"Ekki einu sinni reyna að ljúga að þér að þú munir ekki sukka yfir hátíðarnar” Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2017 19:30 Sölvi Fannar stundar mikla og stranga líkamsrækt. Mynd/Úr einkasafni „Flestir missa tökin á mataræðinu, þá sérstaklega yfir hátíðarnar,“ segir heilsuræktargúrúinn, leikarinn og heimspekingurinn Sölvi Fannar. Hann er þekktur fyrir að hugsa vel um líkama sinn og gefur lesendum Vísis heilsuráðgjöf í aðdraganda jólahátíðarinnar. „Ekki einu sinni reyna að ljúga að þér að þú munir ekki sukka yfir hátíðarnar þegar þú veist innst inni að þú munt gera það,“ segir Sölvi og bendir fólki á að það sé ekki of seint að grípa í taumana til að undirbúa sig fyrir jólahaldið. „Þegar það gerist höfum við tvo valkosti. Annar þeirra felst í því að við getum reynt að undirbúa okkur fyrirfram svo við eigum einhverja innistæðu þegar að skuldadögum kemur. Það gerum við einna helst með því að auka brennslu líkamans,“ segir Sölvi og heldur áfram. „Einfaldasta leiðin til þess er að borða fleiri en smærri máltíðir yfir daginn sem veldur aukinni brennslu en við getum einnig stundað einhverskonar líkamsrækt. Að sjálfsögðu er ekki verra að bæta hóflegri líkamsræktariðkun við hátíðarstemmninguna sjálfa. Þar fyrir utan halda streitulosun og góður svefn okkur í mun betra jafnvægi á sál og líkama.“ Sölvi gefur ræktinni þumal upp.Mynd / Úr einkasafni Lífið er núna Sölvi er ekki hrifinn af hinum valkostinum sem er í boði að hans sögn. „Hin leiðin er að segja bara skíttmeð'a og trúa því sem margir segja að 80% af þyngdinni sem við bætum á okkur yfir hátíðarnar er “bara” vatn og taka svo svo því sem koma skal.“ Sölvi hlakkar til jólanna og ætlar að njóta þeirra með sínum nánustu. „Við vitum auðvitað aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér og því er um að gera að njóta þess sem við höfum á meðan við höfum það. Lífið er núna - Gleðileg jól.“ Áður en blaðamaður kveður Sölva býður hann uppá innblástur í formi brots úr ljóðinu Jól eftir frænda sinn, skáldið Stein Steinarr „Og ger þú nú snjallræði nokkurt, svo fólkið finni í fordæmi þínu hygginn og slóttugan mann: Með kurteisum svip skaltu kveikja í stofunni þinni, og kauptu svo sóknarprestinn og éttu hann.“ Heilsa Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Sjá meira
„Flestir missa tökin á mataræðinu, þá sérstaklega yfir hátíðarnar,“ segir heilsuræktargúrúinn, leikarinn og heimspekingurinn Sölvi Fannar. Hann er þekktur fyrir að hugsa vel um líkama sinn og gefur lesendum Vísis heilsuráðgjöf í aðdraganda jólahátíðarinnar. „Ekki einu sinni reyna að ljúga að þér að þú munir ekki sukka yfir hátíðarnar þegar þú veist innst inni að þú munt gera það,“ segir Sölvi og bendir fólki á að það sé ekki of seint að grípa í taumana til að undirbúa sig fyrir jólahaldið. „Þegar það gerist höfum við tvo valkosti. Annar þeirra felst í því að við getum reynt að undirbúa okkur fyrirfram svo við eigum einhverja innistæðu þegar að skuldadögum kemur. Það gerum við einna helst með því að auka brennslu líkamans,“ segir Sölvi og heldur áfram. „Einfaldasta leiðin til þess er að borða fleiri en smærri máltíðir yfir daginn sem veldur aukinni brennslu en við getum einnig stundað einhverskonar líkamsrækt. Að sjálfsögðu er ekki verra að bæta hóflegri líkamsræktariðkun við hátíðarstemmninguna sjálfa. Þar fyrir utan halda streitulosun og góður svefn okkur í mun betra jafnvægi á sál og líkama.“ Sölvi gefur ræktinni þumal upp.Mynd / Úr einkasafni Lífið er núna Sölvi er ekki hrifinn af hinum valkostinum sem er í boði að hans sögn. „Hin leiðin er að segja bara skíttmeð'a og trúa því sem margir segja að 80% af þyngdinni sem við bætum á okkur yfir hátíðarnar er “bara” vatn og taka svo svo því sem koma skal.“ Sölvi hlakkar til jólanna og ætlar að njóta þeirra með sínum nánustu. „Við vitum auðvitað aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér og því er um að gera að njóta þess sem við höfum á meðan við höfum það. Lífið er núna - Gleðileg jól.“ Áður en blaðamaður kveður Sölva býður hann uppá innblástur í formi brots úr ljóðinu Jól eftir frænda sinn, skáldið Stein Steinarr „Og ger þú nú snjallræði nokkurt, svo fólkið finni í fordæmi þínu hygginn og slóttugan mann: Með kurteisum svip skaltu kveikja í stofunni þinni, og kauptu svo sóknarprestinn og éttu hann.“
Heilsa Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Sjá meira