Vel fléttuð fantasía full af hasar, ógnum og góðum boðskap Helga Birgisdóttir skrifar 1. nóvember 2017 15:00 Bækur Galdra-Dísa Gunnar Theodór Eggertsson Útgefandi: Vaka-Helgafell Prentun: Bookwell Digital Oy, Finnlandi Síðufjöldi: 328 Kápuhönnun: Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson Galdra-Dísa er framhald verðlaunabókarinnar Drauga-Dísu og fjallar, eins og titillinn gefur til kynna, um sömu aðalpersónu, unglingsstúlkuna Dísu, sem mátti reyna sitthvað í fyrri bókinni en ekkert í líkingu við það sem hún nú stendur frammi fyrir. Í fyrstu köflunum eru lesendur leiddir inn í forsöguna; hvernig á því stendur að Dísa kunni að galdra, hvers vegna svo margir líta hana hornauga og ástæðu þess að á heimili hennar býr táningspilturinn Björn sem á ættir að rekja út á land og lengst aftur til fortíðar. Sagan er því vel skiljanleg þeim sem ekki hafa lesið Drauga-Dísu en að kynningu lokinni langar eflaust flesta til þess. Ég hef alls ekki tölu á öllum þeim kynjakvikindum sem koma við sögu í Galdra-Dísu en get fullyrt að aldrei nokkurn tíma hef ég lesið um sprelllifandi og illskeyttar risaeðlur í unglingafantasíu – en þær hef ég þó lesið í gámavís. Risaeðlurnar, skuggarnir, árarnir og fjárarnir sem spretta fram á síðunum eru til marks um óþrjótandi ímyndunarafl Gunnars Theodórs og þess hvers ímyndunaraflið getur verið megnugt. Sköpunarkraftur höfundar afmarkast þó ekki við ótrúleg kvikindi heldur er söguþráðurinn marglaga og flókinn. Dísa stendur í ströngu og fyrir utan að eiga við Björn frá fortíðinni, þarf hún að takast á við erfiða hljómsveitarmeðlimi, skólafélaga sína og foreldra. Ofan á þetta bætist stúlka, Kíana að nafni, sem er flóttamaður á Íslandi en á rætur að rekja til landsins Gambíelu þar sem allt logar í átökum. Dísa fyllist löngun til að hjálpa stúlkunni og landinu sjálfu og inn í þetta blandast töfrar, bæði góðir og skelfilega slæmir. Dísa flækist á milli landa og tímaskeiða, allt til að bjarga vinkonu sinni, Gambíelu og Birni en þetta er hrottalega hættulegt ferðalag. Stærsta áskorunin er þó án efa sú að Dísa þarf að horfast í augu við sjálfa sig, eigin gjörðir og mistök og sætta sig við að taka afleiðingum þeirra. Og það þurfa fleiri en hún að gera. Galdra-Dísa er vel skrifuð og spennandi bók enda Gunnar Theodór mikill fléttusmiður. Lesandinn hefur vart undan að lesa, svo mikið er á seyði. Í öllum hasarnum hefur sjálf persónusköpunin orðið örlítið útundan og persónurnar verða fyrir vikið heldur flatar. Ofan á bætist margítrekaður boðskapur bókarinnar, sem felst meðal annars í því að líta í eigin barm og hugsa ekki aðeins um sjálfan sig en það er auðvitað nokkuð sem hvert og eitt mannsbarn hefur gott af að vera minnt á oft á lífsleiðinni.Niðurstaða: Vel fléttaður og ansi ógnvekjandi hasar fyrir fantasíuaðdáendur á öllum aldri.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. nóvember. Bókmenntir Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Lífið samstarf „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Galdra-Dísa Gunnar Theodór Eggertsson Útgefandi: Vaka-Helgafell Prentun: Bookwell Digital Oy, Finnlandi Síðufjöldi: 328 Kápuhönnun: Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson Galdra-Dísa er framhald verðlaunabókarinnar Drauga-Dísu og fjallar, eins og titillinn gefur til kynna, um sömu aðalpersónu, unglingsstúlkuna Dísu, sem mátti reyna sitthvað í fyrri bókinni en ekkert í líkingu við það sem hún nú stendur frammi fyrir. Í fyrstu köflunum eru lesendur leiddir inn í forsöguna; hvernig á því stendur að Dísa kunni að galdra, hvers vegna svo margir líta hana hornauga og ástæðu þess að á heimili hennar býr táningspilturinn Björn sem á ættir að rekja út á land og lengst aftur til fortíðar. Sagan er því vel skiljanleg þeim sem ekki hafa lesið Drauga-Dísu en að kynningu lokinni langar eflaust flesta til þess. Ég hef alls ekki tölu á öllum þeim kynjakvikindum sem koma við sögu í Galdra-Dísu en get fullyrt að aldrei nokkurn tíma hef ég lesið um sprelllifandi og illskeyttar risaeðlur í unglingafantasíu – en þær hef ég þó lesið í gámavís. Risaeðlurnar, skuggarnir, árarnir og fjárarnir sem spretta fram á síðunum eru til marks um óþrjótandi ímyndunarafl Gunnars Theodórs og þess hvers ímyndunaraflið getur verið megnugt. Sköpunarkraftur höfundar afmarkast þó ekki við ótrúleg kvikindi heldur er söguþráðurinn marglaga og flókinn. Dísa stendur í ströngu og fyrir utan að eiga við Björn frá fortíðinni, þarf hún að takast á við erfiða hljómsveitarmeðlimi, skólafélaga sína og foreldra. Ofan á þetta bætist stúlka, Kíana að nafni, sem er flóttamaður á Íslandi en á rætur að rekja til landsins Gambíelu þar sem allt logar í átökum. Dísa fyllist löngun til að hjálpa stúlkunni og landinu sjálfu og inn í þetta blandast töfrar, bæði góðir og skelfilega slæmir. Dísa flækist á milli landa og tímaskeiða, allt til að bjarga vinkonu sinni, Gambíelu og Birni en þetta er hrottalega hættulegt ferðalag. Stærsta áskorunin er þó án efa sú að Dísa þarf að horfast í augu við sjálfa sig, eigin gjörðir og mistök og sætta sig við að taka afleiðingum þeirra. Og það þurfa fleiri en hún að gera. Galdra-Dísa er vel skrifuð og spennandi bók enda Gunnar Theodór mikill fléttusmiður. Lesandinn hefur vart undan að lesa, svo mikið er á seyði. Í öllum hasarnum hefur sjálf persónusköpunin orðið örlítið útundan og persónurnar verða fyrir vikið heldur flatar. Ofan á bætist margítrekaður boðskapur bókarinnar, sem felst meðal annars í því að líta í eigin barm og hugsa ekki aðeins um sjálfan sig en það er auðvitað nokkuð sem hvert og eitt mannsbarn hefur gott af að vera minnt á oft á lífsleiðinni.Niðurstaða: Vel fléttaður og ansi ógnvekjandi hasar fyrir fantasíuaðdáendur á öllum aldri.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. nóvember.
Bókmenntir Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Lífið samstarf „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira