Leslistinn Magnús Guðmundsson skrifar 11. desember 2017 07:00 Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að setja orð á blað um mikilvægi lesturs en engu að síður er hér ein skvettan til. Tilefnið er könnun sem Miðstöð íslenskra bókmennta lét gera á viðhorfi Íslendinga til bóklesturs, þýðinga og opinbers stuðnings við bókmenntir. Niðurstöðurnar eru um margt forvitnilegar og geta vel nýst til þess að ákvarða næstu skref varðandi stuðning við bókmenningu á Íslandi. Ekki síst með tilliti til þess hversu mikilvæg öflug bókmenning er fyrir smáþjóð sem vill raunverulega vernda og viðhalda sínu sérstaka tungumáli. Í fyrsta lagi sýnir könnunin okkur að meirihluti Íslendinga les einungis eða oftar á íslensku en öðrum tungumálum, en reyndar er það líka svo að 34 ára og yngri lesa mun síður á íslensku en þeir sem eldri eru. Í öðru lagi er merkilegt að rúm 80% landsmanna taka undir mikilvægi þess að þýða nýjar erlendar bækur á íslensku, en það kemur síður á óvart að það dregur úr stuðningi við mikilvægi þýðinga eftir því sem svarendur yngjast. Síðast en ekki síst sýnir könnunin afgerandi stuðning, 77,5% svarenda, við þeirri fullyrðingu að mikilvægt sé að íslensk bókmenning hafi aðgang að opinberum stuðningi. Það er reyndar aldurshópurinn 18 til 24 ára sem sýnir þessu mestan skilning sem felur í sér jákvæð skilaboð frá þessum lesendum framtíðarinnar. Þessi mikla fylgni við mikilvægi þess að þýða nýjar erlendar bækur, ásamt stuðningi við að aðgangur íslenskrar bókmenningar að opinberum stuðningi felur í sér skýr skilaboð til Lilju Alfreðsdóttur, nýskipaðs mennta- og menningarmálaráðherra. Lilja virðist reyndar ætla að fara vel af stað með afnámi virðisaukaskatts á bækur en betur má ef duga skal. Þörfin fyrir að efla bókmenningu er mikil því með sterkri bókmenningu stuðlum við að bættri stöðu íslenskunnar, styrkjum grunnstoðir menntunar, eflum siðferðisvitund og byggjum betra samfélag. Kannski þykir einhverjum að hér sé helst til vel í lagt, en það andmælir því vart nokkur að ávinningurinn af lestri góðra bóka er ótvíræður. Það er því ekki úr vegi að kalla eftir hugmyndum að því hvað er helst til ráða. Hjá Miðstöð íslenskra bókmennta er unnið gott og mikið starf en fjármagnið er af skornum skammti en verkefnin mörg og margvísleg. Vissulega væri gott að veita auknu fjármagni til Miðstöðvarinnar en þá má líka skoða hvort það ætti að fela í sér ákveðnar áherslur eins og t.d. að efla útgáfu bóka fyrir börn og ungmenni. Slíkt viðbótarfé gæti jafnvel verið eyrnamerkt því verkefni að styðja við höfunda, þýðendur og útgefendur barna- og ungmennabókmennta. Lengi hefur verið kallað eftir fleiri titlum fyrir unga lesendur sem þurfa einfaldlega að sætta sig við of stuttan leslista. Afleiðingin er að snemma leita ungir lestrarhestar á náðir enskunnar á meðan aðrir leggja frá sér bókina og skaðinn er skeður. Ef við tryggjum ekki börnum og ungmennum nóg af vönduðu og spennandi lesefni er engin þörf á því að vera hissa á því að þau verði sum hver illa læs.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. desember. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Skoðun Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun
Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að setja orð á blað um mikilvægi lesturs en engu að síður er hér ein skvettan til. Tilefnið er könnun sem Miðstöð íslenskra bókmennta lét gera á viðhorfi Íslendinga til bóklesturs, þýðinga og opinbers stuðnings við bókmenntir. Niðurstöðurnar eru um margt forvitnilegar og geta vel nýst til þess að ákvarða næstu skref varðandi stuðning við bókmenningu á Íslandi. Ekki síst með tilliti til þess hversu mikilvæg öflug bókmenning er fyrir smáþjóð sem vill raunverulega vernda og viðhalda sínu sérstaka tungumáli. Í fyrsta lagi sýnir könnunin okkur að meirihluti Íslendinga les einungis eða oftar á íslensku en öðrum tungumálum, en reyndar er það líka svo að 34 ára og yngri lesa mun síður á íslensku en þeir sem eldri eru. Í öðru lagi er merkilegt að rúm 80% landsmanna taka undir mikilvægi þess að þýða nýjar erlendar bækur á íslensku, en það kemur síður á óvart að það dregur úr stuðningi við mikilvægi þýðinga eftir því sem svarendur yngjast. Síðast en ekki síst sýnir könnunin afgerandi stuðning, 77,5% svarenda, við þeirri fullyrðingu að mikilvægt sé að íslensk bókmenning hafi aðgang að opinberum stuðningi. Það er reyndar aldurshópurinn 18 til 24 ára sem sýnir þessu mestan skilning sem felur í sér jákvæð skilaboð frá þessum lesendum framtíðarinnar. Þessi mikla fylgni við mikilvægi þess að þýða nýjar erlendar bækur, ásamt stuðningi við að aðgangur íslenskrar bókmenningar að opinberum stuðningi felur í sér skýr skilaboð til Lilju Alfreðsdóttur, nýskipaðs mennta- og menningarmálaráðherra. Lilja virðist reyndar ætla að fara vel af stað með afnámi virðisaukaskatts á bækur en betur má ef duga skal. Þörfin fyrir að efla bókmenningu er mikil því með sterkri bókmenningu stuðlum við að bættri stöðu íslenskunnar, styrkjum grunnstoðir menntunar, eflum siðferðisvitund og byggjum betra samfélag. Kannski þykir einhverjum að hér sé helst til vel í lagt, en það andmælir því vart nokkur að ávinningurinn af lestri góðra bóka er ótvíræður. Það er því ekki úr vegi að kalla eftir hugmyndum að því hvað er helst til ráða. Hjá Miðstöð íslenskra bókmennta er unnið gott og mikið starf en fjármagnið er af skornum skammti en verkefnin mörg og margvísleg. Vissulega væri gott að veita auknu fjármagni til Miðstöðvarinnar en þá má líka skoða hvort það ætti að fela í sér ákveðnar áherslur eins og t.d. að efla útgáfu bóka fyrir börn og ungmenni. Slíkt viðbótarfé gæti jafnvel verið eyrnamerkt því verkefni að styðja við höfunda, þýðendur og útgefendur barna- og ungmennabókmennta. Lengi hefur verið kallað eftir fleiri titlum fyrir unga lesendur sem þurfa einfaldlega að sætta sig við of stuttan leslista. Afleiðingin er að snemma leita ungir lestrarhestar á náðir enskunnar á meðan aðrir leggja frá sér bókina og skaðinn er skeður. Ef við tryggjum ekki börnum og ungmennum nóg af vönduðu og spennandi lesefni er engin þörf á því að vera hissa á því að þau verði sum hver illa læs.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. desember.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun