Fáum innblástur frá Frökkunum Rittsjórn skrifar 26. nóvember 2017 20:00 Glamour/Getty Franska Vogue hélt um helgina svokallaða tískuhátíð eða Fashion Festival í frönsku höfuðborginni. Þangað mættu vinir og velunnarar blaðsins, áhugafólk um tísku sem og fagfólk í geiranum og báru saman bækur sínar, hlustuðu á fyrirlestra frá meðal annars tveimur kóngum í tískuheiminum, Karl Lagerfeld og Alber Elbaz. Auðvitað var einnig gaman að skoða klæðaburð smekklegra gesta en það komast fáir fatastílar með tærnar þar sem sá franski er með hælana. Afslappað er rétta orðið eða hið fullkomna jafnvægi milli þessa að vera ekki of fínn en samt ekki of hversdaglegur. Jakkafatajakkar í öllum sniðum og gerðum - lausar buxur - háir hælar - rauður varalitur og örlítið úfið hár. Já og svart, það var mikið um svartan klæðnað. Fáum innblástur frá Frökkunum fyrir jólahlaðborðin hér. Fyrirsætan Liya Kebede í fallegum kjól.Bloggarinn Jeanne Damas og hönnuðurinn Simon Porte Jacquemus.Francois-Henri Pinault stjórnarformaður Kering France og ritstjóri Vogue Emmanuelle Alt.Hönnuðurinn Alber Elbaz.Fyrirsætan Aymeline Valade.Fyrirsætan Lou Doillon,Hönnuðurinn Isabelle Marant. Mest lesið Að segja sig úr söfnuði ryklausra gólfa og skínandi baðkara Glamour Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Glamour Kortleggja öll dressin í Sex and the City Glamour Frískaðu upp á útlitið í lægðinni Glamour Madonna talaði hreinskilnislega um reynslu sína af tónlistarbransanum Glamour Nýjasta auglýsing Ikea er líka óléttupróf Glamour Leyfum sumarflíkunum að lifa í vetur Glamour Kendall Jenner komin með nýja klippingu Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Sundbolamerkið Swimslow frumsýnt Glamour
Franska Vogue hélt um helgina svokallaða tískuhátíð eða Fashion Festival í frönsku höfuðborginni. Þangað mættu vinir og velunnarar blaðsins, áhugafólk um tísku sem og fagfólk í geiranum og báru saman bækur sínar, hlustuðu á fyrirlestra frá meðal annars tveimur kóngum í tískuheiminum, Karl Lagerfeld og Alber Elbaz. Auðvitað var einnig gaman að skoða klæðaburð smekklegra gesta en það komast fáir fatastílar með tærnar þar sem sá franski er með hælana. Afslappað er rétta orðið eða hið fullkomna jafnvægi milli þessa að vera ekki of fínn en samt ekki of hversdaglegur. Jakkafatajakkar í öllum sniðum og gerðum - lausar buxur - háir hælar - rauður varalitur og örlítið úfið hár. Já og svart, það var mikið um svartan klæðnað. Fáum innblástur frá Frökkunum fyrir jólahlaðborðin hér. Fyrirsætan Liya Kebede í fallegum kjól.Bloggarinn Jeanne Damas og hönnuðurinn Simon Porte Jacquemus.Francois-Henri Pinault stjórnarformaður Kering France og ritstjóri Vogue Emmanuelle Alt.Hönnuðurinn Alber Elbaz.Fyrirsætan Aymeline Valade.Fyrirsætan Lou Doillon,Hönnuðurinn Isabelle Marant.
Mest lesið Að segja sig úr söfnuði ryklausra gólfa og skínandi baðkara Glamour Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Glamour Kortleggja öll dressin í Sex and the City Glamour Frískaðu upp á útlitið í lægðinni Glamour Madonna talaði hreinskilnislega um reynslu sína af tónlistarbransanum Glamour Nýjasta auglýsing Ikea er líka óléttupróf Glamour Leyfum sumarflíkunum að lifa í vetur Glamour Kendall Jenner komin með nýja klippingu Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Sundbolamerkið Swimslow frumsýnt Glamour