Um borð í Koenigsegg á 458 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2017 15:33 Hér sýnir hraðamælirinn 457,5 km/klst. motor1.com Fyrir um mánuði síðan sló Koenigsegg Agera RS bíll ein 5 heimsmet við akstur á afar góðum þjóðvegi í Nevada í Bandaríkjunum. Þar náði hann til dæmis 457,94 km hraða sem eðlilega er eitt þessara meta, en það er mesti mældi hraði sem nokkur bíll hefur náð á vegi ætluðum almenningi. Er þar um að ræða ríflega fimmfaldan hámarkshraða á íslenskum þjóðvegum. Um borð í bílnum var myndavél sem sýndi akstur Niklas Lilja, en hann er starfsmaður Koenigsegg og fékk það öfundsverða hlutverk að aka þessum 1.360 hestafla ofurbíl þennan dag. Í myndskeiðinu sést að Niklas fer fremur rólega uppí 300 km hraða en eftir það var þyngra stigið á bensíngjöfina og bíllinn í raun ekki svo lengi að ná þessum 458 km hraða. Meiningin í þessum bíltúr var nefnilega að ná sem hæstum hraða en ekki endilega á sem stystum tíma. Því var ekki ætlun ökumannsins að leggja of mikið á vél bílsins uns hún á endanum fékk þó að reyna sitt ítrasta. Þegar Agera RS bíllinn fer sem hraðast í þessari ökuferð klárar hann 127 metra vegalengd á hverri sekúndu, en það er gott betur en lengd knattspyrnuvallar. Allan tímann virðist þó stöðugleiki bílsins á þjóðveginum óaðfinnanlegur. Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Innlent
Fyrir um mánuði síðan sló Koenigsegg Agera RS bíll ein 5 heimsmet við akstur á afar góðum þjóðvegi í Nevada í Bandaríkjunum. Þar náði hann til dæmis 457,94 km hraða sem eðlilega er eitt þessara meta, en það er mesti mældi hraði sem nokkur bíll hefur náð á vegi ætluðum almenningi. Er þar um að ræða ríflega fimmfaldan hámarkshraða á íslenskum þjóðvegum. Um borð í bílnum var myndavél sem sýndi akstur Niklas Lilja, en hann er starfsmaður Koenigsegg og fékk það öfundsverða hlutverk að aka þessum 1.360 hestafla ofurbíl þennan dag. Í myndskeiðinu sést að Niklas fer fremur rólega uppí 300 km hraða en eftir það var þyngra stigið á bensíngjöfina og bíllinn í raun ekki svo lengi að ná þessum 458 km hraða. Meiningin í þessum bíltúr var nefnilega að ná sem hæstum hraða en ekki endilega á sem stystum tíma. Því var ekki ætlun ökumannsins að leggja of mikið á vél bílsins uns hún á endanum fékk þó að reyna sitt ítrasta. Þegar Agera RS bíllinn fer sem hraðast í þessari ökuferð klárar hann 127 metra vegalengd á hverri sekúndu, en það er gott betur en lengd knattspyrnuvallar. Allan tímann virðist þó stöðugleiki bílsins á þjóðveginum óaðfinnanlegur.
Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Innlent