Lærði að lífið er núna þegar mamma féll frá Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. nóvember 2017 19:30 Kristín Ýr er einstaklega hæfileikarík, ung kona. Vísir / Úr einkasafni Kristínu Ýr Bjarnadóttur þekkja margir úr fótboltanum, en hún gerði einnig garðinn frægan í tónlistinni hér á árum áður, nánar tiltekið í rappsveitinni Igore. Kristín Ýr frumsýnir myndband við lagið Kannski annan dag hér á Vísi á föstudag og markar það endurkomu hennar í músíkbransann. Lífið heyrði í Kristínu Ýr og spurði hana spjörunum úr um lífið, tilveruna og hvar hún er búin að vera síðustu tíu ár. Kristín Ýr gerði gott mót í atvinnumennsku.Vísir / Úr einkasafni 1. Nú hafa Íslendingar séð lítið af þér. Hvað ertu búin að vera að gera síðustu tíu ár? „Síðustu 10 ár hef ég lifað í fótboltaheiminum. Og komið víða við í heiminum, þó aðallega Evrópu, sem leikmaður, þjálfari og liðsstjóri. Ég á að baki farsælan feril sem leikmaður Vals, Avaldsnes í Noregi og landsliðsins. Ég er mjög stolt og þakklát fyrir allt sem fótboltinn hefur gefið mér. Því miður þurfti ég að hætta að spila 2017 vegna meiðsla (hefði mátt hætta 2014) en þá tók við þjálfun og í dag er ég með UEFA A þjálfaragráðu. Fótbolti hefur alltaf verið lífið mitt. En tónlistin á stað í hjarta mínu og hefur togað í mig alla tíð. Þar til nú hefur fótboltinn alltaf unnið þá baráttu og ég hef sett allt annað á ís og gefið mig alla í fótboltann. Í dag er lífið hins vegar að leiða mig á vit ævintýra tónlistarinnar og ég tek því fagnandi og er ótrúlega tilbúin.“ Hér er Kristín Ýr í hvítri peysu að gretta sig, en hún á erfitt með að vera eðlileg á myndum að eigin sögn.Vísir / Úr einkasafni 2. Hvernig krakki varstu? „Ég upplifi mig sem orkumikinn krakka. Mjög ákveðin og sjálfstæð og í eilífri valdabaràttu við allt og alla. Keppnisskapið bar klárlega fegurðina ofurliði þangað til ég varð eldri og lærði að stjórna því…eða svona þannig, oftast. Svo er bara spurning hvort aðrir upplifðu mig á sama hátt.“ 3. Hvaða mat geturðu alls ekki borðað og af hverju ekki? „Ég borða helst ekki dökkt kjöt. Það fer bara illa með mig. Ég er samt ekki grænmetisæta. Mysing, hef reynt en finnst hann vondur. Annars borða ég flest og er alls ekki matvönd! Bara með tæpan maga.“ Með UEFA A plaggið ásamt Guðna Bergssyni, formanni Knattspyrnusambands Íslands.Vísir / Úr einkasafni 4. Ef þú þyrftir að nefna fimm hluti sem þú gætir ekki verið án, hvaða hlutir væru það? „Erfitt að finna 5 hluti. Ég held að ég gæti vanið mig af flestum veraldlegum hlutum, enda er líkaminn magnað fyrirbæri sem aðlagast ótrúlegust aðstæðum. Eina sem mér dettur í hug er hreyfing. Ég myndi sturlast ef ég gæti ekki hreyft mig þegar ég vil. Það myndi kannski flækja líf mitt og minnka lífgæðin ef ég þyrfti að vera án foam flex rúllunnar og nuddbolta. Mér finnst Pepsi eða kók taka allar máltíðir upp á næsta level. Og er mjög veik fyrir súkkulaði.“ 5. Er það satt sem var einu sinni skrifað í Séð og Heyrt að þú sért með ellefu tær? „Nei, það er reyndar ekki satt. Það var bara einhver meistari sem ákvað að photoshop-a myndina þannig að það var mjög raunverulegt. Eðlilega. En ég er hins vegar með rosalega ljótar 10 tær.“ Hér með Stefáni Hilmarssyni, miklum áhrifavaldi í lífi Kristínar Ýrar.Vísir / Úr einkasafni 6. Í hvern hringdirðu síðast og af hverju? „Pabba. Hann var í smá basli með netið.“ 7. Þú mátt velja eitt lag til að rífa upp glatað partí. Hvaða lag velurðu og af hverju? „Kókómalt með Igore. Það hefur aldrei klikkað.“ 8. Hverjar eru þínar helstu fyrirmyndir í lífinu og af hverju? „Ég hef í raun aldrei staldrað lengi við eina fyrirmynd þannig séð. En ég leit alltaf upp til Eiðs Smára og ber mikla virðingu fyrir hans afrekum í heimi knattspyrnunnar. Stefán Hilmarsson í Sálinni er í guðatölu hjá mér og er mikill áhrifavaldur í minni textasmíði. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari er líka mikill áhrifavaldur í mínu lífi og þá verð ég að nefna Laufeyju Ólafsdóttur sem er ein af mínum bestu vinkonum. Ein besta knattspyrnukona Íslands.“ Hér er Kristín Ýr í efri röð, lengst til vinstri þegar hún spilaði með Leikni í Breiðholtinu. Takið eftir að hún er eina stelpan í liðinu, en í fremri röð er meðal annars Hannes Þór Halldórsson, markmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.Vísir / Úr einkasafni 9. Hvað er það mikilvægasta sem þú hefur lært í lífinu? „Það er klárlega sú staðreynd að lífið er núna! Ég lærði það þegar mamma mín féll frá mjög skyndilega. Þá fattaði ég ýmislegt og lærði að staldra við og njóta augnabliksins. Vera þakklát fyrir það sem lífið býður uppá. Síðan þà hef ég reynt að láta alla mína drauma rætast, hvað sem það kostar. Vera góð við þá sem skipta mig máli og taka fagnandi á móti þeim hlutum sem lífið kastar í mig hverju sinni og að vera óhrædd við að upplifa þær tilfinningar sem þeim fylgja. Þetta kann að hljóma klisjulegt en þeir sem hafa upplifað svipaða hluti eru örugglega sammála mér.“ Í stúdíóinu.Vísir / Úr einkasafni 10. Nú nálgast aðventan. Hvaða þýðingu hafa jólin fyrir þér? „Ég hef mjög gaman af jólunum og sérstaklega tímanum fyrir jólin sjálf. Það er reyndar sturlaður tími þar sem ég sé um ostakörfurnar hjá MS og er með 30 krakka í vinnu sem eru að búa til körfur og svo eru það allt skipulag og samskipti við fullt af fólki í tengslum við að koma körfunum á rétta staði. Þetta er mikil vinna og þar af leiðandi sef ég oft mikið yfir sjálf jólin. Og það er voða gott að leyfa sér það ef maður hefur unnið sér það inn.“ Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Kristínu Ýr Bjarnadóttur þekkja margir úr fótboltanum, en hún gerði einnig garðinn frægan í tónlistinni hér á árum áður, nánar tiltekið í rappsveitinni Igore. Kristín Ýr frumsýnir myndband við lagið Kannski annan dag hér á Vísi á föstudag og markar það endurkomu hennar í músíkbransann. Lífið heyrði í Kristínu Ýr og spurði hana spjörunum úr um lífið, tilveruna og hvar hún er búin að vera síðustu tíu ár. Kristín Ýr gerði gott mót í atvinnumennsku.Vísir / Úr einkasafni 1. Nú hafa Íslendingar séð lítið af þér. Hvað ertu búin að vera að gera síðustu tíu ár? „Síðustu 10 ár hef ég lifað í fótboltaheiminum. Og komið víða við í heiminum, þó aðallega Evrópu, sem leikmaður, þjálfari og liðsstjóri. Ég á að baki farsælan feril sem leikmaður Vals, Avaldsnes í Noregi og landsliðsins. Ég er mjög stolt og þakklát fyrir allt sem fótboltinn hefur gefið mér. Því miður þurfti ég að hætta að spila 2017 vegna meiðsla (hefði mátt hætta 2014) en þá tók við þjálfun og í dag er ég með UEFA A þjálfaragráðu. Fótbolti hefur alltaf verið lífið mitt. En tónlistin á stað í hjarta mínu og hefur togað í mig alla tíð. Þar til nú hefur fótboltinn alltaf unnið þá baráttu og ég hef sett allt annað á ís og gefið mig alla í fótboltann. Í dag er lífið hins vegar að leiða mig á vit ævintýra tónlistarinnar og ég tek því fagnandi og er ótrúlega tilbúin.“ Hér er Kristín Ýr í hvítri peysu að gretta sig, en hún á erfitt með að vera eðlileg á myndum að eigin sögn.Vísir / Úr einkasafni 2. Hvernig krakki varstu? „Ég upplifi mig sem orkumikinn krakka. Mjög ákveðin og sjálfstæð og í eilífri valdabaràttu við allt og alla. Keppnisskapið bar klárlega fegurðina ofurliði þangað til ég varð eldri og lærði að stjórna því…eða svona þannig, oftast. Svo er bara spurning hvort aðrir upplifðu mig á sama hátt.“ 3. Hvaða mat geturðu alls ekki borðað og af hverju ekki? „Ég borða helst ekki dökkt kjöt. Það fer bara illa með mig. Ég er samt ekki grænmetisæta. Mysing, hef reynt en finnst hann vondur. Annars borða ég flest og er alls ekki matvönd! Bara með tæpan maga.“ Með UEFA A plaggið ásamt Guðna Bergssyni, formanni Knattspyrnusambands Íslands.Vísir / Úr einkasafni 4. Ef þú þyrftir að nefna fimm hluti sem þú gætir ekki verið án, hvaða hlutir væru það? „Erfitt að finna 5 hluti. Ég held að ég gæti vanið mig af flestum veraldlegum hlutum, enda er líkaminn magnað fyrirbæri sem aðlagast ótrúlegust aðstæðum. Eina sem mér dettur í hug er hreyfing. Ég myndi sturlast ef ég gæti ekki hreyft mig þegar ég vil. Það myndi kannski flækja líf mitt og minnka lífgæðin ef ég þyrfti að vera án foam flex rúllunnar og nuddbolta. Mér finnst Pepsi eða kók taka allar máltíðir upp á næsta level. Og er mjög veik fyrir súkkulaði.“ 5. Er það satt sem var einu sinni skrifað í Séð og Heyrt að þú sért með ellefu tær? „Nei, það er reyndar ekki satt. Það var bara einhver meistari sem ákvað að photoshop-a myndina þannig að það var mjög raunverulegt. Eðlilega. En ég er hins vegar með rosalega ljótar 10 tær.“ Hér með Stefáni Hilmarssyni, miklum áhrifavaldi í lífi Kristínar Ýrar.Vísir / Úr einkasafni 6. Í hvern hringdirðu síðast og af hverju? „Pabba. Hann var í smá basli með netið.“ 7. Þú mátt velja eitt lag til að rífa upp glatað partí. Hvaða lag velurðu og af hverju? „Kókómalt með Igore. Það hefur aldrei klikkað.“ 8. Hverjar eru þínar helstu fyrirmyndir í lífinu og af hverju? „Ég hef í raun aldrei staldrað lengi við eina fyrirmynd þannig séð. En ég leit alltaf upp til Eiðs Smára og ber mikla virðingu fyrir hans afrekum í heimi knattspyrnunnar. Stefán Hilmarsson í Sálinni er í guðatölu hjá mér og er mikill áhrifavaldur í minni textasmíði. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari er líka mikill áhrifavaldur í mínu lífi og þá verð ég að nefna Laufeyju Ólafsdóttur sem er ein af mínum bestu vinkonum. Ein besta knattspyrnukona Íslands.“ Hér er Kristín Ýr í efri röð, lengst til vinstri þegar hún spilaði með Leikni í Breiðholtinu. Takið eftir að hún er eina stelpan í liðinu, en í fremri röð er meðal annars Hannes Þór Halldórsson, markmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.Vísir / Úr einkasafni 9. Hvað er það mikilvægasta sem þú hefur lært í lífinu? „Það er klárlega sú staðreynd að lífið er núna! Ég lærði það þegar mamma mín féll frá mjög skyndilega. Þá fattaði ég ýmislegt og lærði að staldra við og njóta augnabliksins. Vera þakklát fyrir það sem lífið býður uppá. Síðan þà hef ég reynt að láta alla mína drauma rætast, hvað sem það kostar. Vera góð við þá sem skipta mig máli og taka fagnandi á móti þeim hlutum sem lífið kastar í mig hverju sinni og að vera óhrædd við að upplifa þær tilfinningar sem þeim fylgja. Þetta kann að hljóma klisjulegt en þeir sem hafa upplifað svipaða hluti eru örugglega sammála mér.“ Í stúdíóinu.Vísir / Úr einkasafni 10. Nú nálgast aðventan. Hvaða þýðingu hafa jólin fyrir þér? „Ég hef mjög gaman af jólunum og sérstaklega tímanum fyrir jólin sjálf. Það er reyndar sturlaður tími þar sem ég sé um ostakörfurnar hjá MS og er með 30 krakka í vinnu sem eru að búa til körfur og svo eru það allt skipulag og samskipti við fullt af fólki í tengslum við að koma körfunum á rétta staði. Þetta er mikil vinna og þar af leiðandi sef ég oft mikið yfir sjálf jólin. Og það er voða gott að leyfa sér það ef maður hefur unnið sér það inn.“
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira