Góður mömmustrákur Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 20. október 2017 09:45 MYND/EYÞÓR Vesturbæingurinn og körfuboltastjarnan Kristófer Acox er í senn íslenskur, bandarískur og færeyskur. Hann segist vera kurteist ljúfmenni sem naut tvöfaldrar móðurástar og umhyggju. „Ég hef alltaf verið hógvær og kurteis, enda vel upp alinn af mömmu og ömmu. Ég held fast í það veganesti enda trúi ég að maður komist langt með því að vera almennilegur og ljúfur persónuleiki,“ segir Kristófer Acox sem vakið hefur eftirtekt fyrir fallegan talanda og heillandi framkomu í körfuboltasenunni. „Ég er eina barn mömmu og mikill mömmustrákur. Ég ólst upp hjá mömmu og móðurömmu minni, sem féll frá 2011, en við vorum öll mjög náin. Ég naut mikils dekurs hjá þeim mæðgum og ef mamma vildi ekki gera eitthvað fyrir mig var amma alltaf tilbúin í staðinn og ég fékk það sem ég vildi og hafði allt til alls. Ég verð þeim að eilífu þakklátur, enda voru forréttindi að alast upp við tvöfalda ást og umhyggju,“ segir Kristófer og brosir blítt. Barnsskónum sleit Kristófer í Vesturbænum þar sem hann hefur búið mestan part ævinnar. Hann gekk í Vesturbæjarskóla, Hagaskóla og Kvennaskólann í Reykjavík og æfði íþróttir hjá KR. „Ég er KR-ingur í húð og hár. Lék fótbolta í níu ár og fór ekki að æfa körfubolta af viti fyrr en fjórtán ára. Mér gekk vel í fótboltanum, hafði mjög mikinn áhuga og stefndi á að verða atvinnumaður, en á sama tíma blundaði í mér áhugi fyrir körfubolta. Pabbi spilaði körfu og þegar ég lengdist upp í stóran slána vildu þjálfarar KR fá mig á æfingar. Ég mætti svona stundum en fann að áhuginn lá fótboltamegin,“ segir Kristófer sem árið 2008 komst í úrtak U15-landsliða beggja íþróttagreina og var valinn áfram í körfuboltalandsliðið. „Þá ákvað ég að snúa mér alfarið að körfubolta enda taldi ég fleiri tækifæri liggja þar. Ég saknaði þó lengi vel fótboltans og fannst erfitt að hætta en þegar ég var kominn á fullt í körfunni sá ég ekki eftir neinu.“ Kristófer hefur alltaf með sér verndarengil frá ömmu sinni þegar hann fer í flug eða ferðast um langan veg, og lét húðflúra sama engil á vinstri handlegg sinn.MYND/EYÞÓRRasskjöt og skerpikjöt í dálæti Þegar Kristófer er beðinn um að lýsa sínum innri manni svarar hann: „Ég er góður strákur, afspyrnu róleg og afslöppuð týpa, og hef góð áhrif á fólk. Yngri var ég feiminn og lítill í mér, átti erfitt með að kynnast nýju fólki og fara út fyrir þægindarammann. Það rjátlaðist af mér með árunum og gerði mér gott að flytjast vestur um haf þar sem háskólaárin mótuðu mig mun meira en ég átti von á. Ég þroskaðist mikið, varð opnari sem manneskja, fékk nýja lífssýn og önnur viðhorf.“ Kristófer horfir með hlýju til uppvaxtaráranna. „Ég átti dásamlega æsku. Við vinirnir sem kynntumst í Vesturbænum og KR erum enn mjög nánir og eyddum dögunum í fótbolta, íþróttum og tölvuspili. Þegar kom að unglingsárunum í Hagaskóla lét ég allt partístand og áfengi eiga sig og það var aldrei neitt vesen á mér, enda stóð mamma sig gríðarlega vel í uppeldinu. Ég fann heldur aldrei fyrir fordómum vegna þess að ég var dekkri á hörund en flestir; í mesta lagi smá stríðni en aldrei neinu ljótu, sem betur fer.“ Móðir Kristófers er Edna María Jakobsen, hálf-færeysk. „Ég er því einn fjórði Íslendingur, fjórðungur Færeyingur og hálfur Kani. Móðurfólk mitt býr flest í Færeyjum þangað sem við fórum árlega og héldum jól á meðan ég ólst upp. Ég tala því bæði og skil færeysku og held mikið upp á færeyska skerpikjötið og rasskjötið,“ segir Kristófer sem ber hlýjan hug til Færeyja. Faðir Kristófers er körfuboltamaðurinn Terry Acox sem lék með ÍA snemma á tíunda áratugnum. „Körfubolti er mér því í blóð borinn og pabbi mín stærsta fyrirmynd. Við hittumst ekki fyrr en á unglingsárunum þegar ég fór í körfuboltabúðir með KR til Bandaríkjanna og ákveðið var að ég flygi í heimsókn til pabba í Suður-Karólínu á eftir. Pabbi tók mér innilega vel og seinna bjó ég hjá honum í ár og gekk í gagnfræðaskóla (e. high school). Við erum nánir og miklir vinir í dag og er ég mjög þakklátur fyrir samband okkar,“ segir Kristófer, sem þótti gott að hafa föður sinn, konu hans og yngri systur í tveggja tíma akstursfjarlægð frá Furman-háskólanum. „Við pabbi erum heilmikið líkir. Við erum báðir þekktir fyrir að hoppa hátt en stökkkraftinn og líkamsburðina hef ég frá pabba. Þeir sem þekkja til segja okkur hafa sama göngulag og líkamstjáningu, og víst hef ég séð það sjálfur.“Kristófer finnst best að slaka á um helgar, fara í bíó, út að borða eða hafa það kósí heima með kærustunni, Dórótheu Jóhannesdóttur. Hann langar að eyða helginni í bústað í sveitinni og segist geta borðað endalaust af hlaupi, súkkulaði og ís.MYND/EYÞÓRLangaði að verða tannlæknir Kristófer útskrifaðist í vor með BA-gráðu í heilbrigðisvísindum frá Furman-háskóla í Greenville, Suður-Karólínu. Þar lék hann körfubolta með háskólaliðinu Furman Paladins. „Mig langaði alltaf að verða tannlæknir og fór utan með það í huga en námið reyndist of strangt til að vera á fullu í körfuboltanum á sama tíma. Ég reyndi líka við tölvunarfræði en námið var of yfirgripsmikið með körfunni. Ég þurfti því að velja og hafna og valdi grunnnám í heilbrigðisvísindum sem er góður grunnur fyrir frekara nám á því sviði. Við sjáum nú til með tannlækninn en áður en ég tek næstu skref vil ég spila körfubolta eins lengi og ég get.“ Kristófer segir stóran mun á háskólaboltanum vestra og íslenskum körfubolta. „Bandarískur háskólabolti er sér á parti og ekki jafn frjáls og boltinn hér heima. Kaninn heldur uppi ströngum aga því margir leikmanna koma úr slæmu umhverfi og þar gilda allt aðrar reglur. Æfingar eru langar, tíðar og strangar og tók tíma að aðlagast. Þá þurfti að sýna öllum leikmönnum sömu framkomu og þurfti ég að díla við margt sem átti ekki við sökum þess að næsti maður hafði ekki verið jafn heppinn og ég á uppvaxtarárunum.“ Kristófer dregur ekki dul á að það hafi tekið á að fara utan, úr örygginu og frá ættingjum og vinum heima. „Í bíómyndum sér maður háskólaboltann í rósrauðum ljóma en veruleikinn er allt annar en maður átti von á. Ég þjáðist af heimþrá fyrstu tvö árin og var við það að gefast upp, en tímdi ekki að kasta frá mér tveimur háskólaárum og ákvað að halda þetta út. Þegar upp var staðið gerði þessi tími líka heilmargt gott fyrir mig sem körfuboltamann og einstakling, og ég sé alls ekki eftir honum.“ Kristófer er samningsbundinn Íslandsmeisturum KR út leiktímabilið en nýkominn heim frá Filippseyjum þar sem hann lék með körfuboltaliðinu Star Hotshots í lok leiktímabilsins eystra. „Ég fílaði mig mjög vel á Filippseyjum en hafði aldrei dreymt um að fara þangað sökum flughræðslu og langs ferðalags. Körfubolti er stærsta sport Filippseyinga og deildinni skipt í þrennt. Í fyrstu deild mega Filippseyingar einir spila, í annarri deild mega hávaxnir útlendingar spila og í þeirri þriðju, sem ég lék í, má vera einn útlendingur en ekki hærri en 1,98 sentimetrar, sem er akkúrat mín hæð. Við komumst í undanúrslit en duttum þar út, og ég fer ekki aftur nema að annað tilboð berist næsta sumar.“ Kristófer segist hafa verið einkar sjúkdóma- og lífhræddur sem barn. „Ég lá alltaf fyrir dauðanum þegar eitthvað smávægilegt kom upp á, en hef sem betur fer hrist það af mér. Á Filippseyjum fékk ég hins vegar ótal moskítóbit og fékk að vita á æfingu að tugur manna hefði látist af völdum moskítóbits þá vikuna. Það gerði mig létt nojaðan en annars er ég alveg slakur,“ segir hann hlæjandi.Kristófer segist vera einhæfur þegar kemur að hæfileikum en það gæti komið öðrum á óvart að hann syngur mikið þegar hann er einn heima. „Ég tel mig hafa þokkalega góða söngrödd og það er aldrei að vita hvað ég geri við hana í framtíðinni.“MYND/EYÞÓRMeð verndarengil ömmu Kristófer dreymir um að komast í deild þeirra bestu, sama hvar í heiminum það er. „Auðvitað er raunhæfast að eltast við stærri deildirnar í Evrópu en annars er maður í þessu til að setja sér markmið. Það væri draumur að spila í NBA, EuroLeague eða deildum af sama kalíberi, og auðvitað að fá að ferðast um heiminn og sjá mismunandi staði.“ Hann segir körfuboltann góðan skóla fyrir lífið. „Hann hefur kennt mér að ekkert er sjálfgefið og að vinna þurfi fyrir hlutunum, sama hversu góður maður er. Í körfubolta, eins og í lífinu, þarf maður að leggja sig allan fram. Stundum eru leikir eða úrslit ósanngjörn, rétt eins og lífið stundum er, en þá skiptir máli hvernig brugðist er við. Ætlar maður að gefast upp, eða halda áfram og gera betur næst?“ spyr Kristófer, sem er ekki hjátrúarfullur fyrir leiki en gætir þess að borða og sofa vel og þarf helst að hlusta á Drake og fleiri rappa áður en hann fer út á gólfið. „Ég hef líka alltaf meðferðis verndarengil sem amma mín gaf mér þegar ég flýg eða ferðast um langan veg og lét húðflúra engilinn hennar ömmu á vinstri handlegginn, mér til verndar. Þá skipta númer á treyjum mig frekar miklu máli. Í Bandaríkjunum var ég númer 21, sem er númer eins míns besta vinar úr fótboltanum, en hjá KR er ég með lukkutöluna mína 6.“ Í liðum sínum segist Kristófer færa liðsfélögunum orku og drifkraft. „Ég er orkubolti sem reynir að skapa drífandi stemningu og vera leiðtogi. Ég veit ég hef góð áhrif á félaga mína og reyni allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa liðinu að vinna.“ Og Kristófer skortir ekki heilræði handa þeim sem vilja ná langt í íþróttum. „Besta ráðið er að vinna alltaf meira en næsti maður og missa ekki trúna á sjálfum sér þótt á móti blási. Sjálfstraustið þarf að vera í lagi og maður má aldrei leyfa öðrum að eyðileggja fyrir manni eða telja úr manni kjark. Sama hvað gerist, skal maður alltaf halda áfram og vinna sem mest í sjálfum sér. Þá kemst maður eins langt og maður getur.“ Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Sjá meira
Vesturbæingurinn og körfuboltastjarnan Kristófer Acox er í senn íslenskur, bandarískur og færeyskur. Hann segist vera kurteist ljúfmenni sem naut tvöfaldrar móðurástar og umhyggju. „Ég hef alltaf verið hógvær og kurteis, enda vel upp alinn af mömmu og ömmu. Ég held fast í það veganesti enda trúi ég að maður komist langt með því að vera almennilegur og ljúfur persónuleiki,“ segir Kristófer Acox sem vakið hefur eftirtekt fyrir fallegan talanda og heillandi framkomu í körfuboltasenunni. „Ég er eina barn mömmu og mikill mömmustrákur. Ég ólst upp hjá mömmu og móðurömmu minni, sem féll frá 2011, en við vorum öll mjög náin. Ég naut mikils dekurs hjá þeim mæðgum og ef mamma vildi ekki gera eitthvað fyrir mig var amma alltaf tilbúin í staðinn og ég fékk það sem ég vildi og hafði allt til alls. Ég verð þeim að eilífu þakklátur, enda voru forréttindi að alast upp við tvöfalda ást og umhyggju,“ segir Kristófer og brosir blítt. Barnsskónum sleit Kristófer í Vesturbænum þar sem hann hefur búið mestan part ævinnar. Hann gekk í Vesturbæjarskóla, Hagaskóla og Kvennaskólann í Reykjavík og æfði íþróttir hjá KR. „Ég er KR-ingur í húð og hár. Lék fótbolta í níu ár og fór ekki að æfa körfubolta af viti fyrr en fjórtán ára. Mér gekk vel í fótboltanum, hafði mjög mikinn áhuga og stefndi á að verða atvinnumaður, en á sama tíma blundaði í mér áhugi fyrir körfubolta. Pabbi spilaði körfu og þegar ég lengdist upp í stóran slána vildu þjálfarar KR fá mig á æfingar. Ég mætti svona stundum en fann að áhuginn lá fótboltamegin,“ segir Kristófer sem árið 2008 komst í úrtak U15-landsliða beggja íþróttagreina og var valinn áfram í körfuboltalandsliðið. „Þá ákvað ég að snúa mér alfarið að körfubolta enda taldi ég fleiri tækifæri liggja þar. Ég saknaði þó lengi vel fótboltans og fannst erfitt að hætta en þegar ég var kominn á fullt í körfunni sá ég ekki eftir neinu.“ Kristófer hefur alltaf með sér verndarengil frá ömmu sinni þegar hann fer í flug eða ferðast um langan veg, og lét húðflúra sama engil á vinstri handlegg sinn.MYND/EYÞÓRRasskjöt og skerpikjöt í dálæti Þegar Kristófer er beðinn um að lýsa sínum innri manni svarar hann: „Ég er góður strákur, afspyrnu róleg og afslöppuð týpa, og hef góð áhrif á fólk. Yngri var ég feiminn og lítill í mér, átti erfitt með að kynnast nýju fólki og fara út fyrir þægindarammann. Það rjátlaðist af mér með árunum og gerði mér gott að flytjast vestur um haf þar sem háskólaárin mótuðu mig mun meira en ég átti von á. Ég þroskaðist mikið, varð opnari sem manneskja, fékk nýja lífssýn og önnur viðhorf.“ Kristófer horfir með hlýju til uppvaxtaráranna. „Ég átti dásamlega æsku. Við vinirnir sem kynntumst í Vesturbænum og KR erum enn mjög nánir og eyddum dögunum í fótbolta, íþróttum og tölvuspili. Þegar kom að unglingsárunum í Hagaskóla lét ég allt partístand og áfengi eiga sig og það var aldrei neitt vesen á mér, enda stóð mamma sig gríðarlega vel í uppeldinu. Ég fann heldur aldrei fyrir fordómum vegna þess að ég var dekkri á hörund en flestir; í mesta lagi smá stríðni en aldrei neinu ljótu, sem betur fer.“ Móðir Kristófers er Edna María Jakobsen, hálf-færeysk. „Ég er því einn fjórði Íslendingur, fjórðungur Færeyingur og hálfur Kani. Móðurfólk mitt býr flest í Færeyjum þangað sem við fórum árlega og héldum jól á meðan ég ólst upp. Ég tala því bæði og skil færeysku og held mikið upp á færeyska skerpikjötið og rasskjötið,“ segir Kristófer sem ber hlýjan hug til Færeyja. Faðir Kristófers er körfuboltamaðurinn Terry Acox sem lék með ÍA snemma á tíunda áratugnum. „Körfubolti er mér því í blóð borinn og pabbi mín stærsta fyrirmynd. Við hittumst ekki fyrr en á unglingsárunum þegar ég fór í körfuboltabúðir með KR til Bandaríkjanna og ákveðið var að ég flygi í heimsókn til pabba í Suður-Karólínu á eftir. Pabbi tók mér innilega vel og seinna bjó ég hjá honum í ár og gekk í gagnfræðaskóla (e. high school). Við erum nánir og miklir vinir í dag og er ég mjög þakklátur fyrir samband okkar,“ segir Kristófer, sem þótti gott að hafa föður sinn, konu hans og yngri systur í tveggja tíma akstursfjarlægð frá Furman-háskólanum. „Við pabbi erum heilmikið líkir. Við erum báðir þekktir fyrir að hoppa hátt en stökkkraftinn og líkamsburðina hef ég frá pabba. Þeir sem þekkja til segja okkur hafa sama göngulag og líkamstjáningu, og víst hef ég séð það sjálfur.“Kristófer finnst best að slaka á um helgar, fara í bíó, út að borða eða hafa það kósí heima með kærustunni, Dórótheu Jóhannesdóttur. Hann langar að eyða helginni í bústað í sveitinni og segist geta borðað endalaust af hlaupi, súkkulaði og ís.MYND/EYÞÓRLangaði að verða tannlæknir Kristófer útskrifaðist í vor með BA-gráðu í heilbrigðisvísindum frá Furman-háskóla í Greenville, Suður-Karólínu. Þar lék hann körfubolta með háskólaliðinu Furman Paladins. „Mig langaði alltaf að verða tannlæknir og fór utan með það í huga en námið reyndist of strangt til að vera á fullu í körfuboltanum á sama tíma. Ég reyndi líka við tölvunarfræði en námið var of yfirgripsmikið með körfunni. Ég þurfti því að velja og hafna og valdi grunnnám í heilbrigðisvísindum sem er góður grunnur fyrir frekara nám á því sviði. Við sjáum nú til með tannlækninn en áður en ég tek næstu skref vil ég spila körfubolta eins lengi og ég get.“ Kristófer segir stóran mun á háskólaboltanum vestra og íslenskum körfubolta. „Bandarískur háskólabolti er sér á parti og ekki jafn frjáls og boltinn hér heima. Kaninn heldur uppi ströngum aga því margir leikmanna koma úr slæmu umhverfi og þar gilda allt aðrar reglur. Æfingar eru langar, tíðar og strangar og tók tíma að aðlagast. Þá þurfti að sýna öllum leikmönnum sömu framkomu og þurfti ég að díla við margt sem átti ekki við sökum þess að næsti maður hafði ekki verið jafn heppinn og ég á uppvaxtarárunum.“ Kristófer dregur ekki dul á að það hafi tekið á að fara utan, úr örygginu og frá ættingjum og vinum heima. „Í bíómyndum sér maður háskólaboltann í rósrauðum ljóma en veruleikinn er allt annar en maður átti von á. Ég þjáðist af heimþrá fyrstu tvö árin og var við það að gefast upp, en tímdi ekki að kasta frá mér tveimur háskólaárum og ákvað að halda þetta út. Þegar upp var staðið gerði þessi tími líka heilmargt gott fyrir mig sem körfuboltamann og einstakling, og ég sé alls ekki eftir honum.“ Kristófer er samningsbundinn Íslandsmeisturum KR út leiktímabilið en nýkominn heim frá Filippseyjum þar sem hann lék með körfuboltaliðinu Star Hotshots í lok leiktímabilsins eystra. „Ég fílaði mig mjög vel á Filippseyjum en hafði aldrei dreymt um að fara þangað sökum flughræðslu og langs ferðalags. Körfubolti er stærsta sport Filippseyinga og deildinni skipt í þrennt. Í fyrstu deild mega Filippseyingar einir spila, í annarri deild mega hávaxnir útlendingar spila og í þeirri þriðju, sem ég lék í, má vera einn útlendingur en ekki hærri en 1,98 sentimetrar, sem er akkúrat mín hæð. Við komumst í undanúrslit en duttum þar út, og ég fer ekki aftur nema að annað tilboð berist næsta sumar.“ Kristófer segist hafa verið einkar sjúkdóma- og lífhræddur sem barn. „Ég lá alltaf fyrir dauðanum þegar eitthvað smávægilegt kom upp á, en hef sem betur fer hrist það af mér. Á Filippseyjum fékk ég hins vegar ótal moskítóbit og fékk að vita á æfingu að tugur manna hefði látist af völdum moskítóbits þá vikuna. Það gerði mig létt nojaðan en annars er ég alveg slakur,“ segir hann hlæjandi.Kristófer segist vera einhæfur þegar kemur að hæfileikum en það gæti komið öðrum á óvart að hann syngur mikið þegar hann er einn heima. „Ég tel mig hafa þokkalega góða söngrödd og það er aldrei að vita hvað ég geri við hana í framtíðinni.“MYND/EYÞÓRMeð verndarengil ömmu Kristófer dreymir um að komast í deild þeirra bestu, sama hvar í heiminum það er. „Auðvitað er raunhæfast að eltast við stærri deildirnar í Evrópu en annars er maður í þessu til að setja sér markmið. Það væri draumur að spila í NBA, EuroLeague eða deildum af sama kalíberi, og auðvitað að fá að ferðast um heiminn og sjá mismunandi staði.“ Hann segir körfuboltann góðan skóla fyrir lífið. „Hann hefur kennt mér að ekkert er sjálfgefið og að vinna þurfi fyrir hlutunum, sama hversu góður maður er. Í körfubolta, eins og í lífinu, þarf maður að leggja sig allan fram. Stundum eru leikir eða úrslit ósanngjörn, rétt eins og lífið stundum er, en þá skiptir máli hvernig brugðist er við. Ætlar maður að gefast upp, eða halda áfram og gera betur næst?“ spyr Kristófer, sem er ekki hjátrúarfullur fyrir leiki en gætir þess að borða og sofa vel og þarf helst að hlusta á Drake og fleiri rappa áður en hann fer út á gólfið. „Ég hef líka alltaf meðferðis verndarengil sem amma mín gaf mér þegar ég flýg eða ferðast um langan veg og lét húðflúra engilinn hennar ömmu á vinstri handlegginn, mér til verndar. Þá skipta númer á treyjum mig frekar miklu máli. Í Bandaríkjunum var ég númer 21, sem er númer eins míns besta vinar úr fótboltanum, en hjá KR er ég með lukkutöluna mína 6.“ Í liðum sínum segist Kristófer færa liðsfélögunum orku og drifkraft. „Ég er orkubolti sem reynir að skapa drífandi stemningu og vera leiðtogi. Ég veit ég hef góð áhrif á félaga mína og reyni allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa liðinu að vinna.“ Og Kristófer skortir ekki heilræði handa þeim sem vilja ná langt í íþróttum. „Besta ráðið er að vinna alltaf meira en næsti maður og missa ekki trúna á sjálfum sér þótt á móti blási. Sjálfstraustið þarf að vera í lagi og maður má aldrei leyfa öðrum að eyðileggja fyrir manni eða telja úr manni kjark. Sama hvað gerist, skal maður alltaf halda áfram og vinna sem mest í sjálfum sér. Þá kemst maður eins langt og maður getur.“
Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Sjá meira