Skytturnar unnu grannaslaginn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Harry Kane er búinn að vera sjóðheitur í vetur.
Harry Kane er búinn að vera sjóðheitur í vetur. vísir/getty
Arsenal bar sigurorð af Tottenham í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Leikurinn var frekar daufur framan af og ekki mikið markvert sem gerðist fyrr en Shkodran Mustafi kom Arsenal yfir með frábærum skalla á 36. mínútu.

Alexis Sanchez tvöfaldaði svo forystu Arsenal aðeins fimm mínútum seinna.

Í seinni hálfleik réði Arsenal öllu á vellinum og var sigur þeirra í raun aldrei í hættu þrátt fyrir að Tottenham hafi náð að ógna Petr Cech aðeins.

Mesut Özil, sem fengið hefur mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína með Arsenal í vetur, var frábær í leiknum og stóðu stuðningsmenn Arsenal upp fyrir honum er hann yfirgaf völlinn.

Arsenal er nú með 22 stig í deildinni, stigi minna heldur en Tottenham.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira