Birkir Hólm lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Icelandair Hörður Ægisson skrifar 15. nóvember 2017 09:16 Birkir Hólm Guðnason hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Icelandair frá árinu 2008. Birkir Hólm Guðnason, sem hefur verið framkvæmdastjóri Icelandair frá árinu 2008, hefur látið af störfum hjá félaginu samhliða breytingum sem stjórn Icelandair Group hefur ákveðið að gera á skipulagi samstæðunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu flugfélagsins til Kauphallarinnar í morgun. Þar segir að breytingarnar feli í sér að rekstur og starfsemi Icelandair Group og Icelandair verði samþætt þannig að einn forstjóri verði yfir báðum félögum og auk þess sem fjármálasvið félaganna verða sameinuð. Forstjóri verður Björgólfur Jóhannsson og framkvæmdastjóri fjármála verður Bogi Nils Bogason. Þá verða IGS, sem sinnir flugþjónustu á Keflavíkurflugvelli, og Icelandair Cargo, hluti af Icelandair, en þessi félög hafa verið dótturfélög Icelandair Group. Með breytingunni á að nást fram skýrari áhersla á kjarnastarfsemi Icelandair Group og er samþættingin sögð skref í átt að aukinni einföldun og hagkvæmni í rekstri. Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair Group, segir í tilkynningu að breytingin sé liður í því að styrkja félagið enn frekar og skerpa á áherslum í rekstrinum. „Flugstarfsemi félagsins vegur þyngst í rekstri og afkomu samstæðunnar og það er mikilvægt að skipulag félagsins endurspegli þá staðreynd. Félagið er í sterkri stöðu til að takast á við breytingar í rekstrarumhverfinu og nýta tækifæri sem gefast á mörkuðum félagsins. Breytingin styður við áframhaldandi sókn félagsins og gerir því kleift að sinna áfram þörfum viðskiptavina sinna á hagkvæman hátt með góða þjónustu að leiðarljósi. Ég vil þakka Birki Hólm Guðnasyni fyrir gott starf sem framkvæmdastjóri Icelandair. Hann á stóran þátt í vexti og velgengni félagsins á undanförnum árum,“ segir Úlfar. Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira
Birkir Hólm Guðnason, sem hefur verið framkvæmdastjóri Icelandair frá árinu 2008, hefur látið af störfum hjá félaginu samhliða breytingum sem stjórn Icelandair Group hefur ákveðið að gera á skipulagi samstæðunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu flugfélagsins til Kauphallarinnar í morgun. Þar segir að breytingarnar feli í sér að rekstur og starfsemi Icelandair Group og Icelandair verði samþætt þannig að einn forstjóri verði yfir báðum félögum og auk þess sem fjármálasvið félaganna verða sameinuð. Forstjóri verður Björgólfur Jóhannsson og framkvæmdastjóri fjármála verður Bogi Nils Bogason. Þá verða IGS, sem sinnir flugþjónustu á Keflavíkurflugvelli, og Icelandair Cargo, hluti af Icelandair, en þessi félög hafa verið dótturfélög Icelandair Group. Með breytingunni á að nást fram skýrari áhersla á kjarnastarfsemi Icelandair Group og er samþættingin sögð skref í átt að aukinni einföldun og hagkvæmni í rekstri. Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair Group, segir í tilkynningu að breytingin sé liður í því að styrkja félagið enn frekar og skerpa á áherslum í rekstrinum. „Flugstarfsemi félagsins vegur þyngst í rekstri og afkomu samstæðunnar og það er mikilvægt að skipulag félagsins endurspegli þá staðreynd. Félagið er í sterkri stöðu til að takast á við breytingar í rekstrarumhverfinu og nýta tækifæri sem gefast á mörkuðum félagsins. Breytingin styður við áframhaldandi sókn félagsins og gerir því kleift að sinna áfram þörfum viðskiptavina sinna á hagkvæman hátt með góða þjónustu að leiðarljósi. Ég vil þakka Birki Hólm Guðnasyni fyrir gott starf sem framkvæmdastjóri Icelandair. Hann á stóran þátt í vexti og velgengni félagsins á undanförnum árum,“ segir Úlfar.
Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira