Sölvi Geir kveður atvinnumennskuna með þessari mynd | Einn sá eftirsóttasti í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2017 17:15 Sölvi Geir Ottesen vann þrjá stóra titla með FCK. Vísir/Getty Sölvi Geir Ottesen mun að öllum líkindum spila í Pepsi-deildinni næsta sumar. Hann hefur í það minnsta gefið það út að hann sé á heimleið. Sölvi Geir tilkynnti það á Instagram að tíma hans erlendis sé að ljúka. Hann birtir með mynd af sér í búningi allra átta félaganna sem hann hefur spilað með í atvinnumennsku. „Tími minn í útlöndum er á enda og ég vil þakka öllu fólkinu, öllum liðsfélögunum, öllu starfsfólkinu, öllum stuðningsmönnunum, vinunum og fjölskyldunni sem tóku þátt í þessu ferðalagi með mér," skrifaði Sölvi inn á Instagram í dag. My time playing abroad as come to an end and I want to thank all the people, teammates, staff, fans, friends and family that took part on this journey with me #djurgården #sønderjyske #fckøbenhavn #fcural #jiangsusainty #wuhanzall #buriramutd #guangzhourf A post shared by Sölvi Ottesen (@solviottesen) on Nov 7, 2017 at 3:31am PST Sölvi Geir er 33 ára gamall varnarmaður og hefur spilað í atvinnumennsku í þrettán ár eða síðan að hann yfirgaf Víkinga eftir 2004 tímabilið. Sölvi Geir hefur síðan leiki í Svíþjóð, Danmörku, Rússlandi og Kína. Hann var að klára tímabilið með kínverska félaginu Guangzhou R&F sem endaði í fimmta sæti. Sölvi hefur spilað með fjórum félögum í Kína frá 2015. Sölvi Geir varð tvisvar sinnum danskur meistari með FC Kaupmannahöfn (2011 og 2013) og varð bæði sænskur meistari á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku með Djurgården (2005). Sölvi Geir hefur leikið 28 landsleiki fyrir Ísland, þann fyrsta á móti Póllandi 2005 og þann síðasta á móti Finnlandi í janúar 2016. Það er ljóst að íslensku félögin munu keppast um undirskrift Sölva Geirs en hann hefur meðal annars verið orðaður við FH sem og fleiri félög í Pepsi-deildinni. Hér er á ferðinni einn sá eftirsóttasti fyrir íslensku félögin á félagsskiptamarkaðnum í vetur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Sjá meira
Sölvi Geir Ottesen mun að öllum líkindum spila í Pepsi-deildinni næsta sumar. Hann hefur í það minnsta gefið það út að hann sé á heimleið. Sölvi Geir tilkynnti það á Instagram að tíma hans erlendis sé að ljúka. Hann birtir með mynd af sér í búningi allra átta félaganna sem hann hefur spilað með í atvinnumennsku. „Tími minn í útlöndum er á enda og ég vil þakka öllu fólkinu, öllum liðsfélögunum, öllu starfsfólkinu, öllum stuðningsmönnunum, vinunum og fjölskyldunni sem tóku þátt í þessu ferðalagi með mér," skrifaði Sölvi inn á Instagram í dag. My time playing abroad as come to an end and I want to thank all the people, teammates, staff, fans, friends and family that took part on this journey with me #djurgården #sønderjyske #fckøbenhavn #fcural #jiangsusainty #wuhanzall #buriramutd #guangzhourf A post shared by Sölvi Ottesen (@solviottesen) on Nov 7, 2017 at 3:31am PST Sölvi Geir er 33 ára gamall varnarmaður og hefur spilað í atvinnumennsku í þrettán ár eða síðan að hann yfirgaf Víkinga eftir 2004 tímabilið. Sölvi Geir hefur síðan leiki í Svíþjóð, Danmörku, Rússlandi og Kína. Hann var að klára tímabilið með kínverska félaginu Guangzhou R&F sem endaði í fimmta sæti. Sölvi hefur spilað með fjórum félögum í Kína frá 2015. Sölvi Geir varð tvisvar sinnum danskur meistari með FC Kaupmannahöfn (2011 og 2013) og varð bæði sænskur meistari á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku með Djurgården (2005). Sölvi Geir hefur leikið 28 landsleiki fyrir Ísland, þann fyrsta á móti Póllandi 2005 og þann síðasta á móti Finnlandi í janúar 2016. Það er ljóst að íslensku félögin munu keppast um undirskrift Sölva Geirs en hann hefur meðal annars verið orðaður við FH sem og fleiri félög í Pepsi-deildinni. Hér er á ferðinni einn sá eftirsóttasti fyrir íslensku félögin á félagsskiptamarkaðnum í vetur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Sjá meira