Stelpur á móti straumnum Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 9. desember 2017 13:00 Auður Sonjudóttir var nýlega kosin Harðasti iðnaðarmaður landsins í kosningu á Vísi. Átakið #kvennastarf var sett af stað á árinu og vísar til flokkunar starfsgreina í karla- og kvennastörf. Að því standa Samtök iðnaðarins og allir iðn- og verkgreinaskólar landsins. Átakið hefur það að markmiði að fjölga konum í iðn- og verkgreinum. Í átakinu hefur verið reynt að ráðast að úreltum staðalímyndum sem ríkja um hlutverk kynjanna.Deila reynslusögum Ólafur Sveinn Jóhannesson, deildarstjóri hjá Tækniskólanum, segir annað mikilvægt markmið með átakinu að gefa konum í karllægum iðngreinum vettvang til að deila reynslusögum og læra hver af annarri. „Þessi vettvangur kom einna helst í ljós á Facebook-síðu herferðarinnar, þar sem konur voru duglegar að senda inn myndir og segja reynslusögur sínar, hvort sem um var að ræða reynslu úr skóla eða atvinnulífi. Myllumerkið #kvennastarf varð líka vinsælt á Instagram þar sem margar konur deildu myndum af sér við hin ýmsu störf og hvöttu fleiri stelpur til þess að kynna sér nám í viðkomandi greinum,“ segir Ólafur Sveinn.Ekki marktækur munur „Þegar kemur að aðsókn í þær greinar sem voru tilteknar í herferðinni var ekki „marktækur“ munur á milli umsókna í vor, þegar litið er á hlutfall kvenna sem sækja um í þessum karllægu greinum, á milli skólaára. Þess ber þó að geta að þó nokkur aukning var í ákveðnum greinum svo sem skipstjórn og rafiðngreinum,“ segir Ólafur Sveinn og telur áhrif herferðarinnar líklega koma betur í ljós á næstu árum. „Konur sem velja að læra vélstjórn, húsasmíði eða skipstjórn eru ekki aðeins fyrirmyndir yngri stelpna sem langar að gera slíkt hið sama, heldur kvenna á öllum sviðum samfélagsins. Að mörgu leyti var herferðin komin langt út fyrir iðn- og tæknigreinar, ekkert ósvipað og #meetoo byltingin sem byrjaði með konum í kvikmyndageiranum en spannar nú allar starfsgreinar, en það kom vel í ljós – á kvenréttindadaginn 8. mars – þegar Íslandsbanki birti heilsíðuauglýsingar í dagblöðum undir fyrirsögninni „Bankastjóri er #kvennastarf“,“ segir Ólafur Sveinn.Tengja við herferðina Hann segir ungar konur sem hófu nám í Tækniskólanum á vormánuðum tengi við herferðina – þrátt fyrir að vera ekki endilega í karllægum geira. „Þær tengja við þessa upplifun, þá upplifun að þurfa að sanna sig meira eða réttlæta stöðu sína. Mjög fáir vita af því að herferðin er sú eina sem allir iðn- og verkmenntaskólar á landinu – auk Samtaka iðnaðarins – vinna í sameiningu. Það má segja að þetta hafi verið upphafið á því að vinna að sameiginlegu markmiði, sem er að fjölga nemendum sem velja iðn- og tæknigreinar að loknum grunnskóla úr 13 prósentum í 20 prósent fyrir árið 2020,“ segir Ólafur Sveinn. Marín Björk Jónasdóttir, sviðsstjóri iðn- og starfsnáms í Borgarholtsskóla, skynjar eins og Ólafur Sveinn mikla viðhorfsbreytingu. „Við bjóðum áttundu bekkingum til okkar og stelpurnar hafa sýnt töluverðan áhuga á iðnnámi. Ég held að það skipti miklu máli að kynna námið sem fyrst, það er of seint að bjóða tíundu bekkingum í heimsókn. Þá eru hugmyndir orðnar mótaðri. Þeir eru í raun búnir að ákveða sig. Við erum að spýta í lófana í kynningarstarfi,“ segir Marín.#meetoo byltingin hefur áhrif „Eitt af því sem skiptir máli er að ég er komin yfir sviðið hér í Borgarholtsskóla. Þó að ég sé ekki iðnmenntuð. Ég er menntuð náms- og starfsráðgjafi. Fyrirmyndirnar eru nefnilega fáar en mikilvægar,“ segir Marín og segir #metoo byltinguna munu einnig hafa áhrif til góðs. „Ég er sannfærð um að þessi bylgja skilar sér í bættri menningu og samskiptum. Það er búið að vera að taka til í hinum ýmsu greinum. Nektardagatölin eru farin af bílaverkstæðunum og fleira. Það er viðhorfið í dag að komi svona mál upp, áreitni, ofbeldi eða kvenfyrirlitning, sé tekið á því strax. Byltingin vekur stráka og karla til umhugsunar um talsmáta. Það er mikilvægt, því athugasemdir sem eru stundum látnar flakka og eru óviðeigandi hafa mikil áhrif á ungar stúlkur sem eru fáar í þessum iðngreinum og staða þeirra því viðkvæmari,“ segir Marín.Auður Linda Sonjudóttir bifvélavirki við vinnu hjá Bernhard. Visir/Anton brinkAðrir efuðust um námið og starfsvaliðAuður Linda Sonjudóttir, bifvélavirki hjá Bernhard.Auður Linda útskrifaðist sem bifvélavirki frá Borgarholtsskóla í vor og stefnir á að klára samning á verkstæði til sveinsprófs. Örfáar konur stunduðu nám með henni. „Auðvitað hefði ég viljað sjá fleiri konur í þessu námi. Með fleiri konum breytist vinnumenningin. Konur geta vel unnið störf á borð við að vera bifvélavirki. Þetta hefur ekki verið í fjölskyldunni. Ég er ekki alin upp við þetta. Pabbi var ekki með bíla eða mamma, en ég vildi geta gert þetta sjálf.“ Auður Linda ákvað að fara í nám í bifvélavirkjun í Borgarholtsskóla. Í skólanum er starfsnám í bíliðngreinum, bifreiðasmíði, bifvélavirkjun og bílamálum. Námið er hagnýtt og miðar að því að undirbúa nemendur undir töku sveinsprófs. Nemendur geta líka stundað nám til stúdentsprófs samhliða námi á bíltæknibrautum og ættu því að geta stundað háskólanám ef vilji stendur til. „Mér finnst iðnnám bjóða upp á fleiri möguleika á vinnumarkaði en ungt fólk gerir sér grein fyrir. Tæknin hefur breyst og gert það að verkum að þetta eru ekki eins þung störf. Þau reyna ekki jafn mikið á líkamlegan styrk og áður. Það er stundum sagt að störfin séu ekki aðlaðandi fyrir stelpur, vinnustaðirnir séu skítugir og svo framvegis. Og vissulega kem ég heim skítug og með skrámur en það er þess virði. Þetta starf er skemmtilegt, vinnustaðurinn lifandi. Mér finnst gaman að leysa málin fyrir fólk. Fólk hefur orðið hissa á námsvalinu og kannski viljað benda mér á eitthvað annað í staðinn. Eða efast um að ég hafi lært þetta í alvörunni og svona. Það breytist vonandi með enn meiri tækniframförum og fleiri stelpum í námi. Það eru allavega nóg atvinnutækifæri,“ segir Auður sem vinnur bara með karlmönnum. „Það er mjög skemmtilegt og lengir lífið þótt þeir séu stundum skrýtnir,“ segir hún og hlær.Kamile getur hugsað sér að vinna hjá stóru fyrirtæki eða stofnun. Fréttablaðið/AntonbrinkVön því að skera sig úrKamile Morkute, nemandi í RaftækniskólanumKamile situr og vinnur að verkefni í Tækniskólanum í fullum kennslusal. Hún er eina stelpan í hópnum en segist vön því að skera sig úr vegna áhugasviðs síns. „Það er ein önnur stelpa sem er með mér í náminu en við erum ekki í öllum tímum saman. Allir krakkarnir hér eru opnir hér fyrir mér. Mér líður vel í skólanum og mér líður ekkert eins og ég sé öðruvísi. Ég hef unnið í raflögnum og það var pínu skrýtið. Ég var eina stelpan. Ég var að vinna við að tengja, þá eru aðallega eldri karlar að vinna með mér. Ég er vön að gera það sem er ekki hefðbundið svo það er ekki stórmál. Ég sætti mig við að vera ein af fáum konum í bransanum. Ég hugsa að ég velji mér starfsvettvang hjá stóru fyrirtæki frekar en annan vettvang. Þar eru meiri líkur á spennandi verkefnum og fjölbreyttari vinnustað,“ segir Kamile. Hekla Karen við störf í eldhúsinu. Fréttablaðið/Anton brinkHrefna Sætran var sterk fyrirmyndHekla Karen Pálsdóttir, matreiðslumaður á Jamie Oliver„Ég hef starfað í faginu í sex ár og hef alltaf verið heppin með samstarfsfélaga,“ segir Hekla Karen Pálsdóttir matreiðslumaður aðspurð um viðhorf til hennar í faginu. „Ég var soldið mikið spurð um það hvort ég ætlaði að verða ólétt þegar ég var í náminu og hvenær ég ætlaði að eiga börn. Kokkar vinna langan vinnudag og það gerir það erfiðara að vera með ungbörn, ég man ekki eftir því að strákarnir væru spurðir að þessu. Það var ein stelpa sem hætti í náminu árinu áður en ég byrjaði vegna þess að hún var ólétt, það hefur vakið upp þessar pælingar hjá fólki. En ég held að viðhorfið sé að breytast hratt.“ En var Hekla Karen alltaf viss um hvað hún vildi gera? „Nei, ég get ekki sagt það, ég elti hjörðina eftir 10. bekk og fór í nokkra áfanga í fatahönnun áður en ég ákvað að fara í matreiðsluna í MK. Skemmtilegustu tímarnir í grunnskóla voru heimilisfræði og textíll og bóknám reyndist mér erfitt því að ég glími við námserfiðleika. Matreiðsluáhugann fékk ég frá foreldrum mínum, þau eru bæði flink í eldhúsinu. Ég man að ég var ekki nema fjögurra ára þegar að ég var farin að slá saman egg og elda með pabba.“ Konum fjölgar jafnt og þétt í stéttinni og er hún ekki lengur eins mikil karlastétt og áður. „Ég horfði á alla þættina hennar Hrefnu Sætran, hún var mín fyrirmynd þegar ég byrjaði. Ég hringdi bara í hana og óskaði eftir því að komast á samning hjá henni. Ég byrjaði að vinna á Fiskmarkaðnum undir hennar leiðsögn og ég var fyrsta stelpan sem lauk námi með hana sem meistara. Hrefna Sætran er ótrúlega góð og sterk fyrirmynd, ég á henni mikið að þakka.“ Í dag starfar Hekla Karen á veitingastaðnum Jamie Oliver sem var nýverið opnaður á Íslandi. „Ég ákvað að breyta til og sótti um hérna, ég hef mikinn áhuga á ítalskri matargerð, andinn í eldhúsinu er góður og fyrst þegar ég byrjaði að vinna hér voru fleiri stelpur á vaktinni en strákar. Sem er vísbending um breytta tíma.“ Díana Rós Del Negro og Högna Álfgeirsdóttir. Fréttablaðið/AntonbrinkVilja ævintýri og hærri launDíana Del Negro og Högna Álfgeirsdóttir, nemendur í SkipstjórnarskólanumDíana Rós Del Negro er aðeins fimmtán ára gömul og skráði sig í Skipstjórnarskólann strax eftir grunnskóla. Högna Álfgeirsdóttir er alin upp við sjómennsku. Hún hefur starfað í útgerð og á sjó frá sextán ára aldri og er frá sjávarplássi á Suðurlandi. „Ég var ákveðin í því að læra það sem ég hef áhuga á. Og það er allra helst þetta. Ég sé ævintýri í þessu og ýmsa möguleika,“ segir Díana Rós. Högna segist vilja bæta við sig námi til að auka möguleika sína á hærri launum og betri stöðu í útgerð. „Það er nú ástæðan fyrir því að ég er hér. Ég vil auðvitað fá hærri laun og er að styrkja stöðu mína í nánustu framtíð. Annars þá hefur mér alltaf verið vel tekið í vinnu og ég er alveg örugg með að fá vinnu eftir nám,“ segir hún. Þegar blaðamaður heimsækir þær á venjulegum skóladegi sitja þær í skólastofu sem er annars full af strákum. Þeir spyrja blaðamann strax af hverju þeir séu ekki líka til viðtals. „Við erum þó tvær í dag allavega, það er fínt. Strákarnir taka okkur ágætlega,“ segir Högna.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Átakið #kvennastarf var sett af stað á árinu og vísar til flokkunar starfsgreina í karla- og kvennastörf. Að því standa Samtök iðnaðarins og allir iðn- og verkgreinaskólar landsins. Átakið hefur það að markmiði að fjölga konum í iðn- og verkgreinum. Í átakinu hefur verið reynt að ráðast að úreltum staðalímyndum sem ríkja um hlutverk kynjanna.Deila reynslusögum Ólafur Sveinn Jóhannesson, deildarstjóri hjá Tækniskólanum, segir annað mikilvægt markmið með átakinu að gefa konum í karllægum iðngreinum vettvang til að deila reynslusögum og læra hver af annarri. „Þessi vettvangur kom einna helst í ljós á Facebook-síðu herferðarinnar, þar sem konur voru duglegar að senda inn myndir og segja reynslusögur sínar, hvort sem um var að ræða reynslu úr skóla eða atvinnulífi. Myllumerkið #kvennastarf varð líka vinsælt á Instagram þar sem margar konur deildu myndum af sér við hin ýmsu störf og hvöttu fleiri stelpur til þess að kynna sér nám í viðkomandi greinum,“ segir Ólafur Sveinn.Ekki marktækur munur „Þegar kemur að aðsókn í þær greinar sem voru tilteknar í herferðinni var ekki „marktækur“ munur á milli umsókna í vor, þegar litið er á hlutfall kvenna sem sækja um í þessum karllægu greinum, á milli skólaára. Þess ber þó að geta að þó nokkur aukning var í ákveðnum greinum svo sem skipstjórn og rafiðngreinum,“ segir Ólafur Sveinn og telur áhrif herferðarinnar líklega koma betur í ljós á næstu árum. „Konur sem velja að læra vélstjórn, húsasmíði eða skipstjórn eru ekki aðeins fyrirmyndir yngri stelpna sem langar að gera slíkt hið sama, heldur kvenna á öllum sviðum samfélagsins. Að mörgu leyti var herferðin komin langt út fyrir iðn- og tæknigreinar, ekkert ósvipað og #meetoo byltingin sem byrjaði með konum í kvikmyndageiranum en spannar nú allar starfsgreinar, en það kom vel í ljós – á kvenréttindadaginn 8. mars – þegar Íslandsbanki birti heilsíðuauglýsingar í dagblöðum undir fyrirsögninni „Bankastjóri er #kvennastarf“,“ segir Ólafur Sveinn.Tengja við herferðina Hann segir ungar konur sem hófu nám í Tækniskólanum á vormánuðum tengi við herferðina – þrátt fyrir að vera ekki endilega í karllægum geira. „Þær tengja við þessa upplifun, þá upplifun að þurfa að sanna sig meira eða réttlæta stöðu sína. Mjög fáir vita af því að herferðin er sú eina sem allir iðn- og verkmenntaskólar á landinu – auk Samtaka iðnaðarins – vinna í sameiningu. Það má segja að þetta hafi verið upphafið á því að vinna að sameiginlegu markmiði, sem er að fjölga nemendum sem velja iðn- og tæknigreinar að loknum grunnskóla úr 13 prósentum í 20 prósent fyrir árið 2020,“ segir Ólafur Sveinn. Marín Björk Jónasdóttir, sviðsstjóri iðn- og starfsnáms í Borgarholtsskóla, skynjar eins og Ólafur Sveinn mikla viðhorfsbreytingu. „Við bjóðum áttundu bekkingum til okkar og stelpurnar hafa sýnt töluverðan áhuga á iðnnámi. Ég held að það skipti miklu máli að kynna námið sem fyrst, það er of seint að bjóða tíundu bekkingum í heimsókn. Þá eru hugmyndir orðnar mótaðri. Þeir eru í raun búnir að ákveða sig. Við erum að spýta í lófana í kynningarstarfi,“ segir Marín.#meetoo byltingin hefur áhrif „Eitt af því sem skiptir máli er að ég er komin yfir sviðið hér í Borgarholtsskóla. Þó að ég sé ekki iðnmenntuð. Ég er menntuð náms- og starfsráðgjafi. Fyrirmyndirnar eru nefnilega fáar en mikilvægar,“ segir Marín og segir #metoo byltinguna munu einnig hafa áhrif til góðs. „Ég er sannfærð um að þessi bylgja skilar sér í bættri menningu og samskiptum. Það er búið að vera að taka til í hinum ýmsu greinum. Nektardagatölin eru farin af bílaverkstæðunum og fleira. Það er viðhorfið í dag að komi svona mál upp, áreitni, ofbeldi eða kvenfyrirlitning, sé tekið á því strax. Byltingin vekur stráka og karla til umhugsunar um talsmáta. Það er mikilvægt, því athugasemdir sem eru stundum látnar flakka og eru óviðeigandi hafa mikil áhrif á ungar stúlkur sem eru fáar í þessum iðngreinum og staða þeirra því viðkvæmari,“ segir Marín.Auður Linda Sonjudóttir bifvélavirki við vinnu hjá Bernhard. Visir/Anton brinkAðrir efuðust um námið og starfsvaliðAuður Linda Sonjudóttir, bifvélavirki hjá Bernhard.Auður Linda útskrifaðist sem bifvélavirki frá Borgarholtsskóla í vor og stefnir á að klára samning á verkstæði til sveinsprófs. Örfáar konur stunduðu nám með henni. „Auðvitað hefði ég viljað sjá fleiri konur í þessu námi. Með fleiri konum breytist vinnumenningin. Konur geta vel unnið störf á borð við að vera bifvélavirki. Þetta hefur ekki verið í fjölskyldunni. Ég er ekki alin upp við þetta. Pabbi var ekki með bíla eða mamma, en ég vildi geta gert þetta sjálf.“ Auður Linda ákvað að fara í nám í bifvélavirkjun í Borgarholtsskóla. Í skólanum er starfsnám í bíliðngreinum, bifreiðasmíði, bifvélavirkjun og bílamálum. Námið er hagnýtt og miðar að því að undirbúa nemendur undir töku sveinsprófs. Nemendur geta líka stundað nám til stúdentsprófs samhliða námi á bíltæknibrautum og ættu því að geta stundað háskólanám ef vilji stendur til. „Mér finnst iðnnám bjóða upp á fleiri möguleika á vinnumarkaði en ungt fólk gerir sér grein fyrir. Tæknin hefur breyst og gert það að verkum að þetta eru ekki eins þung störf. Þau reyna ekki jafn mikið á líkamlegan styrk og áður. Það er stundum sagt að störfin séu ekki aðlaðandi fyrir stelpur, vinnustaðirnir séu skítugir og svo framvegis. Og vissulega kem ég heim skítug og með skrámur en það er þess virði. Þetta starf er skemmtilegt, vinnustaðurinn lifandi. Mér finnst gaman að leysa málin fyrir fólk. Fólk hefur orðið hissa á námsvalinu og kannski viljað benda mér á eitthvað annað í staðinn. Eða efast um að ég hafi lært þetta í alvörunni og svona. Það breytist vonandi með enn meiri tækniframförum og fleiri stelpum í námi. Það eru allavega nóg atvinnutækifæri,“ segir Auður sem vinnur bara með karlmönnum. „Það er mjög skemmtilegt og lengir lífið þótt þeir séu stundum skrýtnir,“ segir hún og hlær.Kamile getur hugsað sér að vinna hjá stóru fyrirtæki eða stofnun. Fréttablaðið/AntonbrinkVön því að skera sig úrKamile Morkute, nemandi í RaftækniskólanumKamile situr og vinnur að verkefni í Tækniskólanum í fullum kennslusal. Hún er eina stelpan í hópnum en segist vön því að skera sig úr vegna áhugasviðs síns. „Það er ein önnur stelpa sem er með mér í náminu en við erum ekki í öllum tímum saman. Allir krakkarnir hér eru opnir hér fyrir mér. Mér líður vel í skólanum og mér líður ekkert eins og ég sé öðruvísi. Ég hef unnið í raflögnum og það var pínu skrýtið. Ég var eina stelpan. Ég var að vinna við að tengja, þá eru aðallega eldri karlar að vinna með mér. Ég er vön að gera það sem er ekki hefðbundið svo það er ekki stórmál. Ég sætti mig við að vera ein af fáum konum í bransanum. Ég hugsa að ég velji mér starfsvettvang hjá stóru fyrirtæki frekar en annan vettvang. Þar eru meiri líkur á spennandi verkefnum og fjölbreyttari vinnustað,“ segir Kamile. Hekla Karen við störf í eldhúsinu. Fréttablaðið/Anton brinkHrefna Sætran var sterk fyrirmyndHekla Karen Pálsdóttir, matreiðslumaður á Jamie Oliver„Ég hef starfað í faginu í sex ár og hef alltaf verið heppin með samstarfsfélaga,“ segir Hekla Karen Pálsdóttir matreiðslumaður aðspurð um viðhorf til hennar í faginu. „Ég var soldið mikið spurð um það hvort ég ætlaði að verða ólétt þegar ég var í náminu og hvenær ég ætlaði að eiga börn. Kokkar vinna langan vinnudag og það gerir það erfiðara að vera með ungbörn, ég man ekki eftir því að strákarnir væru spurðir að þessu. Það var ein stelpa sem hætti í náminu árinu áður en ég byrjaði vegna þess að hún var ólétt, það hefur vakið upp þessar pælingar hjá fólki. En ég held að viðhorfið sé að breytast hratt.“ En var Hekla Karen alltaf viss um hvað hún vildi gera? „Nei, ég get ekki sagt það, ég elti hjörðina eftir 10. bekk og fór í nokkra áfanga í fatahönnun áður en ég ákvað að fara í matreiðsluna í MK. Skemmtilegustu tímarnir í grunnskóla voru heimilisfræði og textíll og bóknám reyndist mér erfitt því að ég glími við námserfiðleika. Matreiðsluáhugann fékk ég frá foreldrum mínum, þau eru bæði flink í eldhúsinu. Ég man að ég var ekki nema fjögurra ára þegar að ég var farin að slá saman egg og elda með pabba.“ Konum fjölgar jafnt og þétt í stéttinni og er hún ekki lengur eins mikil karlastétt og áður. „Ég horfði á alla þættina hennar Hrefnu Sætran, hún var mín fyrirmynd þegar ég byrjaði. Ég hringdi bara í hana og óskaði eftir því að komast á samning hjá henni. Ég byrjaði að vinna á Fiskmarkaðnum undir hennar leiðsögn og ég var fyrsta stelpan sem lauk námi með hana sem meistara. Hrefna Sætran er ótrúlega góð og sterk fyrirmynd, ég á henni mikið að þakka.“ Í dag starfar Hekla Karen á veitingastaðnum Jamie Oliver sem var nýverið opnaður á Íslandi. „Ég ákvað að breyta til og sótti um hérna, ég hef mikinn áhuga á ítalskri matargerð, andinn í eldhúsinu er góður og fyrst þegar ég byrjaði að vinna hér voru fleiri stelpur á vaktinni en strákar. Sem er vísbending um breytta tíma.“ Díana Rós Del Negro og Högna Álfgeirsdóttir. Fréttablaðið/AntonbrinkVilja ævintýri og hærri launDíana Del Negro og Högna Álfgeirsdóttir, nemendur í SkipstjórnarskólanumDíana Rós Del Negro er aðeins fimmtán ára gömul og skráði sig í Skipstjórnarskólann strax eftir grunnskóla. Högna Álfgeirsdóttir er alin upp við sjómennsku. Hún hefur starfað í útgerð og á sjó frá sextán ára aldri og er frá sjávarplássi á Suðurlandi. „Ég var ákveðin í því að læra það sem ég hef áhuga á. Og það er allra helst þetta. Ég sé ævintýri í þessu og ýmsa möguleika,“ segir Díana Rós. Högna segist vilja bæta við sig námi til að auka möguleika sína á hærri launum og betri stöðu í útgerð. „Það er nú ástæðan fyrir því að ég er hér. Ég vil auðvitað fá hærri laun og er að styrkja stöðu mína í nánustu framtíð. Annars þá hefur mér alltaf verið vel tekið í vinnu og ég er alveg örugg með að fá vinnu eftir nám,“ segir hún. Þegar blaðamaður heimsækir þær á venjulegum skóladegi sitja þær í skólastofu sem er annars full af strákum. Þeir spyrja blaðamann strax af hverju þeir séu ekki líka til viðtals. „Við erum þó tvær í dag allavega, það er fínt. Strákarnir taka okkur ágætlega,“ segir Högna.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira