„Jæja?... hvað er svo að frétta?“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. desember 2017 07:00 Ef það er eitt sem má ekki klikka við matarborðið klukkan 18.00 á aðfangadag eru það samræðurnar. Það er hætt við því þegar fólk er búið að vera í jólastressi í nokkra daga og vikur að undirbúa allt og gestgjafinn á fullu að elda og gera klárt að sumir upplifi hreinlega spennufall þegar maturinn er mættur á borðið. Það er fátt verra en að vera mættur í sínu fínasta pússi að borða dýrindis mat og heyra frá einhverjum: „Jæja?… hvað er svo að frétta?“ eftir þrúgandi þögn á meðan fyrsti bitinn er tekinn. Þess vegna er ekki úr vegi að fara yfir svona það helsta sem hægt er að ræða um við jólaborðið eða aðallega hvernig hlutirnir eru ræddir því það skiptir máli. Helstu málefnin eru auðvitað nýja ríkisstjórnin og HM í Rússlandi. Varið ykkur þó á því að fara of djúpt í pólitískar samræður. Þær má geyma til páska. Pælið meira bara í fólkinu sjálfu og hvernig það kemur fyrir. Það eru í raun allir Framsóknarmenn þegar kemur að jólaborðinu. Það horfa bara allir á miðjuna þar sem steikin bíður. „Á svo að fara til Rússlands?“ verður væntanlega spurning ársins á aðfangadag en passið ykkur þar. Það verða vafalítið mjög margir sem gefa sér eða öðrum miða á leiki og/eða flug til Rússlands. Nú eða loforð um slíkt. Ekki því vera að pína það upp úr fólki við matarborðið. Betra er að tala um hversu spennandi þetta er og hversu gaman það verður að mæta Messi. Nú ef allt fer í þrot og þagnirnar verða of margar og þrúgandi má alltaf líta út um gluggann og segja: „Það á víst að fara að kólna.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Ef það er eitt sem má ekki klikka við matarborðið klukkan 18.00 á aðfangadag eru það samræðurnar. Það er hætt við því þegar fólk er búið að vera í jólastressi í nokkra daga og vikur að undirbúa allt og gestgjafinn á fullu að elda og gera klárt að sumir upplifi hreinlega spennufall þegar maturinn er mættur á borðið. Það er fátt verra en að vera mættur í sínu fínasta pússi að borða dýrindis mat og heyra frá einhverjum: „Jæja?… hvað er svo að frétta?“ eftir þrúgandi þögn á meðan fyrsti bitinn er tekinn. Þess vegna er ekki úr vegi að fara yfir svona það helsta sem hægt er að ræða um við jólaborðið eða aðallega hvernig hlutirnir eru ræddir því það skiptir máli. Helstu málefnin eru auðvitað nýja ríkisstjórnin og HM í Rússlandi. Varið ykkur þó á því að fara of djúpt í pólitískar samræður. Þær má geyma til páska. Pælið meira bara í fólkinu sjálfu og hvernig það kemur fyrir. Það eru í raun allir Framsóknarmenn þegar kemur að jólaborðinu. Það horfa bara allir á miðjuna þar sem steikin bíður. „Á svo að fara til Rússlands?“ verður væntanlega spurning ársins á aðfangadag en passið ykkur þar. Það verða vafalítið mjög margir sem gefa sér eða öðrum miða á leiki og/eða flug til Rússlands. Nú eða loforð um slíkt. Ekki því vera að pína það upp úr fólki við matarborðið. Betra er að tala um hversu spennandi þetta er og hversu gaman það verður að mæta Messi. Nú ef allt fer í þrot og þagnirnar verða of margar og þrúgandi má alltaf líta út um gluggann og segja: „Það á víst að fara að kólna.“
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun