Það verður ekki auðvelt fyrir UFC að fá Conor McGregor aftur í búrið því hann er kominn á þann stað á sínum ferli að hann þarf að fá vel greitt til þess að berjast.
Conor hefur áður talað um að vilja eignast hlut í UFC og fá að koma að skipulagningu viðburða. Hann hefur þegar stofnað McGregor Promotions og vill að það fyrirtæki taki þátt í vinnu með UFC. McGregor Promotions tók þátt í að auglýsa bardaga Conors og Floyd Mayweather.
„Við erum að semja. Þeir þurfa að heilla mig því ég var að koma úr milljarðabardaga. Ég vil fá greitt og ég vil fá að vera með puttana í hlutunum. Ég vil eiga í UFC og fá að skipuleggja viðburði. Það þarf svona hluti til að fá mig aftur í búrið þar sem ég vil líka vera,“ sagði Conor áður en heimildarmynd um hann var frumsýnd í Dublin í gær.
Degi áður sagðist hann vilja berjast næst við Tony Ferguson um beltið sitt í UFC. Hann dró aðeins í land með það í gær.
„Það eru tveir gaurar sem koma til greina í tveimur íþróttum. Ég er líka með bolta á lofti í boxinu,“ sagði Conor en hann talaði einnig um að hann myndi vinna Floyd Mayweather í hringnum ef hann fengi annað tækifæri til þess.
Conor vill eignast hlut í UFC
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið






„Ég trúi þessu varla“
Sport

Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val
Íslenski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn