Sigurvegarinn fær afnot af lúxusíbúð í New York í heilt ár Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 11:00 Arna Ýr fær mikla athygli og er undantekningalaust spáð í topp tíu. Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir, fyrrverandi ungfrú Ísland og núverandi Miss Universe Iceland, keppir fyrir hönd Íslands í Miss Universe sunnudaginn 26. nóvember en keppnin fer fram í Las Vegas. „Hún er svo 1000% tilbúin í þetta,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir, eigandi Miss Universe Iceland, en hún hefur dvalið með Örnu Ýri Jónsdóttur úti í Las Vegas þar sem keppnin verður haldin. Manuela hefur verið Örnu innan handar með undirbúninginn, en lokakvöld keppninnar fer fram á hótelinu Planet Hollywood Casino.Manuela er Örnu til halds og trausts úti.„Við erum 93 sem keppum um titilinn Miss Universe. Það er heilmikil samkeppni en góður andi í hópnum,“ segir Arna Ýr sem er alls ekki óvön keppnum af þessu tagi. Frægt er að hún dró sig út úr keppninni Miss Grand International á síðasta ári eftir að eigandi þeirrar keppni gerði athugasemd við holdafar hennar. Á þeim tímapunkti var hún staðráðin í að taka aldrei aftur þátt í keppni af þessu tagi en um ákvörðun sína um að taka þátt í Miss Universe sagði Arna Ýr í viðtali sem birtist við hana á Vísi fyrr í haust: „Ég sagði að nú væri komið gott af lélegum keppnum og ég sætti mig ekki við neitt nema góðar keppnir. Það er það sem fólk er að misskilja.“„Ég ætlaði bara að hætta að láta mig hafa eitthvað sem ég væri ekki að fíla. Þessi keppni var númer 1, 2 og 3 æðisleg og þess vegna er ég í þessu.“ Þær stöllur Manuela og Arna Ýr eru duglegar að setja inn myndir á Instagram og Snapchat (@manuelaosk) – Arna er með snappið fyrir Miss Universe Iceland (@missuniverseice) og þar geta áhugasamir fylgst með því sem gerist bak við tjöldin.Miss Universe fer fram í Las Vegas 26. nóvember.„Ég nýt hverrar mínútu hérna, þetta hefur verið meiriháttar reynsla og allt allt annað en í fyrra. Það er heilmikill undirbúningur fyrir svona keppni, eitthvað sem maður gerir ekki einn. Manuela og Jorge (annar af eigendum Miss Universe Iceland) hafa stutt vel við bakið á mér og leitt mig áfram í þessu ævintýri.“ Það er til mikils að vinna og stúlkan sem hlýtur titilinn Miss Universe mun fá afnot af lúxusíbúð í New York í heilt ár og jafnframt fá laun þann tíma. Aðstandendur Miss Universe eru með heilmikla góðgerðarstarfsemi og verður eitt meginhlutverk stúlkunnar sem vinnur að vera sendiherra keppninnnar og sinna ýmsum góðgerðarstörfum víðsvegar um heiminn. Keppnin verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni FOX og henni verður líka streymt á netið. Miss Universe Iceland Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Sjá meira
Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir, fyrrverandi ungfrú Ísland og núverandi Miss Universe Iceland, keppir fyrir hönd Íslands í Miss Universe sunnudaginn 26. nóvember en keppnin fer fram í Las Vegas. „Hún er svo 1000% tilbúin í þetta,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir, eigandi Miss Universe Iceland, en hún hefur dvalið með Örnu Ýri Jónsdóttur úti í Las Vegas þar sem keppnin verður haldin. Manuela hefur verið Örnu innan handar með undirbúninginn, en lokakvöld keppninnar fer fram á hótelinu Planet Hollywood Casino.Manuela er Örnu til halds og trausts úti.„Við erum 93 sem keppum um titilinn Miss Universe. Það er heilmikil samkeppni en góður andi í hópnum,“ segir Arna Ýr sem er alls ekki óvön keppnum af þessu tagi. Frægt er að hún dró sig út úr keppninni Miss Grand International á síðasta ári eftir að eigandi þeirrar keppni gerði athugasemd við holdafar hennar. Á þeim tímapunkti var hún staðráðin í að taka aldrei aftur þátt í keppni af þessu tagi en um ákvörðun sína um að taka þátt í Miss Universe sagði Arna Ýr í viðtali sem birtist við hana á Vísi fyrr í haust: „Ég sagði að nú væri komið gott af lélegum keppnum og ég sætti mig ekki við neitt nema góðar keppnir. Það er það sem fólk er að misskilja.“„Ég ætlaði bara að hætta að láta mig hafa eitthvað sem ég væri ekki að fíla. Þessi keppni var númer 1, 2 og 3 æðisleg og þess vegna er ég í þessu.“ Þær stöllur Manuela og Arna Ýr eru duglegar að setja inn myndir á Instagram og Snapchat (@manuelaosk) – Arna er með snappið fyrir Miss Universe Iceland (@missuniverseice) og þar geta áhugasamir fylgst með því sem gerist bak við tjöldin.Miss Universe fer fram í Las Vegas 26. nóvember.„Ég nýt hverrar mínútu hérna, þetta hefur verið meiriháttar reynsla og allt allt annað en í fyrra. Það er heilmikill undirbúningur fyrir svona keppni, eitthvað sem maður gerir ekki einn. Manuela og Jorge (annar af eigendum Miss Universe Iceland) hafa stutt vel við bakið á mér og leitt mig áfram í þessu ævintýri.“ Það er til mikils að vinna og stúlkan sem hlýtur titilinn Miss Universe mun fá afnot af lúxusíbúð í New York í heilt ár og jafnframt fá laun þann tíma. Aðstandendur Miss Universe eru með heilmikla góðgerðarstarfsemi og verður eitt meginhlutverk stúlkunnar sem vinnur að vera sendiherra keppninnnar og sinna ýmsum góðgerðarstörfum víðsvegar um heiminn. Keppnin verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni FOX og henni verður líka streymt á netið.
Miss Universe Iceland Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“