Sport

Dana: Conor berst kannski aldrei aftur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor þarf ekki að berjast aftur frekar en hann vill.
Conor þarf ekki að berjast aftur frekar en hann vill. vísir/getty
Dana White, forseti UFC, hefur viðurkennt í fyrsta skipti að svo kunni að fara að Conor McGregor stígi aldrei aftur inn í búrið.

Conor er orðinn vellauðugur eftir bardagann gegn Floyd Mayweather og þarf í raun aldrei að berjast aftur.

White segir að UFC hafi vonast eftir því að Conor myndi berjast á lokakvöldi ársins þann 30. desember. Af því varð ekki.

„Hann er ekki tilbúinn og það gæti vel farið svo að hann berjist aldrei aftur. Hann á hundrað milljónir dollara. Þetta er oft erfitt þegar menn verða ríkir,“ sagði White.

„Að rífa sig upp og láta lemja sig í andlitið er þú átt 100 milljónir dollara í bankanum er ekkert auðvelt. Peningar breyta öllu fyrir ansi marga. Þetta er ungur, ríkur maður sem er Guð í heimalandi sínu. Það er ekki hollt umhverfi heldur.“

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×