Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Retor fræðsla kynnir 21. október 2017 09:00 Frá vinstri, Paulina Wiszniewska, verkefnastjóri dagnámskeiða og kennari hjá Retor fræðslu, Aneta M. Matuszewska, skólastjóri Retor fræðslu og kennari og Beata Czajkowska, verkefnastjóri fyrirtækjalausna og kennari. Þær segja tungumálið lykilinn að þátttöku innflytjenda í samfélaginu. Mynd/Eyþór Retor fræðsla stendur fyrir vitundarvakningu um notkun íslensku sem leiðandi tungumáls á vinnustöðum. Enska hafi tekið yfir sem samskiptamáti vegna stefnuleysis stjórnvalda. Styrkir til íslenskukennslu fyrir innflytjendur voru 240 milljónir árið 2008 en 120 milljónir árin 2016 og 2017. Það er áríðandi að breytingar verði í innflytjendamálum, sérstaklega varðandi íslenskukennslu. Ég trúi því að í landi eins og Íslandi séu breytingar mögulegar,“ segir Aneta M. Matuszewska, skólastjóri Retor fræðlsu, en Retor stendur fyrir vitundarvakningu um notkun íslensku sem leiðandi tungumáls á vinnustöðum í stað ensku. Þau benda á að síðustu ár hafi innflytjendum fjölgað hratt og séu í dag 10 prósent af þjóðinni. Spár bendi til þess að eftir tíu ár geti þessi tala nálgast 20%prósent og án verulegrar stefnubreytingar í íslenskukennslu fyrir fullorðna innflytjendur muni það hafa gífurleg áhrif á málið. Íslenskumælandi séu þegar farnir að velja ensku sem skilvirkan samskiptamáta fram yfir íslensku. Þróunin sé augljós og hröð og aðgerða sé þörf til að viðhalda íslenskunni. „Það að kunna málið er lykillinn að því að geta tekið þátt í samfélaginu,“ segir Aneta. „Íslenskukunnátta opnar ótal dyr, ekki bara þær að geta spjallað við íslenska vini sína yfir kaffi, heldur fær fólk tækifæri til þess að nota menntun sína, miðla af þeirri reynslu sem það býr yfir og hugmyndum sínum og á betri möguleika á því að láta drauma sína rætast.“ Aneta flutti hingað til lands frá Póllandi fyrir sautján árum og var au-pair hjá íslenskri fjölskyldu. Þegar þeim samningi lauk hóf hún störf á leikskóla. Hún segir leikskólastarfið hafa verið afar gefandi og hún náði góðum tökum á íslensku. Í framhaldinu fór hún að kenna samlöndum sínum málið. „Ég varð reynslunni ríkari eftir nokkurra ára starf við leikskóla og þegar mér bauðst að kenna Pólverjum íslensku skellti ég mér á það enda fannst mér vanta pólskumælandi kennara. Þetta var mjög áhugavert en þó fannst mér vanta betri lausnir fyrir samlanda mína. Af því að ég er sjálf innflytjandi taldi ég mig vita betur hvernig Pólverjar læra og vildi koma ákveðnum hugmyndum á framfæri. Ég stofnaði því skólann árið 2008.“Stjórnendur og kennarar Retor fræðslu vilja vitundarvakningu um notkun íslensku sem leiðandi tungumáls á vinnustöðum. Fjöldi innflytjenda vaxi hratt og án verulegrar stefnubreytingar í íslenskukennslu fyrir fullorðna innflytjendur muni það hafa gífurleg áhrif á málið. mynd/Retor fræðslaBjargarleysið reyndist hvatning Paulina Wiszniewska, verkefnastjóri dagnámskeiða og kennari við skólann, segir líkt og Aneta tungumálið lykilinn að virkri þátttöku í samfélaginu. Sjálfri hafi henni verið hent út í djúpu laugina á sínum tíma. En það virkaði. „Ég kom frá Póllandi með foreldrum mínum ellefu ára gömul og byrjaði strax í 6. bekk. Þar talaði enginn mitt mál og ég sá strax að ég yrði að læra íslenskuna sem fyrst til þess að geta tekið þátt í skólasamfélaginu. Ég var mjög metnaðarfull, ég vildi verða hluti af öllu undir eins, kynnast krökkunum og eignast vini. Ég lagði mig því mikið fram og lærði íslenskuna reiprennandi á einu ári. Ég var farin að hjálpa öðrum útlenskum krökkum í skólanum með íslenskuna svo þau gætu líka staðið á eigin fótum. Ég lærði líka ensku og dönsku á sama tíma og það má segja að mér hafi verið hent út í djúpu laugina. En ég komst heil út úr því. Ég hef alltaf verið ákveðin og var ekkert feimin við að tala þó ég beygði allt vitlaust,“ segir hún. Paulina lauk sveinsprófi í hárgreiðslu og fyrir þremur árum fór hún að kenna hjá Retor. „Ég vildi deila því sem ég kann með þeim sem þurfa. Með kennslunni hjá Retor get ég gefið fólki tól sem það getur notað til að blómstra sjálft. Ég segi alltaf það sama við nemendur mína: Í gegnum tungumálið tekur fólk þátt í samfélaginu, veit hvað er í gangi og kynnist fólki og landinu. Ekki standa fyrir utan dyrnar! Fólk verður einangrað og líður ekkert vel þegar því finnst það vera utangarðs. Hluti af því að vera hér er að taka þátt í öllu og tungumálið er lykillinn að því.“Hvatninguna vantar „Pólverjar eru afar stór hópur á Íslandi og þar á meðal er fólk sem búið hefur í tíu ár á landinu en talar ekki stakt orð í íslensku því það hefur aldrei þurft að læra hana,“ segir Paulina. „Í opinberum stofunum, bönkum og heilsugæslu fá þau þjónustu sem búið er að þýða, hvatningin er ekki sú sama og var þegar ég kom hingað. Þannig verður til samfélag inni í samfélaginu og fólk lifir eftir sínum reglum, gerir sín innkaup í pólsku búðinni og horfir á pólskar myndir í bíó. Auðvitað er gott að boðið sé upp á þann möguleika en þar af leiðandi er ekki eins mikill hvati fyrir fólk að bjarga sér,“ segirPaulinaÍslendingar grípa strax til ensku Beata Czajkowska, verkefnastjóri fyrirtækjalausna og kennari, segir fólk skipta yfir í ensku um leið og það heyri að hún talar með hreim. Hún er hins vegar með BA í íslensku. Þegar hún kom til íslands talaði hún hvorki ensku né íslensku en enskan varð ofan á. „Ég kom til íslands fyrst 1999 og var í þrjá mánuði. Ég kom aftur 2001, vann í fiski í þrjú ár og lærði ensku en enga íslensku. Árið 2004 ákvað ég að læra íslensku því það var ekki möguleiki fyrir mig að fá aðra vinnu en við ræstingar ef ég talaði ekki málið. Strákurinn minn var einnig að byrja í skóla og ég gat ekki hjálpað honum með námið. Ég ákvað því að fara í háskólann og er í dag með BA í íslensku,“ segir Beata. Hún segir Íslendinga allt of fljóta að skipta yfir í ensku þegar þeir tali við innflytjendur. Það tefji fyrir því að fólk nái tökum á málinu. „Íslendingar eru að sjálfsögðu betri í íslensku en ensku og því skrítið að þeir tali frekar ensku við innflytjendur því innflytjendur tala alls ekki allir ensku. Ég lendi sjálf enn þá í því að fólk skiptir yfir í ensku þegar það heyrir að ég tala með hreim. Við heyrum það frá nemendum okkar að það er alls staðar töluð við þá enska. Fólk fær ekki tækifæri til að æfa sig í að tala. Innflytjendum fjölgar hratt og ef fram fer sem horfir næstu áratugi munu alltaf færri og færri tala íslensku á Íslandi!“Skýrari stefnu og fjármagn Beata segir að skýrari stefnumótun vanti þegar kemur að leikskólamálum. Sonur hennar hafi verið með fjölda pólskra barna á deild og það hafi tafið hann við íslenskuna. „Um leið og hann byrjað í grunnskóla með íslenskum krökkum sýndi hann þvílíkar framfarir. Ég er ekki á móti því að innflytjendur séu saman í leikskóla en kerfið er ekki tilbúið til að taka á móti svo mörgum. Stjórnvöld verða að læra af reynslunni það eru ekki bara verkamenn sem koma hingað til að vinna og stoppa stutt, margir setjast hér að. Ef þeir læra ekki íslensku er miklu meiri hætta á að þeir lendi á atvinnuleysisbótum ef þeir missa vinnuna. Það vantar fjármagn númer eitt tvö og þrjú. Nú er lag, það er uppgangur og hagkerfið blómstrar. Þetta er ekki bara mál innflytjendanna sjálfra heldur allra Íslendinga.“Yfir þúsund nemendur á ári Aneta segir að árlega sæki rúmlega þúsund nemendur kennslu hjá Retor. „Við sérhæfum okkur í íslenskukennslu fyrir Pólverja en við tökum á móti öllum hópum innflytjenda og eru þá blönduðu hóparnir yfirleitt á vegum fyrirtækja sem við þjónustum. Við höfum einnig átt langt samstarf við Vinnumálastofnun þar sem við kennum sérsniðin námskeið til viðbótar við íslenskukennslu. Innflytjendur sjálfir vilja skýrari stefnu. Við erum komin, við viljum taka þátt í að byggja upp landið en ef það er engin stefna í íslenskukennslu verður enskan einfaldlega ofan á. Ég skora því á komandi ríkisstjórn að marka skýra stefnu.“ Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Retor fræðsla stendur fyrir vitundarvakningu um notkun íslensku sem leiðandi tungumáls á vinnustöðum. Enska hafi tekið yfir sem samskiptamáti vegna stefnuleysis stjórnvalda. Styrkir til íslenskukennslu fyrir innflytjendur voru 240 milljónir árið 2008 en 120 milljónir árin 2016 og 2017. Það er áríðandi að breytingar verði í innflytjendamálum, sérstaklega varðandi íslenskukennslu. Ég trúi því að í landi eins og Íslandi séu breytingar mögulegar,“ segir Aneta M. Matuszewska, skólastjóri Retor fræðlsu, en Retor stendur fyrir vitundarvakningu um notkun íslensku sem leiðandi tungumáls á vinnustöðum í stað ensku. Þau benda á að síðustu ár hafi innflytjendum fjölgað hratt og séu í dag 10 prósent af þjóðinni. Spár bendi til þess að eftir tíu ár geti þessi tala nálgast 20%prósent og án verulegrar stefnubreytingar í íslenskukennslu fyrir fullorðna innflytjendur muni það hafa gífurleg áhrif á málið. Íslenskumælandi séu þegar farnir að velja ensku sem skilvirkan samskiptamáta fram yfir íslensku. Þróunin sé augljós og hröð og aðgerða sé þörf til að viðhalda íslenskunni. „Það að kunna málið er lykillinn að því að geta tekið þátt í samfélaginu,“ segir Aneta. „Íslenskukunnátta opnar ótal dyr, ekki bara þær að geta spjallað við íslenska vini sína yfir kaffi, heldur fær fólk tækifæri til þess að nota menntun sína, miðla af þeirri reynslu sem það býr yfir og hugmyndum sínum og á betri möguleika á því að láta drauma sína rætast.“ Aneta flutti hingað til lands frá Póllandi fyrir sautján árum og var au-pair hjá íslenskri fjölskyldu. Þegar þeim samningi lauk hóf hún störf á leikskóla. Hún segir leikskólastarfið hafa verið afar gefandi og hún náði góðum tökum á íslensku. Í framhaldinu fór hún að kenna samlöndum sínum málið. „Ég varð reynslunni ríkari eftir nokkurra ára starf við leikskóla og þegar mér bauðst að kenna Pólverjum íslensku skellti ég mér á það enda fannst mér vanta pólskumælandi kennara. Þetta var mjög áhugavert en þó fannst mér vanta betri lausnir fyrir samlanda mína. Af því að ég er sjálf innflytjandi taldi ég mig vita betur hvernig Pólverjar læra og vildi koma ákveðnum hugmyndum á framfæri. Ég stofnaði því skólann árið 2008.“Stjórnendur og kennarar Retor fræðslu vilja vitundarvakningu um notkun íslensku sem leiðandi tungumáls á vinnustöðum. Fjöldi innflytjenda vaxi hratt og án verulegrar stefnubreytingar í íslenskukennslu fyrir fullorðna innflytjendur muni það hafa gífurleg áhrif á málið. mynd/Retor fræðslaBjargarleysið reyndist hvatning Paulina Wiszniewska, verkefnastjóri dagnámskeiða og kennari við skólann, segir líkt og Aneta tungumálið lykilinn að virkri þátttöku í samfélaginu. Sjálfri hafi henni verið hent út í djúpu laugina á sínum tíma. En það virkaði. „Ég kom frá Póllandi með foreldrum mínum ellefu ára gömul og byrjaði strax í 6. bekk. Þar talaði enginn mitt mál og ég sá strax að ég yrði að læra íslenskuna sem fyrst til þess að geta tekið þátt í skólasamfélaginu. Ég var mjög metnaðarfull, ég vildi verða hluti af öllu undir eins, kynnast krökkunum og eignast vini. Ég lagði mig því mikið fram og lærði íslenskuna reiprennandi á einu ári. Ég var farin að hjálpa öðrum útlenskum krökkum í skólanum með íslenskuna svo þau gætu líka staðið á eigin fótum. Ég lærði líka ensku og dönsku á sama tíma og það má segja að mér hafi verið hent út í djúpu laugina. En ég komst heil út úr því. Ég hef alltaf verið ákveðin og var ekkert feimin við að tala þó ég beygði allt vitlaust,“ segir hún. Paulina lauk sveinsprófi í hárgreiðslu og fyrir þremur árum fór hún að kenna hjá Retor. „Ég vildi deila því sem ég kann með þeim sem þurfa. Með kennslunni hjá Retor get ég gefið fólki tól sem það getur notað til að blómstra sjálft. Ég segi alltaf það sama við nemendur mína: Í gegnum tungumálið tekur fólk þátt í samfélaginu, veit hvað er í gangi og kynnist fólki og landinu. Ekki standa fyrir utan dyrnar! Fólk verður einangrað og líður ekkert vel þegar því finnst það vera utangarðs. Hluti af því að vera hér er að taka þátt í öllu og tungumálið er lykillinn að því.“Hvatninguna vantar „Pólverjar eru afar stór hópur á Íslandi og þar á meðal er fólk sem búið hefur í tíu ár á landinu en talar ekki stakt orð í íslensku því það hefur aldrei þurft að læra hana,“ segir Paulina. „Í opinberum stofunum, bönkum og heilsugæslu fá þau þjónustu sem búið er að þýða, hvatningin er ekki sú sama og var þegar ég kom hingað. Þannig verður til samfélag inni í samfélaginu og fólk lifir eftir sínum reglum, gerir sín innkaup í pólsku búðinni og horfir á pólskar myndir í bíó. Auðvitað er gott að boðið sé upp á þann möguleika en þar af leiðandi er ekki eins mikill hvati fyrir fólk að bjarga sér,“ segirPaulinaÍslendingar grípa strax til ensku Beata Czajkowska, verkefnastjóri fyrirtækjalausna og kennari, segir fólk skipta yfir í ensku um leið og það heyri að hún talar með hreim. Hún er hins vegar með BA í íslensku. Þegar hún kom til íslands talaði hún hvorki ensku né íslensku en enskan varð ofan á. „Ég kom til íslands fyrst 1999 og var í þrjá mánuði. Ég kom aftur 2001, vann í fiski í þrjú ár og lærði ensku en enga íslensku. Árið 2004 ákvað ég að læra íslensku því það var ekki möguleiki fyrir mig að fá aðra vinnu en við ræstingar ef ég talaði ekki málið. Strákurinn minn var einnig að byrja í skóla og ég gat ekki hjálpað honum með námið. Ég ákvað því að fara í háskólann og er í dag með BA í íslensku,“ segir Beata. Hún segir Íslendinga allt of fljóta að skipta yfir í ensku þegar þeir tali við innflytjendur. Það tefji fyrir því að fólk nái tökum á málinu. „Íslendingar eru að sjálfsögðu betri í íslensku en ensku og því skrítið að þeir tali frekar ensku við innflytjendur því innflytjendur tala alls ekki allir ensku. Ég lendi sjálf enn þá í því að fólk skiptir yfir í ensku þegar það heyrir að ég tala með hreim. Við heyrum það frá nemendum okkar að það er alls staðar töluð við þá enska. Fólk fær ekki tækifæri til að æfa sig í að tala. Innflytjendum fjölgar hratt og ef fram fer sem horfir næstu áratugi munu alltaf færri og færri tala íslensku á Íslandi!“Skýrari stefnu og fjármagn Beata segir að skýrari stefnumótun vanti þegar kemur að leikskólamálum. Sonur hennar hafi verið með fjölda pólskra barna á deild og það hafi tafið hann við íslenskuna. „Um leið og hann byrjað í grunnskóla með íslenskum krökkum sýndi hann þvílíkar framfarir. Ég er ekki á móti því að innflytjendur séu saman í leikskóla en kerfið er ekki tilbúið til að taka á móti svo mörgum. Stjórnvöld verða að læra af reynslunni það eru ekki bara verkamenn sem koma hingað til að vinna og stoppa stutt, margir setjast hér að. Ef þeir læra ekki íslensku er miklu meiri hætta á að þeir lendi á atvinnuleysisbótum ef þeir missa vinnuna. Það vantar fjármagn númer eitt tvö og þrjú. Nú er lag, það er uppgangur og hagkerfið blómstrar. Þetta er ekki bara mál innflytjendanna sjálfra heldur allra Íslendinga.“Yfir þúsund nemendur á ári Aneta segir að árlega sæki rúmlega þúsund nemendur kennslu hjá Retor. „Við sérhæfum okkur í íslenskukennslu fyrir Pólverja en við tökum á móti öllum hópum innflytjenda og eru þá blönduðu hóparnir yfirleitt á vegum fyrirtækja sem við þjónustum. Við höfum einnig átt langt samstarf við Vinnumálastofnun þar sem við kennum sérsniðin námskeið til viðbótar við íslenskukennslu. Innflytjendur sjálfir vilja skýrari stefnu. Við erum komin, við viljum taka þátt í að byggja upp landið en ef það er engin stefna í íslenskukennslu verður enskan einfaldlega ofan á. Ég skora því á komandi ríkisstjórn að marka skýra stefnu.“
Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira