Samkvæmt heimildarmanni People þá mun parið hafa verið að fara fram og tilbaka með samband sitt undanfarna mánuði en bæði eru þau með strembna stundaskrá í tónleikahaldi sem erfitt reyndist að púsla saman.
Þetta hefur verið erfitt ár fyrir Gomez en í sumar gekkst hún undir nýrnaígræðslu og hefur verið hægt og rólega að koma sér aftur í vinnu. Það sem vakti athygli fjölmiðla vestanhafs var að Gomez sást um helgina með fyrrum kærasta sínum, Justin Bieber. Mögulega er kvikna aftur í gömlum glæðum?
