Verklagsbreytingar í dómgæslu: Útilokun fylgir nú alltaf blátt spjald Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2017 14:58 Frammarinn Sigurður Örn Þorsteinsson fékk umdeilt rautt og blátt spjald á dögunum. mynd/skjáskot Gerðar hafa verið verklagsbreytingar varðandi rauð og blá spjöld í dómgæslu í handboltanum hérna heima. Blátt spjald fylgir nú alltaf rauðu spjaldi, sem er ekki fyrir þrjár tveggja mínútna brottvísanir, og málið fer alltaf fyrir aganefnd HSÍ. Þetta verklag tók gildi í síðustu viku. „Við erum ekki að breyta reglum, heldur verklaginu hvernig við klárum þetta. Dómurum var uppálagt, ef þeir voru í vafa hvort greinar 8.6 og 8.10 sem krefjast bláa spjaldsins, ættu við, að lyfta bláa spjaldinu. Þeir gætu því annað hvort dregið það til baka eða það færi áfram fyrir aganefnd,“ sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, í samtali við Vísi. „Ef þeir gerðu það ekki og brotið verðskuldaði bláa spjaldið gátu þeir ekki bætt því við. Breytingin er sú að alltaf þegar rautt spjald er gefið, fyrir annað en þriðju brottvísun, á bláa spjaldið alltaf að fylgja. Hugmyndin er að þetta fari alltaf fyrir aganefnd.“ Guðjón segir að það séu fyrirmæli til allra dómara og eftirlitsmanna hjá EHF að rauðu spjaldi eigi alltaf að fylgja blátt spjald. En hver er þá tilgangurinn með þessu umtalaða bláa spjaldi? „Upphaflega var þetta hugsað til að greina á milli alvarleika brota. En það hefur sýnt sig að dómarar eru ekki tilbúnir að taka þessa ákvörðun inni á velli með tilvísun í ákveðna reglu. Það virkar ekki. Þess vegna setur EHF þetta sem kröfu, að það sé alltaf blátt spjald með útilokun og það svo tæklað eftir leik,“ sagði Guðjón. Hann bætti því við að í þarsíðustu umferð Olís-deildar karla hafi sést að gamla fyrirkomulagið virki ekki. „Það fóru nokkur rauð spjöld á loft en ekki blátt nema í einu tilfelli. Það voru brot þar, sem verðskulduðu greinilega blátt líka, sem ekkert var hægt að gera við. Það er ekki sanngjarnt gagnvart einum eða neinum,“ sagði Guðjón að lokum. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Sjá meira
Gerðar hafa verið verklagsbreytingar varðandi rauð og blá spjöld í dómgæslu í handboltanum hérna heima. Blátt spjald fylgir nú alltaf rauðu spjaldi, sem er ekki fyrir þrjár tveggja mínútna brottvísanir, og málið fer alltaf fyrir aganefnd HSÍ. Þetta verklag tók gildi í síðustu viku. „Við erum ekki að breyta reglum, heldur verklaginu hvernig við klárum þetta. Dómurum var uppálagt, ef þeir voru í vafa hvort greinar 8.6 og 8.10 sem krefjast bláa spjaldsins, ættu við, að lyfta bláa spjaldinu. Þeir gætu því annað hvort dregið það til baka eða það færi áfram fyrir aganefnd,“ sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, í samtali við Vísi. „Ef þeir gerðu það ekki og brotið verðskuldaði bláa spjaldið gátu þeir ekki bætt því við. Breytingin er sú að alltaf þegar rautt spjald er gefið, fyrir annað en þriðju brottvísun, á bláa spjaldið alltaf að fylgja. Hugmyndin er að þetta fari alltaf fyrir aganefnd.“ Guðjón segir að það séu fyrirmæli til allra dómara og eftirlitsmanna hjá EHF að rauðu spjaldi eigi alltaf að fylgja blátt spjald. En hver er þá tilgangurinn með þessu umtalaða bláa spjaldi? „Upphaflega var þetta hugsað til að greina á milli alvarleika brota. En það hefur sýnt sig að dómarar eru ekki tilbúnir að taka þessa ákvörðun inni á velli með tilvísun í ákveðna reglu. Það virkar ekki. Þess vegna setur EHF þetta sem kröfu, að það sé alltaf blátt spjald með útilokun og það svo tæklað eftir leik,“ sagði Guðjón. Hann bætti því við að í þarsíðustu umferð Olís-deildar karla hafi sést að gamla fyrirkomulagið virki ekki. „Það fóru nokkur rauð spjöld á loft en ekki blátt nema í einu tilfelli. Það voru brot þar, sem verðskulduðu greinilega blátt líka, sem ekkert var hægt að gera við. Það er ekki sanngjarnt gagnvart einum eða neinum,“ sagði Guðjón að lokum.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Sjá meira