Afnema reglugerð um „hlutleysi á netinu“ Daníel Freyr Birkisson skrifar 21. nóvember 2017 17:14 Ajit Pai stýrir Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna. vísir/Getty Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna (Federal Communications Commission) gaf það nýverið út að hún hygðist afnema reglugerð frá 2015, sem sett var í forsetatíð Baracks Obama, um „net neutrality“ eða svokallað hlutleysi á netinu. Hlutleysi á netinu er hugtak sem lagaprófessorinn Tim Wu, við Columbia-háskóla, fjallaði einna fyrstur um. Það felur í sér að stjórnvöld og vefveitur megi ekki undir neinum kringumstæðum notfæra sér aðstæður til að hindra, stöðva eða hægja á aðgangi fyrir ákveðnar vefsíður eða efni á netinu. Forstöðumaður fjarskiptastofnunarinnar, Ajit Pai, tilkynnti að ákvörðunin færi að öllum líkindum í gegn á boðuðum fundi þann 14. desember næstkomandi. Stjórnarmenn stofnunarinnar eru fimm, þrír repúblikanar og tveir demókratar. Pai er skipaður af Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sem gagnrýnt hefur Obama fyrir að koma reglugerðinni í gegn. Pai segir enn fremur að „Internetið hafi vel virkað áður en reglugerðinni var komið í gegn árið 2015“ og að „Internetið sé besta uppfinning frjáls markaðar.“ Reglugerðir stjórnvalda myndu draga úr gæðum þess. Netveitur á borð við AT&T, Comcast og Verizon hafa skorað á fjarskiptastofnunina að afnema reglugerðina og fagna því eflaust þeim fyrirætlunum sem kynntar voru nýlega. Ákvörðunin myndi vafalaust auðvelda ofangreindum fyrirtækjum að vinna hlutina eftir eigin hagsmunum. Auk þess myndi ákvörðunin draga úr möguleikum arftaka Trumps og ríkisstjórnar hans um að koma á reglugerðum á veraldarvefnum. Google og Facebook hafa eindregið hvatt fjarskiptastofnunina um að endurskoða ákvörðun sína. Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna (Federal Communications Commission) gaf það nýverið út að hún hygðist afnema reglugerð frá 2015, sem sett var í forsetatíð Baracks Obama, um „net neutrality“ eða svokallað hlutleysi á netinu. Hlutleysi á netinu er hugtak sem lagaprófessorinn Tim Wu, við Columbia-háskóla, fjallaði einna fyrstur um. Það felur í sér að stjórnvöld og vefveitur megi ekki undir neinum kringumstæðum notfæra sér aðstæður til að hindra, stöðva eða hægja á aðgangi fyrir ákveðnar vefsíður eða efni á netinu. Forstöðumaður fjarskiptastofnunarinnar, Ajit Pai, tilkynnti að ákvörðunin færi að öllum líkindum í gegn á boðuðum fundi þann 14. desember næstkomandi. Stjórnarmenn stofnunarinnar eru fimm, þrír repúblikanar og tveir demókratar. Pai er skipaður af Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sem gagnrýnt hefur Obama fyrir að koma reglugerðinni í gegn. Pai segir enn fremur að „Internetið hafi vel virkað áður en reglugerðinni var komið í gegn árið 2015“ og að „Internetið sé besta uppfinning frjáls markaðar.“ Reglugerðir stjórnvalda myndu draga úr gæðum þess. Netveitur á borð við AT&T, Comcast og Verizon hafa skorað á fjarskiptastofnunina að afnema reglugerðina og fagna því eflaust þeim fyrirætlunum sem kynntar voru nýlega. Ákvörðunin myndi vafalaust auðvelda ofangreindum fyrirtækjum að vinna hlutina eftir eigin hagsmunum. Auk þess myndi ákvörðunin draga úr möguleikum arftaka Trumps og ríkisstjórnar hans um að koma á reglugerðum á veraldarvefnum. Google og Facebook hafa eindregið hvatt fjarskiptastofnunina um að endurskoða ákvörðun sína.
Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira