Jóhannes Stefánsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Lindarvatns. Hann tekur við starfinu af Davíð Þorlákssyni sem sagði starfinu lausu þegar hann réði sig til Samtaka atvinnulífsins í október síðastliðnum.
Í tilkynningu frá Icelandair Group segir að Lindarvatn eigi Landssímareitinn við Austurvöll þar sem til stendur að reisa íbúðir, veitingastaði, verslanir og hótel. Jafnframt verður NASA endurbyggt í upprunalegri mynd.
„Jóhannes starfaði áður á lögfræðisviði Icelandair Group, en hann er héraðsdómslögmaður. Hann var aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, fyrrverandi mennta- og menningarmála og áður blaðamaður á Viðskiptablaðinu og fréttamaður á fréttastofu 365,“ segir í tilkynningunni.
Áætlað sé að framkvæmdir hefjist snemma árs 2018 og að verklok verði um mitt ár 2019. Hönnun á reitnum hafi staðið yfir lengi undir stjórn THG Arkitekta.
Lindarvatn ehf. var stofnað 1993 og er eigandi fasteigna á Landssímareitnum (Aðalstræti 7 og 11, Thorvaldsensstræti 2, 4 og 6 og Vallarstræti 2 og 4).
Jóhannes ráðinn framkvæmdastjóri Lindarvatns
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið


Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana
Viðskipti erlent


Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk
Viðskipti erlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana
Viðskipti erlent

Verðfall á Wall Street
Viðskipti erlent


Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör
Viðskipti innlent