Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Rósu Björk Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. nóvember 2017 19:30 Rósa á að baki fjölbreyttan feril. Vísir / Skjáskot af timarit.is Stjórnmálakonan Rósa Björk Brynjólfsdóttir í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði hefur verið mikið í deiglunni eftir að hún tilkynnti að hún styddi ekki málefnasamning nýrrar ríkisstjórnar. Lífið fór því á stúfana og kynnti sér Rósu Björk til hlítar, og komst að ýmsu sem eflaust margir vissu ekki um þessa hæfileikaríku og skeleggu konu. Þau fermdust saman.Vísir / Skjáskot af timarit.is 1. Fermdist með fréttamanni Rósa Björk Brynjólfsdóttir fæddist árið 1975 og fermdist í Hjallasókn sunnudaginn 23. apríl árið 1989. Meðal þeirra sem fermdust með Rósu var fréttamaðurinn Gunnar Reynir Valþórsson, sem hefur vakið athygli fyrir fagmannlegan fréttaflutning í fréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Sigursælir Blikar.Vísir / Skjáskot af timarit.is 2. Íslandsmeistari í fótbolta Rósa var liðtæk í boltanum á sínum yngri árum, en mikið af okkar hæfileikaríkasta fólki hefur einmitt fengið útrás fyrir keppnisskapið í ýmsum hópíþróttum. Rósa náði góðum árangri í knattspyrnu og varð til dæmis Íslandsmeistari í 2. flokki kvenna með Kópavogsliðinu Breiðabliki árið 1992. Á förnum vegi.Vísir / Skjáskot af timarit.is 3. Ofurtolla, já takk! Í liðnum Fimm á förnum vegi í Alþýðublaðinu í apríl árið 1995 voru fimm einstaklingar spurðir hvort þeir studdu ofurtolla á influttar landbúnaðarvörur. Ekki stóð á svörunum hjá Rósu og sagði hún einfaldlega: „ Já, ég styð þá. Ég tel það nauðsynlegt til að vernda íslenska landbúnað.“ Ekki hægt að segja annað við svona athöfn en: Merci!Vísir / Skjáskot af timarit.is 4. Je m’appelle Rósa Rósa náði sér í DELF-próf í frönsku frá Université de Stendhal árið 1996, ári eftir að hún lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum í Reykjavík. Hún ku vera ansi sleip í frönskunni og sýndi góða takta í samkeppni um bestu viðskiptafrönskuna árið 1999. Rósa náði þó ekki að bera sigur úr býtum, en hlaut viðurkenningu og bókaverðlaun sem afhent voru á veitingahúsinu Lækjarbrekku. Í yfirheyrslu í Morgunblaðinu.Vísir / Skjáskot af timarit.is 5. Dreymdi um að vera bóndi í eyðifirði VG-liðinn hefur komið víða við í fjölmiðlaheiminum, bæði hér heima og erlendis. Hún vann við dagskrárgerð á RÚV, Rás 2, NFS og Stöð 2 svo fátt eitt sé nefnt og var fréttaritstjóri hjá sjónvarpsstöðinni France 24. Þá sinnti hún einnig starfi fréttaritstjóra og fréttaritara á Íslandi fyrir Al Jazeera, TF1, BBC og fleiri erlendar fréttastöðvar áður en hún dembdi sér í stjórnmálin af fullum krafti. Árið 2002 stjórnaði hún þættinum Hvernig sem viðrar ásamt Vilhelmi Antoni Jónssyni, betur þekktur sem Villi naglbítur, þar sem þau tvö ferðuðust um landið vítt og breitt. Rósa stóð sig með stakri prýði í þáttunum enda með leiðsögumannapróf frá Leiðsöguskóla Íslands og gönguleiðsagnapróf. Þá vann hún í nokkur ár sem leiðsögumaður á hálendi Íslands. Í viðtali við Morgunblaðið sama ár, í tengslum við þættina, sagðist Rósa helst vilja vera bóndi í eyðifirði ef hún væri ekki þáttarstjórnandi. Það er spurning hvort sá draumur rætist nú í ljósi nýjustu fregna úr herbúðum VG. Tengdar fréttir Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Manuelu Barnastjarna í leikhúsinu og frænka Bubba. 21. nóvember 2017 20:30 Tveir þingmenn heltast úr lestinni Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson greiddu atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi Vinstri grænna í gærkvöldi. 30. nóvember 2017 07:00 Andrés og Rósa Björk styðja ekki sáttmálann Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir á flokksráðsfundi flokksins að þau gætu ekki stutt stjórnarsáttmála VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 29. nóvember 2017 19:15 5 hlutir sem þú vissir ekki um Katrínu Jakobsdóttur Hún elskar Keanu Reeves og dreymdi um að verða geimfari. 14. nóvember 2017 19:30 Segir Andrés Inga og Rósu Björk vel geta starfað áfram þrátt fyrir andstöðu gegn samstarfinu "Það er ekki óalgengt í lýðræðislegu starfi að verða undir í atkvæðagreiðslu en sætta sig við niðurstöðuna og vinna samkvæmt henni,“ segir stjórnmálafræðiprófessor. 29. nóvember 2017 20:09 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Stjórnmálakonan Rósa Björk Brynjólfsdóttir í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði hefur verið mikið í deiglunni eftir að hún tilkynnti að hún styddi ekki málefnasamning nýrrar ríkisstjórnar. Lífið fór því á stúfana og kynnti sér Rósu Björk til hlítar, og komst að ýmsu sem eflaust margir vissu ekki um þessa hæfileikaríku og skeleggu konu. Þau fermdust saman.Vísir / Skjáskot af timarit.is 1. Fermdist með fréttamanni Rósa Björk Brynjólfsdóttir fæddist árið 1975 og fermdist í Hjallasókn sunnudaginn 23. apríl árið 1989. Meðal þeirra sem fermdust með Rósu var fréttamaðurinn Gunnar Reynir Valþórsson, sem hefur vakið athygli fyrir fagmannlegan fréttaflutning í fréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Sigursælir Blikar.Vísir / Skjáskot af timarit.is 2. Íslandsmeistari í fótbolta Rósa var liðtæk í boltanum á sínum yngri árum, en mikið af okkar hæfileikaríkasta fólki hefur einmitt fengið útrás fyrir keppnisskapið í ýmsum hópíþróttum. Rósa náði góðum árangri í knattspyrnu og varð til dæmis Íslandsmeistari í 2. flokki kvenna með Kópavogsliðinu Breiðabliki árið 1992. Á förnum vegi.Vísir / Skjáskot af timarit.is 3. Ofurtolla, já takk! Í liðnum Fimm á förnum vegi í Alþýðublaðinu í apríl árið 1995 voru fimm einstaklingar spurðir hvort þeir studdu ofurtolla á influttar landbúnaðarvörur. Ekki stóð á svörunum hjá Rósu og sagði hún einfaldlega: „ Já, ég styð þá. Ég tel það nauðsynlegt til að vernda íslenska landbúnað.“ Ekki hægt að segja annað við svona athöfn en: Merci!Vísir / Skjáskot af timarit.is 4. Je m’appelle Rósa Rósa náði sér í DELF-próf í frönsku frá Université de Stendhal árið 1996, ári eftir að hún lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum í Reykjavík. Hún ku vera ansi sleip í frönskunni og sýndi góða takta í samkeppni um bestu viðskiptafrönskuna árið 1999. Rósa náði þó ekki að bera sigur úr býtum, en hlaut viðurkenningu og bókaverðlaun sem afhent voru á veitingahúsinu Lækjarbrekku. Í yfirheyrslu í Morgunblaðinu.Vísir / Skjáskot af timarit.is 5. Dreymdi um að vera bóndi í eyðifirði VG-liðinn hefur komið víða við í fjölmiðlaheiminum, bæði hér heima og erlendis. Hún vann við dagskrárgerð á RÚV, Rás 2, NFS og Stöð 2 svo fátt eitt sé nefnt og var fréttaritstjóri hjá sjónvarpsstöðinni France 24. Þá sinnti hún einnig starfi fréttaritstjóra og fréttaritara á Íslandi fyrir Al Jazeera, TF1, BBC og fleiri erlendar fréttastöðvar áður en hún dembdi sér í stjórnmálin af fullum krafti. Árið 2002 stjórnaði hún þættinum Hvernig sem viðrar ásamt Vilhelmi Antoni Jónssyni, betur þekktur sem Villi naglbítur, þar sem þau tvö ferðuðust um landið vítt og breitt. Rósa stóð sig með stakri prýði í þáttunum enda með leiðsögumannapróf frá Leiðsöguskóla Íslands og gönguleiðsagnapróf. Þá vann hún í nokkur ár sem leiðsögumaður á hálendi Íslands. Í viðtali við Morgunblaðið sama ár, í tengslum við þættina, sagðist Rósa helst vilja vera bóndi í eyðifirði ef hún væri ekki þáttarstjórnandi. Það er spurning hvort sá draumur rætist nú í ljósi nýjustu fregna úr herbúðum VG.
Tengdar fréttir Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Manuelu Barnastjarna í leikhúsinu og frænka Bubba. 21. nóvember 2017 20:30 Tveir þingmenn heltast úr lestinni Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson greiddu atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi Vinstri grænna í gærkvöldi. 30. nóvember 2017 07:00 Andrés og Rósa Björk styðja ekki sáttmálann Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir á flokksráðsfundi flokksins að þau gætu ekki stutt stjórnarsáttmála VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 29. nóvember 2017 19:15 5 hlutir sem þú vissir ekki um Katrínu Jakobsdóttur Hún elskar Keanu Reeves og dreymdi um að verða geimfari. 14. nóvember 2017 19:30 Segir Andrés Inga og Rósu Björk vel geta starfað áfram þrátt fyrir andstöðu gegn samstarfinu "Það er ekki óalgengt í lýðræðislegu starfi að verða undir í atkvæðagreiðslu en sætta sig við niðurstöðuna og vinna samkvæmt henni,“ segir stjórnmálafræðiprófessor. 29. nóvember 2017 20:09 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Manuelu Barnastjarna í leikhúsinu og frænka Bubba. 21. nóvember 2017 20:30
Tveir þingmenn heltast úr lestinni Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson greiddu atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi Vinstri grænna í gærkvöldi. 30. nóvember 2017 07:00
Andrés og Rósa Björk styðja ekki sáttmálann Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir á flokksráðsfundi flokksins að þau gætu ekki stutt stjórnarsáttmála VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 29. nóvember 2017 19:15
5 hlutir sem þú vissir ekki um Katrínu Jakobsdóttur Hún elskar Keanu Reeves og dreymdi um að verða geimfari. 14. nóvember 2017 19:30
Segir Andrés Inga og Rósu Björk vel geta starfað áfram þrátt fyrir andstöðu gegn samstarfinu "Það er ekki óalgengt í lýðræðislegu starfi að verða undir í atkvæðagreiðslu en sætta sig við niðurstöðuna og vinna samkvæmt henni,“ segir stjórnmálafræðiprófessor. 29. nóvember 2017 20:09