Munu fara með fólk í ferðalag aftur í tímann Guðný Hrönn skrifar 24. nóvember 2017 10:45 Björgvin Franz og Esther ætla að færa fólki jólaanda sjötta áratugarins. vísir/vilhelm Björgvin Franz Gíslason og Esther Jökulsdóttir ætla að ferðast með fólk aftur í tímann á jólatónleikum sínum þann 7. desember. Bæði heillast þau mjög af jólastemningunni sem ríkti í Ameríku á sjötta og sjöunda áratugnum og ætla þau að færa gestum sínum þá stemningu beint í æð í Gaflaraleikhúsinu. „Þetta er í raun jólasöngskemmtun en ekki bara tónleikar þar sem sögusviðið er í kringum1954. Þegar maður sér þessi kósíjól, sem Dean Martin og allir þessir kappar héldu, þá sér maður að þetta var allt svo kósí og allir virkuðu svo hamingjusamir. Okkur langaði svo að búa þá stemningu til,“ segir Björgvin. Hann segir mikið lagt í alla umgjörð sýningarinnar þar sem leikmynd og búningar ná að fanga þennan anda„Fólki á að líða eins og það sé komið aftur í tímann. Vanalega væri fólk til dæmis beðið um að slökkva á farsímanum sínum fyrir svona skemmtun, en þar sem árið er 1954, þá er það algjör óþarfi.“ Persónur Björgvins og Estherar eru íslenskir tónlistarmenn sem hafa ferðast um Bandaríkin og skemmt ríka og fræga fólkinu, að eigin sögn. „Þetta er fólk sem er búið að vera að skemmta í Ameríku og kemur til Íslands til að færa alþýðunni „alvöru“ jól eins og þau kalla það. Þau eru svolítið yfirlætisfull, hann er drykkfelldur og hún meðvirk. En á yfirborðinu er voða mikil gleði og gaman,“ segir hann og hlær. Aðspurður hvað það er sem heilli þau svona mikið við ameríska gamaldags jólastemningu segir Björgvin: „Bara það að horfa á þessi jól sem var verið að færa fram í bíómyndum þar sem allir voru í jólapeysum, með viskí, kakó og sykurpúða og sátu fyrir framan arineldinn á meðan snjóaði úti. Það var allt svo ótrúlega kósí.“ Björgvin tekur fram að þau óski sér að fólk nái að gleyma sér í jólaamstrinu á sýningu þeirra. Þess má geta að úrvalslið tónlistarmanna verður þeim til halds og trausts á tónleikunum og aðstoðar þau við að flytja öll bestu jólalög sjötta og sjöunda áratugarins undir stjórn Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira
Björgvin Franz Gíslason og Esther Jökulsdóttir ætla að ferðast með fólk aftur í tímann á jólatónleikum sínum þann 7. desember. Bæði heillast þau mjög af jólastemningunni sem ríkti í Ameríku á sjötta og sjöunda áratugnum og ætla þau að færa gestum sínum þá stemningu beint í æð í Gaflaraleikhúsinu. „Þetta er í raun jólasöngskemmtun en ekki bara tónleikar þar sem sögusviðið er í kringum1954. Þegar maður sér þessi kósíjól, sem Dean Martin og allir þessir kappar héldu, þá sér maður að þetta var allt svo kósí og allir virkuðu svo hamingjusamir. Okkur langaði svo að búa þá stemningu til,“ segir Björgvin. Hann segir mikið lagt í alla umgjörð sýningarinnar þar sem leikmynd og búningar ná að fanga þennan anda„Fólki á að líða eins og það sé komið aftur í tímann. Vanalega væri fólk til dæmis beðið um að slökkva á farsímanum sínum fyrir svona skemmtun, en þar sem árið er 1954, þá er það algjör óþarfi.“ Persónur Björgvins og Estherar eru íslenskir tónlistarmenn sem hafa ferðast um Bandaríkin og skemmt ríka og fræga fólkinu, að eigin sögn. „Þetta er fólk sem er búið að vera að skemmta í Ameríku og kemur til Íslands til að færa alþýðunni „alvöru“ jól eins og þau kalla það. Þau eru svolítið yfirlætisfull, hann er drykkfelldur og hún meðvirk. En á yfirborðinu er voða mikil gleði og gaman,“ segir hann og hlær. Aðspurður hvað það er sem heilli þau svona mikið við ameríska gamaldags jólastemningu segir Björgvin: „Bara það að horfa á þessi jól sem var verið að færa fram í bíómyndum þar sem allir voru í jólapeysum, með viskí, kakó og sykurpúða og sátu fyrir framan arineldinn á meðan snjóaði úti. Það var allt svo ótrúlega kósí.“ Björgvin tekur fram að þau óski sér að fólk nái að gleyma sér í jólaamstrinu á sýningu þeirra. Þess má geta að úrvalslið tónlistarmanna verður þeim til halds og trausts á tónleikunum og aðstoðar þau við að flytja öll bestu jólalög sjötta og sjöunda áratugarins undir stjórn Aðalheiðar Þorsteinsdóttur.
Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira