Sport

Fyrrverandi Wimbledon-meistari látinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jana Novotná í sigurvímu eftir úrslitaleikinn á Wimbledon 1998.
Jana Novotná í sigurvímu eftir úrslitaleikinn á Wimbledon 1998. vísir/getty
Jana Novotná, fyrrverandi Wimbledon-meistari í tennis, er látin, 49 ára að aldri. Banamein hennar var krabbamein.

Novotná komst þrisvar sinnum í úrslit á Wimbledon. Hún tapaði fyrir Steffi Graf í frægum úrslitaleik 1993 og fyrir Martinu Hingis fjórum árum seinna.

Árið 1998 vann hún loks Wimbledon, í þriðju tilraun. Hún bar þá sigurorð af Nathalie Tauziat í úrslitaleiknum.

Novotná komst einnig í úrslit á Opna ástralska 1991 og vann til silfurverðlauna í einliðaleik á Ólympíuleikunum 1988 og bronsverðlauna í Atlanta átta árum seinna. Hún vann einnig fjölda titla í tvíliða- og tvenndarleik.

Novotná var tekin inn í Heiðurshöllina í tennis 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×