Lífið

„Níðingar vernda níðinga“

Birgir Olgeirsson skrifar
Leikarinn Terry Crews.
Leikarinn Terry Crews. Vísir/Getty
„Níðingar vernda níðinga,“ sagði bandaríski leikarinn Terry Crews á Twitter í gærkvöldi. Þar var leikarinn að vísa í fréttir af Dylan Howard hjá útgáfufyrirtækinu American Media Inc. sem er útgáfufyrirtæki Radar Online og National Enquirer.

Dylan Howard þessi er ritstjóri hjá útgáfunni en fyrrverandi starfsmenn hjá fyrirtækinu hafa sakað hann um kynferðislega áreitni.

Crews segir Howard hafa hótað því að birta upplogna frétt þess efnis að Crews hefði keypt sér þjónustu vændiskonu, daginn eftir að Crews hafði sagt frá því hvernig umboðsmaðurinn Adam Venit braut gegn honum kynferðislega.

Associated Press segir frá því að Howard hafi tjáð sig nokkuð frjálslega um bólfélaga sína á ritstjórnargólfi American Media Inc., rætt kynlíf kvenkyns starfsmanna og neytt konur til að horfa og hlusta á klámfengið efni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.