Flaggskipið endurnýjað Finnur Thorlacius skrifar 6. desember 2017 14:15 Opel Insignia má bæði fá í langbaksgerð og sem venjulegur "sedan"-bíll. Opel Reynsluakstur – Opel Insignia Þýski bílasmiðurinn Opel kappkostar nú að endurnýja bílalínu sína eftir eigendaskiptin á fyrirtækinu frá General Motors til PSA Peugeot Citroën. Stutt er síðan að Opel kynnti jepplinginn Grandland X en nú er komið að þekktum framleiðslubíl Opel, Insignia. Opel Insignia kemur nú af annarri kynslóð en Insignia leysti af hólmi Opel Vectra árið 2008 og fékk andlitslyftingu árið 2013. Insignia er stór fólksbíll sem fellur í D-stærðarflokk, sem er flokkur bíla sem átt hafa undir högg að sækja eftir að frá bílaframleiðendum fór að streyma mikið úrval jepplinga. Það skal þó alls ekki litið framhjá því að stórir fólksbílar, ekki síst í langbaksútfærslu hafa ýmislegt framyfir jepplinga, ekki síst aksturseiginleikana. Auk þess er farangursrými þeirra oft meira, sem og pláss fyrir aftursætisfarþega. Þetta átta Þjóðverjar sig á og þar seljast stórir fólksbílar enn vel og þá ekki síst sem langbakar.Fallegur nú sem áður Opel Insignia hefur einfaldlega ávallt verið mjög fallegur bíll og ófáir hafa verið á þeirri skoðun að þar fari einn best hannaði bíllinn í þessum stærðarflokki. Ekki skortir á samkeppnina því í þessum flokki bíla má finna þekkta bíla eins og Volkswagen Passat, Mazda6, Renault Talisman, Ford Mondeo, Honda Accord, Subaru Legacy og Kia Optima, svo einhverjir séu nefndir. Fyrsta kynslóð Insignia hefur greinarritara ávallt þótt ferlega fallegur bíll og hann mátti alveg við því að verða 9 ára gamall og er enn klassísk hönnum. Það kemur þó ekki í veg fyrir að Opel geti gert enn betur því ný kynslóð hans er enn fegurri bíll og sportlegri. Útlit hans nú er líkt og hann hafi farið í ræktina og misst slatta af óþarfa kílóum. Það er svo sem ekki orðum aukið þegar grannt er skoðað því bíllinn hefur lést um 140 kíló á milli kynslóða og er það býsna vel gert hjá Opel og eykur mjög á aksturshæfni hans. Samt sem áður er Insignia enn stór bíll og til samanburðar er hann 1 cm lengri en Skoda Superb, sem þykir nú stór bíll. Einnig má bera Insignia saman við tvo bræður úr Volkswagen fjölskyldunni, þ.e. hinn nýja Arteon og Passat, en Insignia er á stærð við Arteon en samt á verði á við Passat. Þar kemur einmitt að því góða við Opel bíla, þar fæst mikið fyrir lágt verð. En þá kemur helst að þeirri spurningu hvort Opel skili viðlíka gæðum í sínum bílum og margir af samkeppnisbílunum. Gríðarstórt innanrýmiHinn nýja Opel Insignia kalla þeir Opel menn Insignia Grand Sport. Víst er að hann ber ágætlega Grand-stimpilinn, bæði hvað varðar stærð og ágæta innréttingu, sem og ytra útlit. Hvað Sport-nafnið varðar hefur Insignia þó helst hlotið ámæli og einhverjir bent á að sumir samkeppnisbíla hans bæru nafnið Sport með meiri glans. En aðeins að innanrýminu. Hrikalega vel getur farið um 5 farþega í Insignia þar sem pláss fyrir þá alla er yfrið og fóta- og höfuðplássið afturí er af sverustu gerð. Skott Insignia er vel rúmt en það finnst þó stærra í sumum af samkeppnisbílum hans. Framsætin eru frábær og þreyta engan í langkeyrslu og það sem enn betra er, bíllinn er hriklega hljóðlátur og vel einangraður. Hvað efnisval í innréttingunni varðar þá á hann enn ansi langt í þýsku lúxusbílasmiðina Benz, Audi og BMW, en samkeppnin er miklu fremur fólgin í áðurnefndum bílum og þar stendur hann mun nær. Víst er að hann fer létt með Ford Mondeo í þessum samanburði. Hvað staðalbúnað, aksturs- og öryggiskerfi og þægindabúnað varðar skorar Insignia hátt og Opel virðist hafa lagt mikið í bílinn, auk þess hann virðist einkar vel smíðaður.Sjö vélarkostirVélarkostirnir í Insignia samanstanda af 1,5 lítra bensínvél í 140 og 165 hestafla útfærslu, sem og 2,0 lítra og 260 hestafla bensínvél. Fjórir dísilvélar eru í boði, 1,6 lítra vél í 110 og 136 lítra útfærslu og 2,0 lítra vél í 170 og 210 hestafla útfærslu. Það krefst þess að velja 260 hestafla dísilvélina svo Insignia breytist í nægilegt villidýr til að setja nafnið Sport í heiti bílsins, en það var ferlega gaman að aka þeirri útgáfu Insignia. Minni bensínvélarnar, sem og þær sem brenna dísilolíu duga bílnum fyrir þá sem gera einungis kröfu til þess að komast á milli staða a og b, en ekki mikið meir. Insignia er prýðilegur bíll í akstri og tekst ágætlega við að eyða ójöfnum í veginum. Hann á þó dálítið spöl í marga af hans helst samkeppnisbílum er kemur að sportlegum akstri. Eiginleikar Insignia í akstri munu líka langflestum kaupendum hans, enda afar þægilegur bíll þar á ferð. Það er helst þegar kemur að því að finna þolmörk hans sem sumir af samkeppnisbílum hans slá hann út. Það skal þó fullyrt hér að Insignia hefur alltaf verið frábær kaup og verður það enn frekar nú þar sem Opel hefur lækkað verð hans á milli kynslóða. Margur sá sem hugsað hefur sér að kaupa jeppling af stærri gerðinni ættu að bera þá saman við þennan bíl og sjá hvað þeir fá raunverulega fyrir peninginn. Kannski er það einungis veghæðin sem margir hafa oftast fátt við að gera. Kostir: Útlit, rými, margir vélarkostir, verð Ókostir: Efnisnotkun í innréttingu 1,5 lítra bensínvél, 165 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 6,2 l./100 km í bl. akstri Mengun: 141 g/km CO2 Hröðun: 8,9 sek. Hámarkshraði: 216 km/klst Verð frá: 4.290.000 kr. Umboð: Bílabúð BennaOpel hefur heppnast mjög vel við hönnun nýs Insignia.Tekur sig ekki illa út í rauðu.Mörgum finnst langbaksgerðin fallegri.Mjög laglegur að innan og með guðdómlega fallegum leðursætum í dýrustu útfærslunni. Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent
Reynsluakstur – Opel Insignia Þýski bílasmiðurinn Opel kappkostar nú að endurnýja bílalínu sína eftir eigendaskiptin á fyrirtækinu frá General Motors til PSA Peugeot Citroën. Stutt er síðan að Opel kynnti jepplinginn Grandland X en nú er komið að þekktum framleiðslubíl Opel, Insignia. Opel Insignia kemur nú af annarri kynslóð en Insignia leysti af hólmi Opel Vectra árið 2008 og fékk andlitslyftingu árið 2013. Insignia er stór fólksbíll sem fellur í D-stærðarflokk, sem er flokkur bíla sem átt hafa undir högg að sækja eftir að frá bílaframleiðendum fór að streyma mikið úrval jepplinga. Það skal þó alls ekki litið framhjá því að stórir fólksbílar, ekki síst í langbaksútfærslu hafa ýmislegt framyfir jepplinga, ekki síst aksturseiginleikana. Auk þess er farangursrými þeirra oft meira, sem og pláss fyrir aftursætisfarþega. Þetta átta Þjóðverjar sig á og þar seljast stórir fólksbílar enn vel og þá ekki síst sem langbakar.Fallegur nú sem áður Opel Insignia hefur einfaldlega ávallt verið mjög fallegur bíll og ófáir hafa verið á þeirri skoðun að þar fari einn best hannaði bíllinn í þessum stærðarflokki. Ekki skortir á samkeppnina því í þessum flokki bíla má finna þekkta bíla eins og Volkswagen Passat, Mazda6, Renault Talisman, Ford Mondeo, Honda Accord, Subaru Legacy og Kia Optima, svo einhverjir séu nefndir. Fyrsta kynslóð Insignia hefur greinarritara ávallt þótt ferlega fallegur bíll og hann mátti alveg við því að verða 9 ára gamall og er enn klassísk hönnum. Það kemur þó ekki í veg fyrir að Opel geti gert enn betur því ný kynslóð hans er enn fegurri bíll og sportlegri. Útlit hans nú er líkt og hann hafi farið í ræktina og misst slatta af óþarfa kílóum. Það er svo sem ekki orðum aukið þegar grannt er skoðað því bíllinn hefur lést um 140 kíló á milli kynslóða og er það býsna vel gert hjá Opel og eykur mjög á aksturshæfni hans. Samt sem áður er Insignia enn stór bíll og til samanburðar er hann 1 cm lengri en Skoda Superb, sem þykir nú stór bíll. Einnig má bera Insignia saman við tvo bræður úr Volkswagen fjölskyldunni, þ.e. hinn nýja Arteon og Passat, en Insignia er á stærð við Arteon en samt á verði á við Passat. Þar kemur einmitt að því góða við Opel bíla, þar fæst mikið fyrir lágt verð. En þá kemur helst að þeirri spurningu hvort Opel skili viðlíka gæðum í sínum bílum og margir af samkeppnisbílunum. Gríðarstórt innanrýmiHinn nýja Opel Insignia kalla þeir Opel menn Insignia Grand Sport. Víst er að hann ber ágætlega Grand-stimpilinn, bæði hvað varðar stærð og ágæta innréttingu, sem og ytra útlit. Hvað Sport-nafnið varðar hefur Insignia þó helst hlotið ámæli og einhverjir bent á að sumir samkeppnisbíla hans bæru nafnið Sport með meiri glans. En aðeins að innanrýminu. Hrikalega vel getur farið um 5 farþega í Insignia þar sem pláss fyrir þá alla er yfrið og fóta- og höfuðplássið afturí er af sverustu gerð. Skott Insignia er vel rúmt en það finnst þó stærra í sumum af samkeppnisbílum hans. Framsætin eru frábær og þreyta engan í langkeyrslu og það sem enn betra er, bíllinn er hriklega hljóðlátur og vel einangraður. Hvað efnisval í innréttingunni varðar þá á hann enn ansi langt í þýsku lúxusbílasmiðina Benz, Audi og BMW, en samkeppnin er miklu fremur fólgin í áðurnefndum bílum og þar stendur hann mun nær. Víst er að hann fer létt með Ford Mondeo í þessum samanburði. Hvað staðalbúnað, aksturs- og öryggiskerfi og þægindabúnað varðar skorar Insignia hátt og Opel virðist hafa lagt mikið í bílinn, auk þess hann virðist einkar vel smíðaður.Sjö vélarkostirVélarkostirnir í Insignia samanstanda af 1,5 lítra bensínvél í 140 og 165 hestafla útfærslu, sem og 2,0 lítra og 260 hestafla bensínvél. Fjórir dísilvélar eru í boði, 1,6 lítra vél í 110 og 136 lítra útfærslu og 2,0 lítra vél í 170 og 210 hestafla útfærslu. Það krefst þess að velja 260 hestafla dísilvélina svo Insignia breytist í nægilegt villidýr til að setja nafnið Sport í heiti bílsins, en það var ferlega gaman að aka þeirri útgáfu Insignia. Minni bensínvélarnar, sem og þær sem brenna dísilolíu duga bílnum fyrir þá sem gera einungis kröfu til þess að komast á milli staða a og b, en ekki mikið meir. Insignia er prýðilegur bíll í akstri og tekst ágætlega við að eyða ójöfnum í veginum. Hann á þó dálítið spöl í marga af hans helst samkeppnisbílum er kemur að sportlegum akstri. Eiginleikar Insignia í akstri munu líka langflestum kaupendum hans, enda afar þægilegur bíll þar á ferð. Það er helst þegar kemur að því að finna þolmörk hans sem sumir af samkeppnisbílum hans slá hann út. Það skal þó fullyrt hér að Insignia hefur alltaf verið frábær kaup og verður það enn frekar nú þar sem Opel hefur lækkað verð hans á milli kynslóða. Margur sá sem hugsað hefur sér að kaupa jeppling af stærri gerðinni ættu að bera þá saman við þennan bíl og sjá hvað þeir fá raunverulega fyrir peninginn. Kannski er það einungis veghæðin sem margir hafa oftast fátt við að gera. Kostir: Útlit, rými, margir vélarkostir, verð Ókostir: Efnisnotkun í innréttingu 1,5 lítra bensínvél, 165 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 6,2 l./100 km í bl. akstri Mengun: 141 g/km CO2 Hröðun: 8,9 sek. Hámarkshraði: 216 km/klst Verð frá: 4.290.000 kr. Umboð: Bílabúð BennaOpel hefur heppnast mjög vel við hönnun nýs Insignia.Tekur sig ekki illa út í rauðu.Mörgum finnst langbaksgerðin fallegri.Mjög laglegur að innan og með guðdómlega fallegum leðursætum í dýrustu útfærslunni.
Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent