Bíó og sjónvarp

Blue Planet 2: Hafið fangað í allri sinni dýrð

Samúel Karl Ólason skrifar
Upprunalegu þættirnir komu út árið 2001 og nú er komið að því að heimsækja hafið aftur.
Upprunalegu þættirnir komu út árið 2001 og nú er komið að því að heimsækja hafið aftur.
Það verður seint hægt að halda því fram að starfsmenn BBC viti ekki hvað þeir eru að gera þegar kemur að náttúrulífsþáttum. Þættirnir Planet Earth og Blue Planet eiga sér nánast enga hliðstæðu, nema þá kannski í Planet Earth 2. Nú er komið að Blue Planet 2.

Upprunalegu þættirnir komu út árið 2001 og nú er komið að því að heimsækja hafið aftur. Fyrsti þátturinn í Blue Planet 2 verður sýndur ytra þann 29. október, en BBC birti í dag aðra stiklu þáttanna.

Framleiðsla Blue Planet 2 tók á fimm ár. Um sjö þætti er að ræða og mun hinn 90 ára gamli David Attenborough talsetja þá.

Í þáttunum munu dýr sjást sem aldrei hafa náðst á filmu áður og var allri nýjustu tækni beitt til að fanga hafið í allri sinni dýrð.

Hér má sjá fyrri stiklu þáttanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.