Malt og Appelsín-málið vindur uppá sig: „Röðin skiptir engu máli“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 6. desember 2017 19:30 Haukur efast um að hann muni blanda jólaöl í ár. „Appelsínið er algjör Garfunkel í mínu jólablandi. Ætli blandan sé ekki nálægt því að vera 70% malt, ef ég ætti að giska,“ segir lífskúnstnerinn og sniðugmennið Haukur Viðar Alfreðsson, aðspurður um hina eilífu spurningu hvort komi á undan í jólablandinu, Malt eða Appelsín. Vísir birti grein í gær, þar sem farið var yfir niðurstöður óformlegrar könnunar í hópnum Matartips! á Facebook. Í niðurstöðunum kom fram að rúmlega 62% helli fyrst Appelsíni í könnu og síðan Malt þegar að blanda á þennan hátíðardrykk. Höfðu margir sterkar skoðanir á hvernig eigi að blanda saman Malti og Appelsíni en Haukur segir það engu máli skipta hvort fari fyrst ofan í könnuna. Haukur er hrifinn af forblandaða drykknum í dós. „Röðin skiptir engu máli. Þetta freyðir auðvitað allt saman ef þú hvolfir dósinni hálfum metra fyrir ofan könnuna eins og api. Hefurðu til dæmis einhvern tímann séð barþjón fylla bjórglas með því að láta það standa á borðinu fyrir neðan dæluna? Nei, það þarf að vanda sig, ná góðum halla og hella hægt meðfram innri hliðum könnunnar eða glassins. Ef þú getur ekki leyst einfalt verkefni eins og að blanda Appelsíni saman við Malt án þess að breyta fjölskylduboðinu í froðudiskó þá áttu bara að bíða í Tripp Trapp stólnum þínum við barnaborðið á meðan fullorðna fólkið blandar,“ segir Haukur. Hrifinn af forblönduðu dósaglundri Íslendingar kaupa enn mörg þúsund lítra af Malti og Appelsíni fyrir jólin þó hægt sé að fá drykkinn forblandaðan í dósum. Haukur segist vera alltaf hrifnari og hrifnari af því. „ Ég efast um að ég nenni að blanda í ár. Í seinni tíð er ég eiginlega orðinn hrifnastur af þessu forblandaða dósaglundri. Þá þarf ég ekki að blanda sjálfur, en mér þykir orðið mjög leiðinlegt að gera hluti. Þá losna ég líka við afskiptasama ættingja að segja mér í hvaða röð ég á að blanda þetta. Man ekki hvaða sort mér þykir best, líklega sú með hvítöli í stað malts,“ segir Haukur. Í frétt Vísis í gær um stóra hátíðarblöndumálið kom einnig fram að margir í úrtaki Vísis, eða 16,4%, kjósa að blanda saman Malti, Appelsíni og kóki eða Pepsi. Hvað finnst Hauki um það? „ Ég man ekki eftir að hafa smakkað það. Það sleppur samt örugglega svo lengi sem malthlutfall blöndunnar er hátt. Jú jú, auðvitað er pínu asnalegt að setja kók út í þetta, en ég hef bara ekki efni á að dæma aðra fyrir skrýtna borðsiði á jólum. Ég er til dæmis alinn upp við það að smyrja laufabrauð. Það finnst eðlilegu fólki undarlegt.“ Jól Jóladrykkir Tengdar fréttir Rúmlega 62% vilja að Appelsíninu sé hellt fyrst í könnuna Vísir setti fram spurningu í Facebook-hópnum Matartips og komst að því að rúm 16% blanda ekki bara saman Malti og Appelsíni yfir jólin heldur bæta smá kóki eða Pepsi við hátíðarblönduna. 5. desember 2017 19:30 Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun
„Appelsínið er algjör Garfunkel í mínu jólablandi. Ætli blandan sé ekki nálægt því að vera 70% malt, ef ég ætti að giska,“ segir lífskúnstnerinn og sniðugmennið Haukur Viðar Alfreðsson, aðspurður um hina eilífu spurningu hvort komi á undan í jólablandinu, Malt eða Appelsín. Vísir birti grein í gær, þar sem farið var yfir niðurstöður óformlegrar könnunar í hópnum Matartips! á Facebook. Í niðurstöðunum kom fram að rúmlega 62% helli fyrst Appelsíni í könnu og síðan Malt þegar að blanda á þennan hátíðardrykk. Höfðu margir sterkar skoðanir á hvernig eigi að blanda saman Malti og Appelsíni en Haukur segir það engu máli skipta hvort fari fyrst ofan í könnuna. Haukur er hrifinn af forblandaða drykknum í dós. „Röðin skiptir engu máli. Þetta freyðir auðvitað allt saman ef þú hvolfir dósinni hálfum metra fyrir ofan könnuna eins og api. Hefurðu til dæmis einhvern tímann séð barþjón fylla bjórglas með því að láta það standa á borðinu fyrir neðan dæluna? Nei, það þarf að vanda sig, ná góðum halla og hella hægt meðfram innri hliðum könnunnar eða glassins. Ef þú getur ekki leyst einfalt verkefni eins og að blanda Appelsíni saman við Malt án þess að breyta fjölskylduboðinu í froðudiskó þá áttu bara að bíða í Tripp Trapp stólnum þínum við barnaborðið á meðan fullorðna fólkið blandar,“ segir Haukur. Hrifinn af forblönduðu dósaglundri Íslendingar kaupa enn mörg þúsund lítra af Malti og Appelsíni fyrir jólin þó hægt sé að fá drykkinn forblandaðan í dósum. Haukur segist vera alltaf hrifnari og hrifnari af því. „ Ég efast um að ég nenni að blanda í ár. Í seinni tíð er ég eiginlega orðinn hrifnastur af þessu forblandaða dósaglundri. Þá þarf ég ekki að blanda sjálfur, en mér þykir orðið mjög leiðinlegt að gera hluti. Þá losna ég líka við afskiptasama ættingja að segja mér í hvaða röð ég á að blanda þetta. Man ekki hvaða sort mér þykir best, líklega sú með hvítöli í stað malts,“ segir Haukur. Í frétt Vísis í gær um stóra hátíðarblöndumálið kom einnig fram að margir í úrtaki Vísis, eða 16,4%, kjósa að blanda saman Malti, Appelsíni og kóki eða Pepsi. Hvað finnst Hauki um það? „ Ég man ekki eftir að hafa smakkað það. Það sleppur samt örugglega svo lengi sem malthlutfall blöndunnar er hátt. Jú jú, auðvitað er pínu asnalegt að setja kók út í þetta, en ég hef bara ekki efni á að dæma aðra fyrir skrýtna borðsiði á jólum. Ég er til dæmis alinn upp við það að smyrja laufabrauð. Það finnst eðlilegu fólki undarlegt.“
Jól Jóladrykkir Tengdar fréttir Rúmlega 62% vilja að Appelsíninu sé hellt fyrst í könnuna Vísir setti fram spurningu í Facebook-hópnum Matartips og komst að því að rúm 16% blanda ekki bara saman Malti og Appelsíni yfir jólin heldur bæta smá kóki eða Pepsi við hátíðarblönduna. 5. desember 2017 19:30 Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun
Rúmlega 62% vilja að Appelsíninu sé hellt fyrst í könnuna Vísir setti fram spurningu í Facebook-hópnum Matartips og komst að því að rúm 16% blanda ekki bara saman Malti og Appelsíni yfir jólin heldur bæta smá kóki eða Pepsi við hátíðarblönduna. 5. desember 2017 19:30