Viðskipti innlent

Undirbúa byggingu stærðarinnar gróðurhúss við Elliðaárdal

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Skissuteikning af gróðurhvelfingunni.
Skissuteikning af gróðurhvelfingunni. aldin biodome
Borgarráð samþykkti, á fundi miðvikudaginn 6. desember, að veita félaginu Spor í sandinn ehf. vilyrði fyrir lóð í Stekkjarbakka í Breiðholti en ætlunin er að byggja þar gróðurhvelfingu fyrir ALDIN BioDome.

Svæðið er við Elliðaárdal og 12.500 fermetrar að stærð og má þar reisa byggingar allt að 3.800 fermetrum.

Samkvæmt fyrirliggjandi teikningum eru mannvirki BioDome allt að 20 metra há, en eru töluvert niðurgrafin þannig að um 12-13 metrar standa upp úr núverandi landhæð.

Áður fyrr hafði verið veitt lóðarvilyrði upp á 5.000 fermetra lóð og byggingu mannvirkis á 1.500 fermetrum.

Verkefnið ALDIN BioDome hefur hins vegar tekið hröðum breytingum og er þörfin fyrir aukið byggingarmagn nú meiri en áður. Því var lóðarvilyrðið uppfært og er nú gert ráð fyrir að starfsemi á svæðinu auki atvinnutækifæri í Breiðholtinu, styrki þjónustu og hafi almennt jákvæð áhrif á hverfið.

Svæðið sem um ræðir.

reykjavíkurborg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×