Nissan Navara jeppi á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2017 09:41 Svona mun Nissan Navara jeppinn líta út. Hér hefur áður verið greint frá að Nissan hyggist smíða jeppa byggðan á Navara pallbíl sínum og að hann verði smíðaður í Kína, að fyrstu fyrir Kínamarkað, en að hann verði einnig boðinn á öðrum mörkuðum undir nafninu Xterra. Í Kína mun hann hinsvegar bera nafnið Paladin. Ýmislegt er farið að skýrast varðandi tilkomu hans, meðal annars að hann muni koma á markað strax á næsta ári. Hann verður 4.885 mm langur, 1.865 mm breiður og 1.835 mm hár og mun líta út eins og myndin hér að ofan sýnir. Bíllinn verður í boði bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og vélarkostirnir verða aðlagaðir hverjum markaði fyrir sig og hann verður boðinn með 6 gíra beinskiptingu eða 7 gíra sjálfskiptingu. Líklega verður um að ræða 2,5 lítra bensínvél og 2,3 lítra dísilvél í tveimur útgáfum, 160 hestafla með einni forþjöppu og 190 hestafla með tveimur forþjöppum og 450 Nm togi. Sennilega verður jeppinn sýndur fyrst almenningi á bílasýningunni í Peking í apríl á næsta ári. Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent
Hér hefur áður verið greint frá að Nissan hyggist smíða jeppa byggðan á Navara pallbíl sínum og að hann verði smíðaður í Kína, að fyrstu fyrir Kínamarkað, en að hann verði einnig boðinn á öðrum mörkuðum undir nafninu Xterra. Í Kína mun hann hinsvegar bera nafnið Paladin. Ýmislegt er farið að skýrast varðandi tilkomu hans, meðal annars að hann muni koma á markað strax á næsta ári. Hann verður 4.885 mm langur, 1.865 mm breiður og 1.835 mm hár og mun líta út eins og myndin hér að ofan sýnir. Bíllinn verður í boði bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og vélarkostirnir verða aðlagaðir hverjum markaði fyrir sig og hann verður boðinn með 6 gíra beinskiptingu eða 7 gíra sjálfskiptingu. Líklega verður um að ræða 2,5 lítra bensínvél og 2,3 lítra dísilvél í tveimur útgáfum, 160 hestafla með einni forþjöppu og 190 hestafla með tveimur forþjöppum og 450 Nm togi. Sennilega verður jeppinn sýndur fyrst almenningi á bílasýningunni í Peking í apríl á næsta ári.
Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent