Sport

Pabbi flengdi mig með belti og sparkaði í mig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jelena Dokic.
Jelena Dokic. vísir/getty
Ein besta tenniskona heims um síðustu aldamót, Jelena Dokic, segir að árangur sinn hafi kostað sitt og að faðir hennar hafi gert líf hennar að helvíti.

Dokic náði hæst fjórða sæti á heimslistanum og fór í undanúrslit á Wimbledon árið 2000. Hún var lengi á meðal þeirra bestu.

Faðir hennar, Damir, sá um þjálfun hennar nánast frá upphafi og þjálfunaraðferðir pabbans verða seint taldar vera til fyrirmyndar.

Dokic segist hafa þurft að líða andlegt og líkamlegt ofbeldi frá föður sínum. Hún segir pabba sinn hafa flengt sig með belti og sparkað í sköflunginn á henni ef hún átti lélega æfingu. Tenniskonan segist hafa verið blóðug og með marbletti nánast allan sinn feril.

Dokic er nú 34 ára gömul og er sjálf byrjuð að þjálfa. Hún var að gefa út bók fyrir jólin þar sem hún gerir upp þennan erfiða tíma með föður sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×