5 hlutir sem þú vissir ekki um Katrínu Jakobsdóttur Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 19:30 Það vantar ekki gáfurnar hjá Jakobsbörnum en auk þess sem Katrín dúxaði slógu bræður hennar í gegn í Gettu betur á sínum tíma. Margt bendir til þess að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, verði næsti forsætisráðherra Íslands. Að því tilefni ákváðum við að kíkja í kistu minninganna og draga upp fimm hluti sem fólk ef til vill vissi ekki um Katrínu.1. Lægsta einkunn í leikfimi Katrín útskrifaðist úr Menntaskólanum við Sund, MS, árið 1996 með 9,7 í aðaleinkunn. Á þeim tíma var það hæsta aðaleinkunn sem stúdent við MS hafði fengið. „Ég hef svo sem enga töfraformúlu fyrir dúxa, en ég lærði vel fyrir prófin,“ sagði Katrín í viðtali við Morgunblaðið eftir útskriftina. Í viðtalinu kom einnig fram að lægsta einkunn Katrínar var í leikfimi. Í því fagi fékk hún 8, sem kom Katrínu sjálfri mikið á óvart. „Ég skil nú bara ekkert í þessu, því mér fannst mjög gaman í leikfiminni, mætti alltaf, kennarinn var frábær og ég fékk 9 í kennaraeinkunn.“2. Elskar Alfreð Önd og appelsínugula drykki með regnhlíf Katrín var öflug í starfi stúdentahreyfingarinnar Röskvu á háskólaárum sínum og svaraði spurningum í Stúdentablaðinu árið 1999, þar sem meðlimir Röskvu og Vöku voru yfirheyrðir. Í yfirheyrslunni sagði Katrín að Vegamót væri uppáhaldsskemmtistaðurinn sinn, að Alfreð Önd væri uppáhaldssjónvarpsþátturinn sinn og að allir appelsínugulir drykkir með regnhlífum væru eftirlætisdrykkir sínir.3. Yfirmaður Ingu Lindar Ári síðar ritstýrði Katrín Jakobsdóttir Stúdentablaðinu, en ráðning hennar sem ritstjóra var fremur umdeild þar sem hún var öflug í pólitísku starfi fyrir Röskvu innan Háskóla Íslands. Meðal undirmanna Katrínar í ritnefnd blaðsins var Inga Lind Karlsdóttir, sem í dag er hvað þekktust sem sjónvarpsstjarna og stýrir meðal annars raunveruleikaþættinum The Biggest Loser. Athygli vekur einnig að Þorbjörg Gunnlaugsdóttir var líka í ritnefnd Stúdentablaðsins á þessum tíma en hún var í framboði fyrir Viðreisn í nýafstöðnum Alþingiskosningum.4. Keanu Reeves fastinn í tilverunni „Keanu Reeves er mitt ídol.“ Svona hófst viðtal við Katrínu í Fréttablaðinu árið 2003 í lið sem kallaðist Maður að mínu skapi. Þar var hún spurð út í átrúnaðargoðin sín og var hún yfir sig hrifin af leikaranum geðþekka Keanu Reeves, sem er hvað þekktastur fyrir leik í myndum á borð við The Matrix og Speed. „Hann er líka fallegasti maður í heimi og er góður bardagamaður og stórleikari. Svo er hann líka alltaf svo flott klæddur og ég hef tekið hann mér til fyrirmyndar í fatavali,“ sagði Katrín í viðtalinu og hélt áfram að mæra leikarann. „Við eigum langa sögu og mér finnst hann miklu betra ídol en til dæmis stjórnmálamenn. Þeir eru svo óáreiðanlegir á meðan Keanu Reeves er fastinn í tilveru minni.“5. Langaði að verða poppstjarna, skurðlæknir eða geimfari Katrín var spurð spjörunum úr í Morgunblaðinu árið 2003, í kjölfar þess að hún var kosin varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Hún var meðal annars spurð að því hvað hana hefði langað að verða þegar hún var yngri. „Ég ætlaði að verða poppstjarna eða skurðlæknir. En svo langaði mig líka dálítið að verða geimfari.“ Tengdar fréttir Lagt upp með að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra Þingflokksfundi Framsóknarflokksins lauk núna á þriðja tímanum í dag. Á fundinum var það samþykkt að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk. 13. nóvember 2017 14:50 Vilja kvenskörunga í stjórn Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um óformlegar viðræður Sjálfstæðismanna, VG og Framsóknar. Katrín mun leiða viðræðurnar ef af þeim verður. Forystumenn á vinstri vængnum hafa ekki misst alla von og vilja sína kvenskörunga í stjórn. 10. nóvember 2017 06:30 Stjörnuspeki stjórnmálaleiðtoga: Sigmundur og Sigurður í fullkomnu sambandi Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson gætu líka unnið mjög vel saman. 10. nóvember 2017 19:30 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira
Margt bendir til þess að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, verði næsti forsætisráðherra Íslands. Að því tilefni ákváðum við að kíkja í kistu minninganna og draga upp fimm hluti sem fólk ef til vill vissi ekki um Katrínu.1. Lægsta einkunn í leikfimi Katrín útskrifaðist úr Menntaskólanum við Sund, MS, árið 1996 með 9,7 í aðaleinkunn. Á þeim tíma var það hæsta aðaleinkunn sem stúdent við MS hafði fengið. „Ég hef svo sem enga töfraformúlu fyrir dúxa, en ég lærði vel fyrir prófin,“ sagði Katrín í viðtali við Morgunblaðið eftir útskriftina. Í viðtalinu kom einnig fram að lægsta einkunn Katrínar var í leikfimi. Í því fagi fékk hún 8, sem kom Katrínu sjálfri mikið á óvart. „Ég skil nú bara ekkert í þessu, því mér fannst mjög gaman í leikfiminni, mætti alltaf, kennarinn var frábær og ég fékk 9 í kennaraeinkunn.“2. Elskar Alfreð Önd og appelsínugula drykki með regnhlíf Katrín var öflug í starfi stúdentahreyfingarinnar Röskvu á háskólaárum sínum og svaraði spurningum í Stúdentablaðinu árið 1999, þar sem meðlimir Röskvu og Vöku voru yfirheyrðir. Í yfirheyrslunni sagði Katrín að Vegamót væri uppáhaldsskemmtistaðurinn sinn, að Alfreð Önd væri uppáhaldssjónvarpsþátturinn sinn og að allir appelsínugulir drykkir með regnhlífum væru eftirlætisdrykkir sínir.3. Yfirmaður Ingu Lindar Ári síðar ritstýrði Katrín Jakobsdóttir Stúdentablaðinu, en ráðning hennar sem ritstjóra var fremur umdeild þar sem hún var öflug í pólitísku starfi fyrir Röskvu innan Háskóla Íslands. Meðal undirmanna Katrínar í ritnefnd blaðsins var Inga Lind Karlsdóttir, sem í dag er hvað þekktust sem sjónvarpsstjarna og stýrir meðal annars raunveruleikaþættinum The Biggest Loser. Athygli vekur einnig að Þorbjörg Gunnlaugsdóttir var líka í ritnefnd Stúdentablaðsins á þessum tíma en hún var í framboði fyrir Viðreisn í nýafstöðnum Alþingiskosningum.4. Keanu Reeves fastinn í tilverunni „Keanu Reeves er mitt ídol.“ Svona hófst viðtal við Katrínu í Fréttablaðinu árið 2003 í lið sem kallaðist Maður að mínu skapi. Þar var hún spurð út í átrúnaðargoðin sín og var hún yfir sig hrifin af leikaranum geðþekka Keanu Reeves, sem er hvað þekktastur fyrir leik í myndum á borð við The Matrix og Speed. „Hann er líka fallegasti maður í heimi og er góður bardagamaður og stórleikari. Svo er hann líka alltaf svo flott klæddur og ég hef tekið hann mér til fyrirmyndar í fatavali,“ sagði Katrín í viðtalinu og hélt áfram að mæra leikarann. „Við eigum langa sögu og mér finnst hann miklu betra ídol en til dæmis stjórnmálamenn. Þeir eru svo óáreiðanlegir á meðan Keanu Reeves er fastinn í tilveru minni.“5. Langaði að verða poppstjarna, skurðlæknir eða geimfari Katrín var spurð spjörunum úr í Morgunblaðinu árið 2003, í kjölfar þess að hún var kosin varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Hún var meðal annars spurð að því hvað hana hefði langað að verða þegar hún var yngri. „Ég ætlaði að verða poppstjarna eða skurðlæknir. En svo langaði mig líka dálítið að verða geimfari.“
Tengdar fréttir Lagt upp með að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra Þingflokksfundi Framsóknarflokksins lauk núna á þriðja tímanum í dag. Á fundinum var það samþykkt að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk. 13. nóvember 2017 14:50 Vilja kvenskörunga í stjórn Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um óformlegar viðræður Sjálfstæðismanna, VG og Framsóknar. Katrín mun leiða viðræðurnar ef af þeim verður. Forystumenn á vinstri vængnum hafa ekki misst alla von og vilja sína kvenskörunga í stjórn. 10. nóvember 2017 06:30 Stjörnuspeki stjórnmálaleiðtoga: Sigmundur og Sigurður í fullkomnu sambandi Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson gætu líka unnið mjög vel saman. 10. nóvember 2017 19:30 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira
Lagt upp með að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra Þingflokksfundi Framsóknarflokksins lauk núna á þriðja tímanum í dag. Á fundinum var það samþykkt að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk. 13. nóvember 2017 14:50
Vilja kvenskörunga í stjórn Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um óformlegar viðræður Sjálfstæðismanna, VG og Framsóknar. Katrín mun leiða viðræðurnar ef af þeim verður. Forystumenn á vinstri vængnum hafa ekki misst alla von og vilja sína kvenskörunga í stjórn. 10. nóvember 2017 06:30
Stjörnuspeki stjórnmálaleiðtoga: Sigmundur og Sigurður í fullkomnu sambandi Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson gætu líka unnið mjög vel saman. 10. nóvember 2017 19:30