300 hestafla VW Polo R í prófunum Finnur Thorlacius skrifar 2. nóvember 2017 10:33 Svona gæti Volkswagen Polo R litið út. Þrátt fyrir að fyrirhugaður Volkswagen Polo með 200 hestöfl undir húddinu sé ekki ennþá kominn á markað er Volkswagen að vinna að þróun enn öflugri gerð bílsins smávaxna og þá með 300 hestöfl tiltæk. Breskir fjölmiðlar greina frá því að sést hafi til þessa bíls í höfuðstöðvum Volkswagen í Wolfsburg og að búið sé að framleiða nokkur eintök af honum. Vélin í þessum bíl er sú sama og finna má í Volkswagen Golf R. Svo vel vill til að 2,0 lítra vélin úr Golf R passar í vélarhús Polo og því þarf engar breytingar að gera á bílnum til að ljá honum öllu þessu afli. Þessi aflmikli Polo getur einnig fengið fjórhjóladrif svo tryggja megi að allt aflið skili sér í malbikið. Það er þó ekki víst að svo verði þar sem bíllinn færi þá að ógna Golf R í upptöku og eiginleikum og að auki yrði bíllinn fyrir vikið óhóflega dýr. Ef af þessum Polo R verður yrði það þó ekki í fyrsta skipti sem mjög öflugur Polo er markaðssetur því að Volkswagen hefur áður sett á markað 2.500 bíla af Polo R WRC og var hann framleiddur í takmörkuðu magni með 217 hestöfl undir húddinu. Slíkt yrði ekki uppá tengingnum með nýjan öflugan Polo, hann yrði hefðbundin framleiðslugerð Polo án takmarkana um framleiðslumagn. Þannig gæti hann bæst í sívaxandi R-bíla flóru Volkswagen þar sem brátt bættast við Tiguan R, Arteon R og Touareg R. Þá gæti einnig bæst við T-Roc R og hefur sést til þess bíls í prófunum, eins og í tilfelli Polo R. Þessi R-væðing Volkswagen bíla mun síðan einnig smitast til annarra undirmerkja Volkswagen bílasamstæðunnar og fær einhver bíll frá Seat, sem og Skoda þessa vél einnig. Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent
Þrátt fyrir að fyrirhugaður Volkswagen Polo með 200 hestöfl undir húddinu sé ekki ennþá kominn á markað er Volkswagen að vinna að þróun enn öflugri gerð bílsins smávaxna og þá með 300 hestöfl tiltæk. Breskir fjölmiðlar greina frá því að sést hafi til þessa bíls í höfuðstöðvum Volkswagen í Wolfsburg og að búið sé að framleiða nokkur eintök af honum. Vélin í þessum bíl er sú sama og finna má í Volkswagen Golf R. Svo vel vill til að 2,0 lítra vélin úr Golf R passar í vélarhús Polo og því þarf engar breytingar að gera á bílnum til að ljá honum öllu þessu afli. Þessi aflmikli Polo getur einnig fengið fjórhjóladrif svo tryggja megi að allt aflið skili sér í malbikið. Það er þó ekki víst að svo verði þar sem bíllinn færi þá að ógna Golf R í upptöku og eiginleikum og að auki yrði bíllinn fyrir vikið óhóflega dýr. Ef af þessum Polo R verður yrði það þó ekki í fyrsta skipti sem mjög öflugur Polo er markaðssetur því að Volkswagen hefur áður sett á markað 2.500 bíla af Polo R WRC og var hann framleiddur í takmörkuðu magni með 217 hestöfl undir húddinu. Slíkt yrði ekki uppá tengingnum með nýjan öflugan Polo, hann yrði hefðbundin framleiðslugerð Polo án takmarkana um framleiðslumagn. Þannig gæti hann bæst í sívaxandi R-bíla flóru Volkswagen þar sem brátt bættast við Tiguan R, Arteon R og Touareg R. Þá gæti einnig bæst við T-Roc R og hefur sést til þess bíls í prófunum, eins og í tilfelli Polo R. Þessi R-væðing Volkswagen bíla mun síðan einnig smitast til annarra undirmerkja Volkswagen bílasamstæðunnar og fær einhver bíll frá Seat, sem og Skoda þessa vél einnig.
Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent