BL hefur forsölu á nýrri kynslóð Nissan Leaf Finnur Thorlacius skrifar 6. desember 2017 10:23 Nissan Leaf af árgerð 2018. Vegna mikils áhuga og fjölda fyrirspurna viðskiptavina BL varðandi nýjustu kynslóð rafmagnsbílsins Leaf sem Nissan setur á markað strax á nýju ári, 2018, hefur BL ákveðið að hefja forsölu á bílnum. Áætlað er að nýr Leaf verðir frumsýndur hjá BL fljótlega eftir áramót og er gert ráð fyrir að fyrstu bílarnir verði afhentir í mars. BL hefur náð mjög hagstæðum samningi við Nissan í Evrópu um verð á nýjum Leaf sem umboðið mun geta boðið frá einungis 3.490 þúsundum króna. Nissan Leaf er mest seldi rafbíll heims og á nýju ári kemur hann í gjörbreyttu útliti og búinn fjölda nýrra tæknilausna. Mikil eftirspurn hefur þegar skapast eftir bílnum um allan heim, ekki síst í Evrópu og keppast umboðsaðilar við að tryggja sér bíla úr fyrstu framleiðslulotum verksmiðjunnar í Sunderland í Bretlandi þar sem bíllnn er framleiddur. Allar nánari upplýsingar veita söluráðgjafar BL við Sævarhöfða í Reykjavík. Leaf hlaut í nóvember sín fyrstu alþjóðaverðlaun þegar Tækniþróunarsamtök neytenda í Bandaríkjunum (Consumer Technology Association - CES) veittu Leaf aðalverðlaunin á tækniráðstefnu samtakanna og titilinn „Besta nýsköpun ársins“. Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent
Vegna mikils áhuga og fjölda fyrirspurna viðskiptavina BL varðandi nýjustu kynslóð rafmagnsbílsins Leaf sem Nissan setur á markað strax á nýju ári, 2018, hefur BL ákveðið að hefja forsölu á bílnum. Áætlað er að nýr Leaf verðir frumsýndur hjá BL fljótlega eftir áramót og er gert ráð fyrir að fyrstu bílarnir verði afhentir í mars. BL hefur náð mjög hagstæðum samningi við Nissan í Evrópu um verð á nýjum Leaf sem umboðið mun geta boðið frá einungis 3.490 þúsundum króna. Nissan Leaf er mest seldi rafbíll heims og á nýju ári kemur hann í gjörbreyttu útliti og búinn fjölda nýrra tæknilausna. Mikil eftirspurn hefur þegar skapast eftir bílnum um allan heim, ekki síst í Evrópu og keppast umboðsaðilar við að tryggja sér bíla úr fyrstu framleiðslulotum verksmiðjunnar í Sunderland í Bretlandi þar sem bíllnn er framleiddur. Allar nánari upplýsingar veita söluráðgjafar BL við Sævarhöfða í Reykjavík. Leaf hlaut í nóvember sín fyrstu alþjóðaverðlaun þegar Tækniþróunarsamtök neytenda í Bandaríkjunum (Consumer Technology Association - CES) veittu Leaf aðalverðlaunin á tækniráðstefnu samtakanna og titilinn „Besta nýsköpun ársins“.
Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent