Ekkert sinfóníugarg hjá götuspilara Jónas Sen skrifar 24. nóvember 2017 10:15 "Bell lék af ótrúlegum glæsibrag og hljómsveitin spilaði eins og einn maður,“ segir í dómnum. NordicPhoto/Getty Tónlist Sinfóníutónleikar Verk eftir Bach, Beethoven og Piazzolla. Einleikari og stjórnandi: Joshua Bell. Academy of St. Martin in the Fields lék. Eldborg í Hörpu þriðjudagurinn 21. nóvember Fyrir um hálfri öld var mikið kvartað undan „sinfóníugarginu“ í útvarpinu. Einu sinni birtist lesendabréf þar sem útvarpsstjóri var vinsamlegast beðinn um að skrúfa fyrir Brandara-borgarkonsertana eftir Jóhann Sebastian Bjakk. Þessi ódýra fyndni kom upp í huga minn á tónleikum í Eldborginni í Hörpu á þriðjudagskvöldið. Þar lék heimsfrægur fiðlusnillingur, Joshua Bell, ásamt erlendri kammersveit, þriðja BRANDENBURGARkonsertinn eftir Bach. Hann var svo hraður að það var hálfgerður brandari. Ekki þó í neikvæðum skilningi. Gríðarleg færni Bell og sveitarinnar opinberaðist í hárnákvæmu samspili, fullkomnum tónahlaupum eftir strengjunum, og einkar líflegum anda. Maður gat ekki annað en hlegið. Hljómsveitin sem um ræðir heitir Academy of St. Martin in the Fields. Hún dregur nafn sitt af kirkju á Trafalgar torgi í London og er ein besta kammersveit heims. Bell er líka stórkostlegur fiðluleikari sem kom svo sannarlega í ljós í næsta atriði dagskrárinnar, fiðlukonsertinum eftir Beethoven. Þetta er ljóðrænt verk, fremur innhverft, og skartar himneskum laglínum sem oftar en ekki eru leiknar á efsta tónsviði einleiksfiðlunnar. Skemmst er frá því að segja að einleikur Bell var himneskur. Hver einasti tónn var tandurhreinn og fagurlega mótaður. Önnur tæknileg atriði voru meistaraleg og túlkunin var gædd hrífandi skáldskap. Bell tók þátt í áhugaverðri tilraun fyrir tíu árum. Þremur dögum eftir að hann gerði allt vitlaust á tónleikum í Washington, setti hann á sig derhúfu og kom sér fyrir í neðanjarðarlestarstöð með fiðluna að vopni. Hann lék sömu dagskrána og á tónleikunum fyrir gangandi vegfarendur, en við hliðina var baukur sem fólk gat sett peninga í. Af öllum fjöldanum sem gekk fram hjá stoppuðu aðeins sjö til að hlusta og bara einn þekkti hann. Peningarnir sem hann fékk voru 37 dollarar. Gerningurinn var tekinn upp með falinni myndavél og má sjá á YouTube. Greinilegt er að samhengi skiptir miklu máli þegar tónlist er annars vegar. Ljóst er þó að snilldin leynist víða og gott að hafa augu og eyru opin fyrir henni. Eftir hlé var flutt verk eftir Astor Piazzolla. Það heitir Árstíðirnar fjórar í Buenos Aires og einkennist af glannalegum fiðlueinleik og ríkulegri tangóstemningu. Piazzolla sótti innblástur í tangóinn, en tangóelskandi Argentínubúar eru þó almennt ekki hrifnir af honum. Tónlist hans er svo margbrotin og frjálsleg í takti að erfitt þykir að dansa eftir henni, og þá er allt ónýtt! Enda stóð enginn upp til að dansa á tónleikunum í Hörpu, en flutningurinn var samt sem áður hinn skemmtilegasti. Tónlistin var grípandi, full af ástríðum og spennandi tilþrifum. Bell lék af ótrúlegum glæsibrag og hljómsveitin spilaði eins og einn maður, af dásamlegri fágun, fyllingu og breidd. Þetta var ekki leiðinlegt, ó, nei.Niðurstaða: Frábær einleikari og hljómsveit. Með bestu tónleikum ársins. Tónlistargagnrýni Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Sinfóníutónleikar Verk eftir Bach, Beethoven og Piazzolla. Einleikari og stjórnandi: Joshua Bell. Academy of St. Martin in the Fields lék. Eldborg í Hörpu þriðjudagurinn 21. nóvember Fyrir um hálfri öld var mikið kvartað undan „sinfóníugarginu“ í útvarpinu. Einu sinni birtist lesendabréf þar sem útvarpsstjóri var vinsamlegast beðinn um að skrúfa fyrir Brandara-borgarkonsertana eftir Jóhann Sebastian Bjakk. Þessi ódýra fyndni kom upp í huga minn á tónleikum í Eldborginni í Hörpu á þriðjudagskvöldið. Þar lék heimsfrægur fiðlusnillingur, Joshua Bell, ásamt erlendri kammersveit, þriðja BRANDENBURGARkonsertinn eftir Bach. Hann var svo hraður að það var hálfgerður brandari. Ekki þó í neikvæðum skilningi. Gríðarleg færni Bell og sveitarinnar opinberaðist í hárnákvæmu samspili, fullkomnum tónahlaupum eftir strengjunum, og einkar líflegum anda. Maður gat ekki annað en hlegið. Hljómsveitin sem um ræðir heitir Academy of St. Martin in the Fields. Hún dregur nafn sitt af kirkju á Trafalgar torgi í London og er ein besta kammersveit heims. Bell er líka stórkostlegur fiðluleikari sem kom svo sannarlega í ljós í næsta atriði dagskrárinnar, fiðlukonsertinum eftir Beethoven. Þetta er ljóðrænt verk, fremur innhverft, og skartar himneskum laglínum sem oftar en ekki eru leiknar á efsta tónsviði einleiksfiðlunnar. Skemmst er frá því að segja að einleikur Bell var himneskur. Hver einasti tónn var tandurhreinn og fagurlega mótaður. Önnur tæknileg atriði voru meistaraleg og túlkunin var gædd hrífandi skáldskap. Bell tók þátt í áhugaverðri tilraun fyrir tíu árum. Þremur dögum eftir að hann gerði allt vitlaust á tónleikum í Washington, setti hann á sig derhúfu og kom sér fyrir í neðanjarðarlestarstöð með fiðluna að vopni. Hann lék sömu dagskrána og á tónleikunum fyrir gangandi vegfarendur, en við hliðina var baukur sem fólk gat sett peninga í. Af öllum fjöldanum sem gekk fram hjá stoppuðu aðeins sjö til að hlusta og bara einn þekkti hann. Peningarnir sem hann fékk voru 37 dollarar. Gerningurinn var tekinn upp með falinni myndavél og má sjá á YouTube. Greinilegt er að samhengi skiptir miklu máli þegar tónlist er annars vegar. Ljóst er þó að snilldin leynist víða og gott að hafa augu og eyru opin fyrir henni. Eftir hlé var flutt verk eftir Astor Piazzolla. Það heitir Árstíðirnar fjórar í Buenos Aires og einkennist af glannalegum fiðlueinleik og ríkulegri tangóstemningu. Piazzolla sótti innblástur í tangóinn, en tangóelskandi Argentínubúar eru þó almennt ekki hrifnir af honum. Tónlist hans er svo margbrotin og frjálsleg í takti að erfitt þykir að dansa eftir henni, og þá er allt ónýtt! Enda stóð enginn upp til að dansa á tónleikunum í Hörpu, en flutningurinn var samt sem áður hinn skemmtilegasti. Tónlistin var grípandi, full af ástríðum og spennandi tilþrifum. Bell lék af ótrúlegum glæsibrag og hljómsveitin spilaði eins og einn maður, af dásamlegri fágun, fyllingu og breidd. Þetta var ekki leiðinlegt, ó, nei.Niðurstaða: Frábær einleikari og hljómsveit. Með bestu tónleikum ársins.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira