil helst hafa hana einhvers staðar þar sem ég get haft hinar prjónavélarnar mínar með. Á stað þar sem er auðvelt fyrir fólk að nálgast vélina svo hönnuðir, listafólk eða bara áhugasamt fólk geti komið og gert tilraunir. Draumurinn væri að ná að opna þar sem hægt er að digital-prenta, þrykkja, vefa, tufta og gera bara allt sem við kemur prótótýpugerð af nýjum efnum. Þetta er stór draumur sem er allavega að nálgast það að rætast með kaupum á þessari Kniterate vél.“ Tíska og hönnun Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
„Það er ein frumgerð af vélinni til í London. Það er verið að lagfæra hana töluvert fyrir fyrsta upplagið sem á að vera tilbúið snemma á næsta ári. Ég fæ einu vélina úr þessu upplagi sem fer til Íslands,“ segir textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir sem var að panta sér stafræna prjónavél frá Kniterate. Ýr ætlar því að skella sér til London á næstunni til að læra á vélina og koma með þekkinguna til Íslands. „Ég fékk styrk úr Hönnunarsjóði til að fara til London og hitta einu vélina sem er til. En stofnendur Kniterate, Gerard og Triam, báðu mig um að koma í smá samstarf þar sem ég prófa mína hönnun á vélina,“ segir Ýr sem fékk áhuga á textílhönnun og prjóni þegar hún var níu ára.„Ég hef haft áhuga á að prjóna frá því ég lærði fyrst að prjóna þegar ég var níu ára. Svo hefur sá áhugi bara magnast. Mér finnst tækni líka mjög spennandi og því sérlega gaman að blanda þeim áhugamálum saman.“ „Sérstaða Kniterate-vélarinnar er að hún er ódýr, létt og notendavæn. Þrátt fyrir það ræður hún við að prjóna jafn flóknar aðferðir og stórar, flóknar verksmiðjuvélar,“ segir Ýr þegar hún er spurð út í vélina sem hún var að festa kaup á. „Kniterate er fullkomin vél til að framleiða í litlu magni eða til að gefa hönnuðinum tækifæri á að prufa sig áfram í hönnunarferlinu áður en vara er sett í framleiðslu. Mesta snilldin við hana er svo að maður getur teiknað sniðin og myndirnar upp í Photoshop, Illustrator eða öðrum sambærilegum forritum.“ Á eftir að borga heimsendinguKniterate-vél mun kosta rúma milljón króna og svo bætist við kostnaður við að koma vélinni heim til Íslands. En þar sem Ýr er að forpanta vélina úr fyrsta upplagi fékk hún afslátt, um helmingsafslátt nánar tiltekið „Ég náði að kaupa vél úr fyrsta upplagi. Hún var á töluverðum afslætti þar sem þau hjá Kniterate voru að safna fyrir því að komast til Kína og starta þessu verkefni. Þetta er alls ekki svo dýrt miðað við hvað þessi vél ræður við. Ég á eftir að borga heimsendinguna frá Kína, það verður örugglega einhver dágóð upphæð en það kemur bara í ljós þegar að því kemur,“ segir Ýr sem er að undirbúa Karolinafund-söfnun til að fjármagna vélina. „Þá verð ég með trefla, húfur og aðra hönnun eftir mig sem ég mun gera á vélina.“ En hvað hyggst Ýr gera þegar vélin er komin til landsins? „Ég á eftir að finna mér stað fyrir vélina, ég vil helst hafa hana einhvers staðar þar sem ég get haft hinar prjónavélarnar mínar með. Á stað þar sem er auðvelt fyrir fólk að nálgast vélina svo hönnuðir, listafólk eða bara áhugasamt fólk geti komið og gert tilraunir. Draumurinn væri að ná að opna þar sem hægt er að digital-prenta, þrykkja, vefa, tufta og gera bara allt sem við kemur prótótýpugerð af nýjum efnum. Þetta er stór draumur sem er allavega að nálgast það að rætast með kaupum á þessari Kniterate vél.“
Tíska og hönnun Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira