Alena bað ítrekað um það að vera fjarlægð af heimili sínu.
„Já foreldrar mínir verða eflaust reiðir en þetta var viðbjóður, ég vildi bara komast burt og ég vissi að hjá Hildu fengi ég gott heimili,“ segir Alena sem bað skólann og barnaverndaryfirvöld ítrekað að fjarlægja sig af heimilinu en það tók tíma og ýmislegt gekk á.
Fjallað verður um sögu Alenu í næsta þætti af Fósturbörnum og fá áhorfendur að sjá hvar hún er stödd í dag.
Fósturbörn í umsjón Sindra Sindrasonar klukkan 20:30 á þriðjudag á Stöð 2.