Stjörnuspeki stjórnmálaleiðtoga: Sigmundur og Sigurður í fullkomnu sambandi Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 19:30 Öllum mögulegum og ómögulegum ríkisstjórnum hefur verið velt upp síðustu daga. Því ákváðum við að leita til stjörnuspekinnar og athuga hvort svarið fyndist í stjörnunum. Formenn átta flokka leitast nú við að para sig saman á einn eða annan hátt til að mynda ríkisstjórn. Í þeim hópi eru tveir vatnsberar, tvö naut, tvö ljón, einn fiskur og ein vog.VatnsberarBjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokkur og Katrín Jakobsdóttir, Vinstrihreyfingin - Grænt framboðVatnsberar eru mjög örlátir og finna sér oft störf í umönnun. Þeim er annt um velferð annarra og eru yfirleitt vel liðnir innan sinnar kreðsu. Vatnsberar eru uppfinningamenn og finnst gaman að búa hluti til. Á yfirborðinu eru vatnsberar ekki mjög tilfinninganæmir en hafa mikla þolinmæði og ríkt umburðarlyndi gagnvart náunganum. Vatnsberar eru mjög vinalegir, gáfaðir, orkumiklir og hæfileikaríkir. Þeir geta þó orðið reiðir ef gengið er framhjá þeim og eru oft á tíðum mjög sérvitrir.NautSigurður Ingi Jóhannesson, Framsóknarflokkur og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, PíratarNautið er friðsælt og útsjónarsamt. Það er afslappað og nýtur þess að gera vel við sig. Það er erfitt að reita naut til reiði en þó er það með stórt skap. Nautið vill stöðugleika og tekur sér ávallt góðan tíma til umhugsunar áður en það tekur veigamiklar ákvarðanir. Það er þjóskt, staðfast, á auðvelt með að venjast nýjum aðstæðum og elskar að hlæja og hafa gaman. Nautið hefur þörf fyrir að vera leiðtogi.LjónInga Sæland, Flokkur fólksins og Logi Einarsson, Samfylking Ljónið er stolt og ávallt við stjórnina. Ljónið vill horfa á stóru myndina en ekki smáatriðin. Það hefur enga þolinmæli fyrir flóknum eða leiðinlegum hlutum. Ljónið er leiðtogi frá náttúrunnar hendi og á því oft erfitt með að taka við skipunum frá öðrum. Ljónin vilja aðdáun, þau eru hreinskilin, skipulögð og umburðarlynd. Þau geta orðið svo full sjálfstraust að það jarðar við hroka.FiskurSigmundur Davíð Gunnlaugsson, MiðflokkurinnFiskurinn býr á dularfullum stað og á það til að vera draumóramaður. Fiskurinn hugsar oft upp frábærar hugmyndir eða áætlanir sem hann sjálfur getur ekki framkvæmt. Fiskurinn býr yfir mjög skrautlegu innra lífi sem aðrir fá ekki að sjá. Fiskinum þykir vænt um aðra og á erfitt með að horfa uppá óhamingjusamt fólk. Fiskar skipta sjaldan um vinnu og finnst best að halda sig á sama staðnum í fjölmörg ár. Fiskar eru hugmyndaríkir, góðir, skapandi en eiga það til að hafa of miklar áhyggjur. Fiskar eru afleitir stjórnendur, þó þeir séu frábærir starfskraftar.VogÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ViðreisnVogin þarf jafnvægi í líf sitt, meira en hin stjörnumerkin. Vogin á stundum erfitt með að taka ákvarðanir, einfaldlega vegna þess að hún vill vega og meta alla kosti og galla í stöðunni. Hins vegar er líklegt að vogin komist að frábærri niðurstöðu, einmitt út af þessum eiginleika hennar. Vogin á erfitt með að horfa upp á óhamingjusamt fólk og vill að allir finni frið og hamingju. Manneskjur í þessu merki eru oft mjög sjarmerandi og fólk vill vera í kringum þær. Vogin er með sterka réttlætiskennd en talar oft fullmikið að mati annarra. Vogin fórnar sér fyrir sig og sína en á erfitt með að vera við stjórnvölin.Ekki er víst að þessi þrenna gæti unnið vel saman.Vísir/GVA/ERNIRErfiðir vatnsberar eiga vel samanÞví hefur verið velt upp að Sjálfstæðisflokkur, Vinstrihreyfingin - grænt framboð og Framsóknarflokkurinn gætu myndað saman ríkisstjórn. Herma fregnir að þar berjist Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir um forsætisráðherrastólinn, en þótt ótrúlegt megi virðast gætu þessir tveir vatnsberar unnið vel saman í ríkisstjórn. Vatnsberar eru oft erfiðir og eiga hin stjörnumerkin í mestu erfiðleikum með að láta sér lynda við þá. Vatnsberi skilur hins vegar galla í fari annars vatnsbera og því ætti að vera mikill skilningur á milli Bjarna og Katrínar. Þau ættu að þekkja hvort annað betur en aðrir og því gæti þetta orðið mjög farsælt samstarf þeirra á milli. Ef við bætum hins vegar nautinu Sigurði Inga eða Þórhildi Sunnu í blönduna, harðnar á dalnum. Vatnsberar og naut búa nefnilega í tveimur mjög ólíkum heimum. Nautið kann að meta efnislega hluti og er mjög jarðbundin persóna. Vatnsberinn kann hins vegar að meta frelsi í hvaða formi sem er. Þessi tvö merki eru svo ólík að þau geta stundum ekki fundið neitt til að tala um. Vatnsberanum finnst nautið oft þurrt og leiðinlegt og hefur lítinn áhuga á því. En ef nautið nær að sýna vatnsberanum skilning, þá gæti þetta samstarf gengið ágætlega - þó aldrei eins og í sögu.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er vog og getur illa unnið með nautum.Vísir/ErnirNautið gerir vogina brjálaða Hins vegar væri hægt að bæta voginni Þorgerði Katrínu inní þessar viðræður, því hún vinnur afar vel með vatnsberum. Vatnsberar og vogir bæta hvort annað upp og hjálpa hvort öðru að vinna sig í gegnum erfiðleika. Vogin vill líta vel út fyrir aðra en vatnsberinn vill fara á móti öllum, þó það sé stundum engin ástæða til þess. Það er hins vegar næstum öruggt að Sigurður Ingi eða Þórhildur Sunna þyrftu að víkja í þessum viðræðum ef Þorgerður Katrín væri kölluð inn, því naut og vog geta gert hvort annað brjálað. Nautið efast aldrei um eigið ágæti, hvikar ekki frá sínum sannfæringum og er óþolandi þjóskt. Vogin er hins vegar óákveðin á tíðum og því fara þessi tvö merki óstjórnlega í taugarnar á hvort öðru. Við getum alveg útilokað Miðflokkinn og fiskinn Sigmund Davíð úr samstarfi við vatnsberana í Sjálfstæðisflokknum þar sem það samband er dauðadæmt út frá stjörnuspekinni. Vatnsberar og fiskar skilja hvorn annan einfaldlega ekki. Þeir geta skemmt sér konunglega saman en geta aldrei myndað það traust og skilning sín á milli sem þarf til að mynda ríkisstjórn.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gæti átt í farsælu samstarfi við Ingu Sæland.Vísir/ErnirTvö ljón gera hið ómögulega saman Logi Einarsson hjá Samfylkingu og Inga Sæland hjá flokki fólksins eru bæði í ljónsmerkinu. Tvö ljón geta átt í fullkomnu sambandi saman og gert hið ómögulega. Þau skilja hvort annað fullkomlega. Það eru litlar líkur á að þau gætu unnið með vatnsberunum Katrínu og Bjarna. Það samstarf gæti litið vel út á yfirborðinu en þessi tvö merki gætu aldrei náð að mynda fullkomið traust sín á milli. Ljónið er fædd hetja, og veit stundum ekki einu sinni af því. Vatnsberinn er hins vegar alltaf að reyna að verða hetja. Eina leiðin fyrir vatnsbera og ljón að vinna saman væri að einstaklingar í þessum tveimur merkjum væru hundrað prósent sammála um allt - þá væri þetta afl sem enginn gæti toppað.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á að vinna með Sigurði Inga samkvæmt stjörnuspekinni.Vísir/AntonVogin í Viðreisn gæti unnið með ljónunum Þó að Inga og Logi eigi vel saman, er næstum því ómögulegt fyrir þau að vinna með hinum leiðtogum stjórnmálaflokkanna. Þau geta alls ekki unnið með Sigmundi Davíð því það er einfaldlega of langt á milli þeirra. Þessi þrjú eiga aldrei eftir að treysta hvort öðru og myndi fljótlega slettast uppá vinskapinn. Það væri einnig afleitur leikur fyrir nautin Sigurð Inga eða Þórhildi Sunnu að reyna að vinna með ljónunum Ingu og Loga. Þau standa nefnilega öll á sínum eigin fótum og hvika ekki frá sínum sannfæringum. Þessir fjórmenningar myndu því aldrei leysa neitt því öll væru þau upptekin af því að standa fast á sínu. Það er einna helst Þorgerður Katrín, vogin í Viðreisn, sem á möguleika á samstarfi við Ingu og Loga, þó lítill sé. Vogir og ljón skilja ekki hvort annað og það getur leitt til þess að þau treysta ekki hvort öðru. Ljón og vog geta hins vegar lært mikið af hvort öðru og ef þau ná gagnkvæmri virðingu gæti þetta samstarf blómstrað.Hið fullkomna samband Nefnt hefur verið að Sigurður Ingi hjá Framsóknarflokknum gæti unnið með öllum, ef hann vildi. Hann getur vel unnið með hinu nautinu í hópnum, Þórhildi Sunnu, þar sem þau eiga afar vel saman og eru lík að mörgu leyti. Þótt ótrúlegt megi virðast, á Sigurður mest sameiginlegt með sínum fyrrum flokksbróður, Sigmundi Davíð. Sigurður er naut og Sigmundur fiskur. Persónur í þessum merkjum eru ekki mjög málglaðar en geta þó átt samskipti án orða. Það eru sérstök tengsl á milli nauta og fiska. Nautin gera fiskana jarðbundnari en fiskarnir kenna nautunum að vera mýkri og sveigjanlegri. Þetta er því hið fullkomna samband. Kosningar 2017 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Öllum mögulegum og ómögulegum ríkisstjórnum hefur verið velt upp síðustu daga. Því ákváðum við að leita til stjörnuspekinnar og athuga hvort svarið fyndist í stjörnunum. Formenn átta flokka leitast nú við að para sig saman á einn eða annan hátt til að mynda ríkisstjórn. Í þeim hópi eru tveir vatnsberar, tvö naut, tvö ljón, einn fiskur og ein vog.VatnsberarBjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokkur og Katrín Jakobsdóttir, Vinstrihreyfingin - Grænt framboðVatnsberar eru mjög örlátir og finna sér oft störf í umönnun. Þeim er annt um velferð annarra og eru yfirleitt vel liðnir innan sinnar kreðsu. Vatnsberar eru uppfinningamenn og finnst gaman að búa hluti til. Á yfirborðinu eru vatnsberar ekki mjög tilfinninganæmir en hafa mikla þolinmæði og ríkt umburðarlyndi gagnvart náunganum. Vatnsberar eru mjög vinalegir, gáfaðir, orkumiklir og hæfileikaríkir. Þeir geta þó orðið reiðir ef gengið er framhjá þeim og eru oft á tíðum mjög sérvitrir.NautSigurður Ingi Jóhannesson, Framsóknarflokkur og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, PíratarNautið er friðsælt og útsjónarsamt. Það er afslappað og nýtur þess að gera vel við sig. Það er erfitt að reita naut til reiði en þó er það með stórt skap. Nautið vill stöðugleika og tekur sér ávallt góðan tíma til umhugsunar áður en það tekur veigamiklar ákvarðanir. Það er þjóskt, staðfast, á auðvelt með að venjast nýjum aðstæðum og elskar að hlæja og hafa gaman. Nautið hefur þörf fyrir að vera leiðtogi.LjónInga Sæland, Flokkur fólksins og Logi Einarsson, Samfylking Ljónið er stolt og ávallt við stjórnina. Ljónið vill horfa á stóru myndina en ekki smáatriðin. Það hefur enga þolinmæli fyrir flóknum eða leiðinlegum hlutum. Ljónið er leiðtogi frá náttúrunnar hendi og á því oft erfitt með að taka við skipunum frá öðrum. Ljónin vilja aðdáun, þau eru hreinskilin, skipulögð og umburðarlynd. Þau geta orðið svo full sjálfstraust að það jarðar við hroka.FiskurSigmundur Davíð Gunnlaugsson, MiðflokkurinnFiskurinn býr á dularfullum stað og á það til að vera draumóramaður. Fiskurinn hugsar oft upp frábærar hugmyndir eða áætlanir sem hann sjálfur getur ekki framkvæmt. Fiskurinn býr yfir mjög skrautlegu innra lífi sem aðrir fá ekki að sjá. Fiskinum þykir vænt um aðra og á erfitt með að horfa uppá óhamingjusamt fólk. Fiskar skipta sjaldan um vinnu og finnst best að halda sig á sama staðnum í fjölmörg ár. Fiskar eru hugmyndaríkir, góðir, skapandi en eiga það til að hafa of miklar áhyggjur. Fiskar eru afleitir stjórnendur, þó þeir séu frábærir starfskraftar.VogÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ViðreisnVogin þarf jafnvægi í líf sitt, meira en hin stjörnumerkin. Vogin á stundum erfitt með að taka ákvarðanir, einfaldlega vegna þess að hún vill vega og meta alla kosti og galla í stöðunni. Hins vegar er líklegt að vogin komist að frábærri niðurstöðu, einmitt út af þessum eiginleika hennar. Vogin á erfitt með að horfa upp á óhamingjusamt fólk og vill að allir finni frið og hamingju. Manneskjur í þessu merki eru oft mjög sjarmerandi og fólk vill vera í kringum þær. Vogin er með sterka réttlætiskennd en talar oft fullmikið að mati annarra. Vogin fórnar sér fyrir sig og sína en á erfitt með að vera við stjórnvölin.Ekki er víst að þessi þrenna gæti unnið vel saman.Vísir/GVA/ERNIRErfiðir vatnsberar eiga vel samanÞví hefur verið velt upp að Sjálfstæðisflokkur, Vinstrihreyfingin - grænt framboð og Framsóknarflokkurinn gætu myndað saman ríkisstjórn. Herma fregnir að þar berjist Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir um forsætisráðherrastólinn, en þótt ótrúlegt megi virðast gætu þessir tveir vatnsberar unnið vel saman í ríkisstjórn. Vatnsberar eru oft erfiðir og eiga hin stjörnumerkin í mestu erfiðleikum með að láta sér lynda við þá. Vatnsberi skilur hins vegar galla í fari annars vatnsbera og því ætti að vera mikill skilningur á milli Bjarna og Katrínar. Þau ættu að þekkja hvort annað betur en aðrir og því gæti þetta orðið mjög farsælt samstarf þeirra á milli. Ef við bætum hins vegar nautinu Sigurði Inga eða Þórhildi Sunnu í blönduna, harðnar á dalnum. Vatnsberar og naut búa nefnilega í tveimur mjög ólíkum heimum. Nautið kann að meta efnislega hluti og er mjög jarðbundin persóna. Vatnsberinn kann hins vegar að meta frelsi í hvaða formi sem er. Þessi tvö merki eru svo ólík að þau geta stundum ekki fundið neitt til að tala um. Vatnsberanum finnst nautið oft þurrt og leiðinlegt og hefur lítinn áhuga á því. En ef nautið nær að sýna vatnsberanum skilning, þá gæti þetta samstarf gengið ágætlega - þó aldrei eins og í sögu.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er vog og getur illa unnið með nautum.Vísir/ErnirNautið gerir vogina brjálaða Hins vegar væri hægt að bæta voginni Þorgerði Katrínu inní þessar viðræður, því hún vinnur afar vel með vatnsberum. Vatnsberar og vogir bæta hvort annað upp og hjálpa hvort öðru að vinna sig í gegnum erfiðleika. Vogin vill líta vel út fyrir aðra en vatnsberinn vill fara á móti öllum, þó það sé stundum engin ástæða til þess. Það er hins vegar næstum öruggt að Sigurður Ingi eða Þórhildur Sunna þyrftu að víkja í þessum viðræðum ef Þorgerður Katrín væri kölluð inn, því naut og vog geta gert hvort annað brjálað. Nautið efast aldrei um eigið ágæti, hvikar ekki frá sínum sannfæringum og er óþolandi þjóskt. Vogin er hins vegar óákveðin á tíðum og því fara þessi tvö merki óstjórnlega í taugarnar á hvort öðru. Við getum alveg útilokað Miðflokkinn og fiskinn Sigmund Davíð úr samstarfi við vatnsberana í Sjálfstæðisflokknum þar sem það samband er dauðadæmt út frá stjörnuspekinni. Vatnsberar og fiskar skilja hvorn annan einfaldlega ekki. Þeir geta skemmt sér konunglega saman en geta aldrei myndað það traust og skilning sín á milli sem þarf til að mynda ríkisstjórn.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gæti átt í farsælu samstarfi við Ingu Sæland.Vísir/ErnirTvö ljón gera hið ómögulega saman Logi Einarsson hjá Samfylkingu og Inga Sæland hjá flokki fólksins eru bæði í ljónsmerkinu. Tvö ljón geta átt í fullkomnu sambandi saman og gert hið ómögulega. Þau skilja hvort annað fullkomlega. Það eru litlar líkur á að þau gætu unnið með vatnsberunum Katrínu og Bjarna. Það samstarf gæti litið vel út á yfirborðinu en þessi tvö merki gætu aldrei náð að mynda fullkomið traust sín á milli. Ljónið er fædd hetja, og veit stundum ekki einu sinni af því. Vatnsberinn er hins vegar alltaf að reyna að verða hetja. Eina leiðin fyrir vatnsbera og ljón að vinna saman væri að einstaklingar í þessum tveimur merkjum væru hundrað prósent sammála um allt - þá væri þetta afl sem enginn gæti toppað.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á að vinna með Sigurði Inga samkvæmt stjörnuspekinni.Vísir/AntonVogin í Viðreisn gæti unnið með ljónunum Þó að Inga og Logi eigi vel saman, er næstum því ómögulegt fyrir þau að vinna með hinum leiðtogum stjórnmálaflokkanna. Þau geta alls ekki unnið með Sigmundi Davíð því það er einfaldlega of langt á milli þeirra. Þessi þrjú eiga aldrei eftir að treysta hvort öðru og myndi fljótlega slettast uppá vinskapinn. Það væri einnig afleitur leikur fyrir nautin Sigurð Inga eða Þórhildi Sunnu að reyna að vinna með ljónunum Ingu og Loga. Þau standa nefnilega öll á sínum eigin fótum og hvika ekki frá sínum sannfæringum. Þessir fjórmenningar myndu því aldrei leysa neitt því öll væru þau upptekin af því að standa fast á sínu. Það er einna helst Þorgerður Katrín, vogin í Viðreisn, sem á möguleika á samstarfi við Ingu og Loga, þó lítill sé. Vogir og ljón skilja ekki hvort annað og það getur leitt til þess að þau treysta ekki hvort öðru. Ljón og vog geta hins vegar lært mikið af hvort öðru og ef þau ná gagnkvæmri virðingu gæti þetta samstarf blómstrað.Hið fullkomna samband Nefnt hefur verið að Sigurður Ingi hjá Framsóknarflokknum gæti unnið með öllum, ef hann vildi. Hann getur vel unnið með hinu nautinu í hópnum, Þórhildi Sunnu, þar sem þau eiga afar vel saman og eru lík að mörgu leyti. Þótt ótrúlegt megi virðast, á Sigurður mest sameiginlegt með sínum fyrrum flokksbróður, Sigmundi Davíð. Sigurður er naut og Sigmundur fiskur. Persónur í þessum merkjum eru ekki mjög málglaðar en geta þó átt samskipti án orða. Það eru sérstök tengsl á milli nauta og fiska. Nautin gera fiskana jarðbundnari en fiskarnir kenna nautunum að vera mýkri og sveigjanlegri. Þetta er því hið fullkomna samband.
Kosningar 2017 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira