Kortleggur vandamálið við Apu í Simpsons-þáttunum Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2017 13:24 Hari Kondabolu hefur oft fjallað um búðareigandann Apu í uppistandi sínu. Vísir/Getty Bandaríski grínistinn Hari Kondabolu gerir tilraun til að kortleggja vandamálið við persónuna Apu, búðareigandann í þáttunum um Simpsons-fjölskylduna, í nýrri heimildarmynd sem frumsýnd verður á kvikmyndahátíð í New York í kvöld. Kondabolu, sem er af indverskum ættum líkt og persónan Apu, segist hafa orðið aðdáandi Simpsons-þáttanna frá því að persónurnar birtust fyrst á skjám Bandaríkjamanna í innslögum í skemmtiþættinum The Tracy Ullman Show árið 1989. Síðar var ákveðið að gera sérstaka þætti um fjölskylduna og hafa nú verið framleiddar heilar 29 þáttaraðir. Kondabolu segir persónuna Apu þó ávallt hafa farið eitthvað öfugt ofan í sig, einnig þegar hann var barn. Apu Nahasapeemapetilon er eigandi verslunarinnar Kwik-E-Mart í bænum Springfield og virðast allar staðalímyndir sem Bandaríkjamenn hafa haft um suðurásíska innflytendur birtast í persónunni. Kondabolu hefur oft rætt um Apu í uppistandi sínu og ákvað hann að gera heimildarmyndina eftir að eitt atriðið úr sýningu hans varð sérstaklega vinsælt í netheimum.„Til að byrja með var ég mjög spenntur níu ára strákur þar sem brún andlit voru ekki algeng í sjónvarpinu,“ segir Kondabolu í samtali við NBC, og bætir við að síðar hafi runnið á hann tvær grímur. Hann segir það hafa verið sérstaklega erfitt að kyngja því að leikarinn Hank Azaria, sem er hvítur, hafi ljáð persónunni rödd sína. „Að ímynda sér að hvítur gaur kæmi með þessa rödd, það var kvöl og pína. Þetta var eins og að verða fyrir einelti frá aðila handan sjónvarpsskjásins.“ Í myndinni fjallar Kondabalu meðal annars um sögu indverskra innflytjenda í Bandaríkjunum, indverska vísnasöngvara, og hvernig hreimur Apu varð til. Sömuleiðis ræðir hann við grínista og leikara af indverskum ættum og hvernig þeim hefur verið boðið að fara með hlutverk í Hollywood sem byggja á staðalímyndum. Kondabalu ræðir í mynd sinni meðal annars við leikara á borð við Aziz Ansari, Kal Penn, Aparna Nancherla, Hasan Minhaj,Russell Peters, Sakina Jaffrey, Aasif Mandvi og Danny Pudi „Ég hata Apu,“ er haft eftir Kal Penn í myndinni.Sjá má stiklu úr myndinni að neðan. Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Sjá meira
Bandaríski grínistinn Hari Kondabolu gerir tilraun til að kortleggja vandamálið við persónuna Apu, búðareigandann í þáttunum um Simpsons-fjölskylduna, í nýrri heimildarmynd sem frumsýnd verður á kvikmyndahátíð í New York í kvöld. Kondabolu, sem er af indverskum ættum líkt og persónan Apu, segist hafa orðið aðdáandi Simpsons-þáttanna frá því að persónurnar birtust fyrst á skjám Bandaríkjamanna í innslögum í skemmtiþættinum The Tracy Ullman Show árið 1989. Síðar var ákveðið að gera sérstaka þætti um fjölskylduna og hafa nú verið framleiddar heilar 29 þáttaraðir. Kondabolu segir persónuna Apu þó ávallt hafa farið eitthvað öfugt ofan í sig, einnig þegar hann var barn. Apu Nahasapeemapetilon er eigandi verslunarinnar Kwik-E-Mart í bænum Springfield og virðast allar staðalímyndir sem Bandaríkjamenn hafa haft um suðurásíska innflytendur birtast í persónunni. Kondabolu hefur oft rætt um Apu í uppistandi sínu og ákvað hann að gera heimildarmyndina eftir að eitt atriðið úr sýningu hans varð sérstaklega vinsælt í netheimum.„Til að byrja með var ég mjög spenntur níu ára strákur þar sem brún andlit voru ekki algeng í sjónvarpinu,“ segir Kondabolu í samtali við NBC, og bætir við að síðar hafi runnið á hann tvær grímur. Hann segir það hafa verið sérstaklega erfitt að kyngja því að leikarinn Hank Azaria, sem er hvítur, hafi ljáð persónunni rödd sína. „Að ímynda sér að hvítur gaur kæmi með þessa rödd, það var kvöl og pína. Þetta var eins og að verða fyrir einelti frá aðila handan sjónvarpsskjásins.“ Í myndinni fjallar Kondabalu meðal annars um sögu indverskra innflytjenda í Bandaríkjunum, indverska vísnasöngvara, og hvernig hreimur Apu varð til. Sömuleiðis ræðir hann við grínista og leikara af indverskum ættum og hvernig þeim hefur verið boðið að fara með hlutverk í Hollywood sem byggja á staðalímyndum. Kondabalu ræðir í mynd sinni meðal annars við leikara á borð við Aziz Ansari, Kal Penn, Aparna Nancherla, Hasan Minhaj,Russell Peters, Sakina Jaffrey, Aasif Mandvi og Danny Pudi „Ég hata Apu,“ er haft eftir Kal Penn í myndinni.Sjá má stiklu úr myndinni að neðan.
Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Sjá meira