Sport

Rússland má ekki taka þátt í Ólympíuleikunum í Pyeongchang

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rússar svindluðu á síðustu vetrarleikum.
Rússar svindluðu á síðustu vetrarleikum. Vísir/AFP
Alþjóðaólympíunefndin hefur ákveðið að banna Rússlandi að taka þátt á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður Kóreu en leikarnir fara fram í febrúar á næsta ári.

Rússneski fáninn verður hvergi sjáanlegur á leikunum sem fara fram frá 9. til 25. febrúar 2018.

Rússneskir íþróttamenn, sem geta sýnt fram á það að þeir séu „hreinir“ mega þó keppa á leikunum undir fána Alþjóðaólympíunefndarinnar.

Það má því búast við mörgum rússneskum keppendum á leikunum í einstaklingsgreinum en engin rússnesk lið munu fá að taka þátt.

Þetta er sama fyrirkomulag og var á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016.







Alþjóðaólympíunefndin tilkynnti þetta í kvöld en ákvöðunin er tekin í framhaldi af lyfjahneykslinu í tengslum við síðustu vetrarleika sem fóru fram í Sotsjí í Rússlandi 2014.

Niðurstöður McLaren skýrslunnar voru mikið áfall fyrir íþróttaheiminn. Þar kom fram að Rússar stunduðu skipulagt svindl til að koma „óhreinu“ afreksfólki sínu í gegnum lyfjapróf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×